Opinn fundur með starfsfólki BUGL
Á morgun, miðvikudaginn 22. janúar, verður hópur starfsfólks frá Barna- og unglingageðdeild staðsettur í Strandabyggð á vegum Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík. Yfir daginn mun hópurinn starfa með unglingum sem og fagfólki sem starfar með börnum í Standabyggð og nærsveitum.
Opinn fundur fyrir alla áhugasama verður svo í Félagsheimilinu kl 18:00 sama dag. Þar mun eiga sér stað fræðsla um starfsemi BUGL auk sameiginlegrar fræðslu ætlaða foreldrum, forráðamönnun, fagfólki og unglingum þar sem fjallað verður meðal annars um kvíða/þunglyndi, sjálfskaðandi hegðun og einelti auk umfjöllunar um það sem brennur á áheyrendum.
Öll velkomin!
SamVest söngkeppni
Viðburðurinn er haldinn árlega einhversstaðar á Vestfjörðum og hljóta keppendur sem hafna í tveimur efstu sætunum keppnisrétt á söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöllinni í Reykjavík í mars. Að þessu sinni er Samvest söngkeppnin haldin á Hólmavík. Þetta árið er hún sérdeilis glæsileg og er alfarið skipulögð af nemendaráði og öðrum ungmennun í Ozon sem eiga lof skilið fyrir vinnusemi sína, hugmyndaauðgi og dugnað. Því er ekki síður spennandi að koma á keppnina til að sjá afrakstur þeirra í viðburðastjórnun og stiðja við þeirra góða starf en að njóta tónlistar og skemmtiatriði, hvort tveggja sýnir fram á að framtíðin sé björt og að ungu fólki á Vestfjörðum sé margt til lista lagt.
Keppnin hefst klukkan 19:00 og er aðgangseyrir 1000 krónur, en frítt er fyrir börn undir grunnskólaaldri. Sjoppa og samlokusala verður á staðnum en ekki er tekið við kortum. Öll hjartanlega velkomin.
Hörmungardagar
Meira
Sveitarstjórnarfundur 1217 í Strandabyggð
Fundur 1217 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 14. janúar 2014, kl. 16.00 í Hnyðju.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
...Meira