A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dansinn stiginn í Strandabyggð

| 05. apríl 2013
Komdu að dansa!
Komdu að dansa!
Vikan 8.-12. apríl verður sannkölluð dansvika í Strandabyggð. Eins og undanfarin tvö ár mun Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru mæta á svæðið og hafa grunnskólanemar kost á að sækja dansnámskeið í Íþróttamiðstöðinni frá mánudegi til föstudags eins og hér segir: Kl. 13:10-14:00 (1.-3. bekkur), kl. 14:10-15:00 (5.-7. bekkur) og kl. 15:10-16:00 (8.-10. bekkur). Námskeið yngri kynslóðarinnar enda með danssýningu á föstudeginum. Grunnskólinn sér um að taka við skráningum.


Dansnámskeið fyrir 16 ára og eldri verður haldið í Félagsheimilinu frá þriðjudegi til fimmtudags kl. 21:00-22:00. Athugið að hægt er að mæta á einstök kvöld eða öll kvöldin og kostar námskeiðið í heild 3.000 kr. eða hvert kvöld 1.000 kr. Allir fá viðfangsefni við hæfi og getu hvers og eins. Skráning á fullorðinsnámskeiðið er hjá Arnari S. Jónssyni tómstundafulltrúa í s. 8-941-941 og tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Forskráning hafin í dreifnám á Hólmavík

| 04. apríl 2013
Í haust gefst íbúum í Strandabyggð tækifæri í fyrsta sinn til að stunda framhaldsnám í dagskóla heima í héraði, en þá tekur til starfa framhaldsdeild á Hólmavík á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Forskráning í námið stendur yfir til 12. apríl nk, en hægt er að skrá sig á þessari síðu. Þeir sem vilja frekari upplýsingar um dreifnámið geta kíkt á heimasíðu FNV og haft samband við skólann. Þeir sem taka ákvörðun um að setjast á skólabekk á Hólmavík í haust munu móta starf framhaldsdeildarinnar til frambúðar.

Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlega mikilvægt það er að sem flestir skrái sig til náms og njóti þess að vera í heimabyggð fyrstu árin í framhaldsskóla. Rétt er að minna á að dreifnámið verður í boði fyrir fólk á öllum aldri - enginn er of gamall til að hefja fullt nám eða taka nokkra áfanga í framhaldsskóla. Við hvetjum alla íbúa Strandabyggðar til að skoða þennan möguleika vel og taka slaginn í haust! Með því að smella hér má sjá yfirlit yfir þá áfanga sem verða í boði á Hólmavík í haust.

Sumarstörf hjá Áhaldahúsi Strandabyggðar

| 02. apríl 2013
Áhaldahús Strandabyggðar auglýsir 3 laus störf sumarið 2013. Um fjölbreytt og skemmtileg verkefni er að ræða sem fara að mestu fram utandyra:
 - Hreinsunarstarf og tiltekt
 - Málningarvinna
 - Lítilsháttar sláttur
 - Aðstoð við Vinnuskóla Strandabyggðar
 - Aðstoð við Hamingjudaga
 - Önnur verkefni

...
Meira

Opnunartími sundlaugar um páskahátíðina

| 22. mars 2013
Opnunartímar í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík um páskana verður eftirfarandi:

Skírdagur: Kl. 15:00 - 21:00 
Föstudagurinn langi: Lokað
Laugardagur: Kl. 14:00 - 18:00
Páskadagur: Lokað
Annar í páskum: kl. 15:00 - 21:00

Háð er veðri, hvort og hvenær dregið er ofan af sundlaug en pottur og gufubað verður opið á ofanskráðum tímum.

Heitum á okkar mottumenn!

| 22. mars 2013
Motta
Motta
Nú styttist í að áheitakeppninni á mottumars.is ljúki, en það gerist á hádegi í dag. Nú fer hver að verða síðastur að heita á keppendur, en eins og glöggir lesendur vefsins okkar hafa tekið eftir er tengill inn á þátttakendur í Strandabyggð hér vinstra megin á síðunni. Við hjá Strandabyggð hvetjum sem allra flesta til að fara inn á vefinn og heita á okkar menn, enda er málefnið þarft og gott. Nú er um að gera að gera vel í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Söfnunarféð fer í að auka þekkingu íslenskra karla á forvörnum gegn krabbameinum og að efla rannsóknir.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón