A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfskraftur óskast á tómstundasvið

| 14. október 2013
Óskað er eftir starfskrafti í hlutastarf í félagsmiðstöðina Ozon. Umsóknir um starfið berist á þar til gerðu formi (http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/umsoknir/skra/430/) á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða á skrifstofu Strandabyggðar eigi síðar en 21. október....
Meira

Húsnæði til leigu á Hólmavík

| 14. október 2013

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir íbúðina að Hafnarbraut 19 lausa til útleigu.

...
Meira

Fjáröflun Framhaldsskóladeildar

| 11. október 2013

Framhaldsskóladeild Hólmavíkur hefur ákveðið að vera með smá fjáröflun

til styrktar átakinu Bleika slaufan og einnig framhaldskóladeildinni.


Við ætlum að bjóða fólki í deildina í dag (11.10) frá kl. 16:00-18:00  og á morgun laugardaginn (12.10) frá 17:00-19:00.

og að styrkja gott málefni með því fá sér fínar slaufu neglur gegn vægu gjaldi.


Við bjóðum uppá bleikar-, hvítar- og silfurlitaðar neglur

10 neglur eru á 1000,- Kr.

1 nögl á 200,- Kr.

Að sjálfsögðu má svo gefa frjáls framlög :)

80% renna svo til átaksins bleik slaufa en 20% fara í sjóð framhaldskóladeildarinnar.

Vonum sem flestir láti sjá sig til að styrkja gott málefni :)

 

Nemendur í framhaldsskóladeild Hólmavíkur

Ártíð skjaldbökunnar

| 09. október 2013
1. október síðastliðin voru 50 ár líðin síðan Einar Hansen dró risaskjaldböku á land hér á Hólmavík. Af því tilefni verður haldið upp á ártíð skjaldbökunnar og þetta merkilega afrek Einars í Hnyðju nú á laugardag.

Hátíðin er í boði Strandabyggðar og hefst klukkan 17:00 laugardaginn 12. október. Boðið verður upp á skjaldbökuköku að hætti Guðrúnar Margrétar Jökulsdóttur, sigurvegara í Hamingjukökukeppninni 2013. Jón Jónsson segir nokkur orð um þennan merka viðburð, afkomendur Einars verða á staðnum og skjaldbakan sjálf verður til sýnis. Auk þess verður kynnt hver sigrar hugmyndasamkeppni um minjagrip í tengslum við þennan merka viðburð.

Einar var snjall handverksmaður og gaman væri ef þeir sem eiga gripi eftir hann myndu lána þá til sýningar á skemmtuninni.

Allir eru velkomnir.

Foreldrafélag Grunnskólans heldur aðalfund

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. október 2013

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn á Café Riis miðvikudaginn 16. Okt. klukkan 18:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi með erindi og einhverja óvænta uppákomu. Í lokin gæða fundarmenn sér á gómsætum pizzum frá Báru og Kidda. Foreldrar og forráðamenn hvattir til að fjölmenna.          

Stjórnin
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón