A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menntamálaráðherra á menntaþingi á Hólmavík

| 06. desember 2011
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður gestur á menntaþingi á Hólmavík 12. janúar 2012.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður gestur á menntaþingi á Hólmavík 12. janúar 2012.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður gestur á menntaþingi sem haldið verður á Hólmavík fimmtudaginn 12. janúar 2012. Þingið átti að halda nú í haust í tilefni af því að undanfarið ár hafa Strandamenn verið að fagna 100 ára skólahaldi á Hólmavík, en vegna mikilla anna í menntamálaráðuneytinu í kringum ráðherraskipti 1. nóvember s.l. var menntaþinginu frestað fram í janúar. Þingið hefst kl. 16:30 í Félagsheimilinu á Hólmavík og eru allir Strandamenn og nærsveitungar velkomnir. Dagskrá þingsins verður auglýst nánar síðar.

Stóraukin þjónusta Sorpsamlags Strandasýslu á Hólmavík

| 04. desember 2011
Unnur Ólafsdóttir í Miðhúsum var ánægð með þessa auknu þjónustu þegar fréttaritari hitti hana um helgina. Myndir IV.
Unnur Ólafsdóttir í Miðhúsum var ánægð með þessa auknu þjónustu þegar fréttaritari hitti hana um helgina. Myndir IV.
« 1 af 2 »
Nú hefur Sorpsamlag Strandasýslu opnað fyrir flokkun beint inn í húsið á Skeiði 3 á Hólmavík eins og lengi hefur staðið til. Forsvarsmenn Sorpsamlagsins vona að þetta komi sér vel fyrir þá sem eru að flokka og benda hinum sem enn eru ekki farnir að flokka sinn úrgang á að nú er ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa.

,,Við erum þess fullviss að flokkunin verður eins vönduð og verið hefur þó þessi breyting verði, enda hefur þessi aðferð gengið mjög vel á þeim stöðum þar sem gámar eru staðsettir. Við hvetjum fólk til að lesa vel leiðbeiningar um flokkun" kemur fram í tilkynningu frá Sorpsamlaginu sem dreift hefur verið inn á heimili á svæðinu....
Meira

Sameining Bæjarhrepps og Húnaþings vestra samþykkt

| 03. desember 2011
Í dag fóru fram kosningar um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra. Niðurstaðan liggur nú fyrir og er birt á vef Húnaþings vestra. Sameining var samþykkt í báðum hreppum. Alls kusu 323 í Húnaþingi vestra. Já sögðu 271 eða 83,9%. Nei sögðu 50 eða 15,4%. Auðir og ógildir voru 2 eða 0,7%. Í Bæjarhreppi kusu alls 61. Já sögðu 39 eða 63,9%, en nei sögðu 22 eða 36,1%. Enginn seðill var ógildur eða auður. Sveitarfélögum á Ströndum mun því fækka úr fjórum í þrjú.

Frétt af www.strandir.is

Til fyrirmyndar: Eldri borgarar á Ströndum

| 01. desember 2011
Myndir úr daglegu lífi eldri íbúa á Ströndum. Til fyrirmyndar. Myndir IV.
Myndir úr daglegu lífi eldri íbúa á Ströndum. Til fyrirmyndar. Myndir IV.
« 1 af 17 »
Það er vel við hæfi á þessum fyrsta degi aðventunnar að tilnefna eldri íbúa á Ströndum til fyrirmyndar fyrir öflugt framlag og virka þátttöku í menningar- og félagslífi hérlendis sem erlendis og fyrir gefandi nærveru. Spila- og skákdagar í flugstöðinni á sunnudögum, samveru- og upplestrarstundir á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík á miðvikudögum, boccia í Íþróttamiðstöðinni á föstudögum og skiplagðar gönguferðir um Hólmavík og nágrenni tvisvar í viku er meðal þess sem Félag eldri borgara í Strandabyggð stendur fyrir en formaður félagsins er Maríus Kárason....
Meira

Grænfánaverkefnið eflist á Íslandi

| 30. nóvember 2011
Skólum á grænni grein vex fiskur um hrygg á fullveldisdaginn, 1. desember. Þá verður undirritaður þriggja ára styrktarsamningur milli umhverfisráðuneytisins, mennta- menningarmálaráðuneytisins og Landverndar, sem stýrir verkefninu en það er einnig þekkt sem Grænfánaverkefnið. Grunnskólinn á Hólmavík er einn þeim skólum sem eru til fyrirmyndar í umhverfismálum og hafa hlotið Grænfánann....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón