A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Opið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Strandabyggðar

| 22. apríl 2013
Líf og fjör - ljósm. Jón Jónsson
Líf og fjör - ljósm. Jón Jónsson
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um vinnu í Vinnuskóla Strandabyggðar sumarið 2013. Líkt og í fyrra verður Vinnuskólinn starfræktur á tveimur fimm vikna tímabilum. Yfirleiðbeinandi hefur ekki verið ráðinn. Fyrra tímabilið stendur yfir frá 3. júní til 5. júlí og seinna tímabilið frá 15. júlí til 16. ágúst. Umsækjendur þurfa því að velja hvort vinnutímabilið hugnast þeim betur. Unnið verður fyrir hádegi frá kl. 8:30 til kl. 12:00, en vinnuskólinn er ætlaður börnum og unglingum fæddum árin 1997, 98, 99 og 2000. Umsóknum hefur þegar verið dreift í Grunnskólanum á Hólmavík, en þeim skal skila til skrifstofu Strandabyggðar í síðasta lagi föstudaginn 26. apríl nk.


Umsóknareyðublað og reglur Vinnuskólans má nálgast með því að smella hér.

Kjörskrá og kjörfundur vegna alþingiskosninga 27. apríl

| 17. apríl 2013
Kjörskrá liggur frammi til kynningar í afgreiðslu Strandabyggðar í Hnyðju fram að kjördegi en einnig getur fólk farið inn á slóðina http://kosning.is/althingiskosningar til að kynna sér hvar það er skráð. Ein kjördeild verður í Strandabyggð og verður kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Kjörfundur hefst kl. 9:00 laugardaginn 27. apríl 2013 en kjörstaður verðir opinn frá kl. 10:00-17:00 (sbr. 89 gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000)....
Meira

Sveitarstjórnarfundur 1207 í Strandabyggð

| 15. apríl 2013
Fundur 1207 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 16. apríl 2013, kl. 16.00 í Hnyðju....
Meira

Laust starf við Vinnuskóla Strandabyggðar

| 11. apríl 2013
Vinnuskóli Strandabyggðar auglýsir eftir yfirleiðbeinanda sumarið 2013. Tvö fimm vikna tímabil verða í boði í Vinnuskóla Strandabyggðar í sumar og hefur yfirleiðbeinandi umsjón með þeim. Fyrra tímabil verður 3. júní - 5. júlí og seinna tímabil 15. júlí - 16. ágúst. Vinnuskóli Strandabyggðar heyrir undir verkstjóra Áhaldahúss. Í starfinu felast eftirfarandi verkefni:...
Meira

Stóra upplestrarkeppnin í gær

| 11. apríl 2013
F.v. Bára Örk, Karen Ösp, Baldur Sigurðsson formaður dómnefndar og Aðalbjörg
F.v. Bára Örk, Karen Ösp, Baldur Sigurðsson formaður dómnefndar og Aðalbjörg
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í gær í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar kepptu nemendur úr 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík, Grunnskólans á Drangsnesi og Reykhólaskóla. Keppendur lásu fyrst upp texta úr Benjamín dúfu eftir Friðrik Erlingsson, valin ljóð eftir Þóru Jónsdóttur og að lokum ljóð að eigin vali. Boðið var upp á kaffiveitingar og tónlistarflutning í hléi.

Fyrstu verðlaun hlaut Karen Ösp Haraldsdóttir úr Grunnskólanum á Drangsnesi, önnur verðlaun hlaut Aðalbjörg Egilsdóttir úr Reykhólaskóla og þriðju verðlaun hlaut Bára Örk Melsted úr Grunnskólanum á Hólmavík. Verðlaunin voru peningakort að verðmæti 10, 15, og 20 þúsund kr. Þetta kom fram á vefsíðu Grunnskólans á Hólmavík.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón