A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Rödd Strandamanna fönguð í Félagsheimilinu

| 29. mars 2012
Lagið sem sungið verður í Félagsheimilinu heitir
Lagið sem sungið verður í Félagsheimilinu heitir "Ísland"
Félagsheimilið á Hólmavík er í stanslausri notkun þessar vikurnar, enda brjálað að gera í menningarlífinu í Strandabyggð. Í kvöld er árshátíð Grunnskólans og undanfarna daga hefur leikverkið Með allt á hreinu, í samvinnu Grunnskólans, Tónskólans og Leikfélags Hólmavíkur verið sýnt við góðar undirtektir.


Föstudaginn 30. mars kl. 18:00 verður mikið um dýrðir í Félagsheimilinu, en þá mætir Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra á svæðið til að taka upp söng Strandamanna í verkefni sem snýst um að fanga "rödd þjóðarinnar" í lokakafla lags sem ber nafnið Ísland. Hólmavík er fyrsti áfangastaðurinn í þessu mikla verkefni ferðalagi, en í því mun Halldór keyra hringinn í kringum landið ásamt hljóð- og myndatökuteymi, stoppa á stöðum og safna saman eins mörgu fólki og mögulegt er til að láta það syngja. Söngkaflinn sem um ræðir er einfaldur og fljótlærður og það tekur fólk stuttan tíma að læra hann og taka upp.

Strandamenn, ungir sem aldnir, eru hvattir til að fjölmenna í félagsheimilið á föstudag til að taka þátt í þessu einstaka og skemmtilega verkefni.

Opnunartími sundlaugar um páskahátíðina

| 28. mars 2012
Opnunartími sundlaugar um páskahátíðina

 

Skírdagur:                     kl. 15:00 - 21:00   
Föstudagurinn langi:      lokað

Laugardagur:                 kl. 15:00 - 18:00

Páskadagur:                  lokað
Annar í páskum:            kl. 15:00 - 21:00  

Háð er veðri hvort og hvenær dregið er ofan af sundlaug en pottur og gufubað opið á ofanskráðum tímum.

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta

| 27. mars 2012
Hólmavíkurhöfn. Mynd JJ
Hólmavíkurhöfn. Mynd JJ
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2011/2012 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 1182, 21. desember 2011.

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:
Kaldrananeshreppur (Drangsnes)
Akureyri (Grímsey)

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 297/2012 í Stjórnartíðindum...
Meira

Til hamingju með frumsýningardaginn!

| 27. mars 2012
Börn og unglingar á Ströndum eru til mikillar fyrirmyndar
Börn og unglingar á Ströndum eru til mikillar fyrirmyndar
Stuðmanna söngleikurinn Með allt á hreinu verður frumsýndur í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld kl. 20:00. Uppsetningin er samstarfsverkefni Grunnskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og er í leikstjórn Arnars S. Jónssonar og tónlistarstjórn Borgars Þórarinssonar. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Bjarni Ómar Haraldsson. Það eru á þriðja tug nemenda í 8.-10. bekk sem taka þátt í söngleiknum ásamt félögum í Leikfélagi Hólmavíkur. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar sýningarhópnum innilega til hamingju með daginn!

Börn og unglingar á Ströndum eru einstaklega öflug og setja sterkan svip á daglegt líf á svæðinu. Á síðasta sveitarstjórnarfundi samþykkti sveitarstjórn Strandabyggðar eftirfarandi bókun:

...
Meira

Kvenfélagið Glæður með aðalfund

| 26. mars 2012

Aðalfundur hjá kvenfélaginu Glæðum á Hólmavík verður haldinn í húsi félagsins að Kópnesbraut 7, 510 Hólmavík, mánudaginn 26. mars 2012 og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf

Þær konur sem hafa áhuga á félagsstörfum, handavinnu og fleiru endilega mætið og hafið með ykkur góða skapið.
Alltaf heitt á könnunni og eitthvað girnileg meðlæti.

Stjórnin.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón