A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Aukasýning á Tjaldinu í kvöld

| 21. mars 2013
Úr Tjaldinu - ljósm. Margrét Vera Mánadóttir
Úr Tjaldinu - ljósm. Margrét Vera Mánadóttir
Bætt hefur verið við aukasýningu á Tjaldinu í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, fimmtudagskvöldið 21. mars. Aukasýningin hefst kl. 21:30, en uppselt er að verða á frumsýningu sem hefst kl. 20:00. Takmarkaður sætafjöldi er í boði á hverja sýningu og því er fólk hvatt til að panta miða tímanlega í s. 894-1941 eða 776-6885. Tjaldið er nýtt leikrit eftir Hallgrím Helgason sem sett er upp í tengslum við Þjóðleik, samstarfsverkefni landsbyggðarleikhópa og Þjóðleikhússins. Verkið fjallar um nauðgun á útihátíð og þá atburðarás sem fer af stað í kjölfarið innan vinahóps sem er staddur á hátíðinni.

Tjaldiđ frumsýnt á fimmtudaginn

| 19. mars 2013
Frá ćfingum á Tjaldinu - ljósm. Margrét Vera Mánadóttir
Frá ćfingum á Tjaldinu - ljósm. Margrét Vera Mánadóttir
« 1 af 4 »
Leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason verður frumsýnt fimmtudaginn 21. mars kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík, en hópur ungmenna í leiklistarvali við Grunnskólann á Hólmavík hefur æft leikritið í vetur undir stjórn Arnars S. Jónssonar. Aðstoðarleikstjórar eru Margrét Vera Mánadóttir og Elísa Mjöll Sigurðardóttir. Gróft orðbragð og atriði koma fyrir í sýningunni og því er ekki sérstaklega mælt með henni fyrir 12 ára og yngri. Miðaverð fyrir alla aldurshópa er kr. 1.500. Takmarkað sætaframboð verður í boði á hverja sýningu, en miðapantanir eru í s. 894-1941 (fyrir kl. 14:00) og s. 776-6885 (eftir kl. 14:00). Fyrstir panta, fyrstir fá!...
Meira

Frćđslufundur um fíkniefni og forvarnir

| 15. mars 2013
Fræðslufundur um fíkniefnaneyslu og forvarnir gegn henni verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík mánudaginn 18. mars kl. 18:00. Það er Magnús Stefánsson framkvæmdastjóri Marita-fræðslunnar á Íslandi sem heldur fyrirlesturinn. Fundurinn er opinn foreldrum, ömmum, öfum og öllum öðrum íbúum í Strandabyggð sem vilja fræðast um þetta brýna málefni. Fyrr um daginn fundar Magnús með ungmennum í grunnskólanum.

Sýnd verður ný heimildarmynd um íslensk ungmenni í neyslu, helstu einkenni fíkniefnaneyslu kynnt og sagt frá því hvernig best er að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp. Mætum öll - tökum þátt - vinnum saman!

Tónaflóđ í Bragganum í kvöld

| 13. mars 2013
Í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. mars kl. 19:00, fara fram í Bragganum á Hólmavík fjáröflunartónleikar nemendafélags Grunnskólans á Hólmavík og félagsmiðstöðvarinnar Ozon. Tónskólinn á Hólmavík hefur veg og vanda af tónlistarflutningnum á tónleikunum, en alls munu fimm hljómsveitir skipaðar nemendum úr 5.-10. bekk stíga á stokk og spila vel þekkta slagara ásamt hinum og þessum söngvurum sem jafnan setja mikinn svip á viðburðinn.

Allir eru hjartanlega velkomnir - aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir fullorðna, 500 fyrir grunnskólanema og frítt fyrir yngri.

Sveitarstjórnarfundur 1206 í Strandabyggđ

| 08. mars 2013
Fundur 1206 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 12. mars 2013, kl. 16.00 í Hnyðju....
Meira
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón