Hamingjukönnun
Könnun um Hamingjudaga hefur nú borist inn á öll heimili í Strandabyggð. Könnunina er einnig hægt að nálgast á vef Strandabyggðar (http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/554/), á skrifstofu Strandabyggðar eða í Kaupfélaginu. Svör við könnuninni skilist í þar til gerðan kassa í Kaupfélaginu, á skrifstofu Strandabyggðar eða á póstfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is, eigi síðar en miðvikudaginn 25. september.
Gert er ráð fyrir að hver íbúi svari aðeins einu sinni.