A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

SamVest söngkeppni

| 17. janúar 2014
Í kvöld fer söngkeppni samVest fram á Hólmavík. Keppendur eru hæfileikaríkir unglingar víðs vegar að á Vestfjörðum en þar á meðal eru tvö glæsileg atriði frá Félagsmiðstöðinni Ozon, skipuð unglingum úr Strandabyggð og Kaldrananeshreppi.

Viðburðurinn er haldinn árlega einhversstaðar á Vestfjörðum og hljóta keppendur sem hafna í tveimur efstu sætunum keppnisrétt á söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöllinni í Reykjavík í mars. Að þessu sinni er Samvest söngkeppnin haldin á Hólmavík. Þetta árið er hún sérdeilis glæsileg og er alfarið skipulögð af nemendaráði og öðrum ungmennun í Ozon sem eiga lof skilið fyrir vinnusemi sína, hugmyndaauðgi og dugnað. Því er ekki síður spennandi að koma á keppnina til að sjá afrakstur þeirra í viðburðastjórnun og stiðja við þeirra góða starf en að njóta tónlistar og skemmtiatriði, hvort tveggja sýnir fram á að framtíðin sé björt og að ungu fólki á Vestfjörðum sé margt til lista lagt.

Keppnin hefst klukkan 19:00 og er aðgangseyrir 1000 krónur, en frítt er fyrir börn undir grunnskólaaldri. Sjoppa og samlokusala verður á staðnum en ekki er tekið við kortum. Öll hjartanlega velkomin.

Hörmungardagar

| 14. janúar 2014
Ópið eftir Edward Munch
Ópið eftir Edward Munch
Hörmungardagar á Hólmavík verða haldnir í fyrsta skipti 14.-16. febrúar næstkomandi. Um er að ræða nýja menningarhátíð þar sem hugmyndin er að gefa listum, tilfinningum og tjáningu sem sjaldnast fær rými tækifæri til að líta dagsins ljós. Tilveran er fjölbreytileg og margslungin og listsköpunin sömuleiðis; tónlist getur verið drungaleg, upplifun getur verið yfirþyrmandi og tilfinningar geta verið það sem við köllum neikvæðar, jafnvel þótt þær séu ekki alslæmar. Þarna gefst tækifæri til að njóta, miðla og taka þátt í viðburðum og listum sem sjaldan fá næga athygli, svo sem erfiðum upplifunum, svokölluðum neikvæðum tilfinningum og alls konar niðurdrepandi skemmtun, allt eftir hugarrfóstri hvers og eins....
Meira

Sveitarstjórnarfundur 1217 í Strandabyggð

| 10. janúar 2014

Fundur 1217 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 14. janúar 2014, kl. 16.00 í Hnyðju.


Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Val á íþróttakonu eða -manni Strandabyggðar

| 19. desember 2013
Ingibjörg Emilsdóttir, íþróttamaður ársins 2012. Mynd: www.strandir.is
Ingibjörg Emilsdóttir, íþróttamaður ársins 2012. Mynd: www.strandir.is
« 1 af 2 »
Auglýst er eftir tilnefningum  um íþróttamann eða -konu ársins 2013 í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar og stuttan rökstuðning á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en 6. janúar. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila. Samþykkt hefur verið reglugerð um útnefninguna en viðurkenningin var í fyrsta skipti veitt með þessu sniði í janúar síðastliðnum, þá hlaut Ingibjörg Emilsdóttir nanfnbótina íþróttamaður ársins og Jamison Ólafur Johnson hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Útnefningin er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir íþróttaafrek, framlag til íþróttastarfs og hvatning til frekari afreka. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hefur umsjón með valinu. Upplýst verður um valið á íþróttahátíð Grunnskólans miðvikudaginn 15. janúar 2014.

Opnunartími Íþróttamiðstöðvar um hátíðirnar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. desember 2013
Opnunartími verður sem hér segir:

Þorláksmessa                  16-21

Aðfangadagur                 10-12

Jóladagur                         lokað

Annar í jólum                  14–18

27. des                              16-21

28. des                              14-18

29. des                              14-18

30. des.                             16-21

Gamlársdagur                10-12

Nýársdagur                     lokað

2. jan.                               16-21

3. jan.                               16-21

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón