| 25. janúar 2012
Skákdagur Íslands haldinn 26. janúar 2012
Skákdagur Íslands verður haldinn í fyrsta sinn á morgun, fimmtudaginn 26. janúar. Skákdagurinn er haldinn til heiðurs Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga, en Friðrik verður 77 ára þennan dag og tekur virkan þátt í hátíðahöldum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands. Til að heiðra Friðrik mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, halda móttöku á Bessastöðum. Á meðal annarra gesta verða þau börn sem í febrúar tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti barna og mun Friðrik tefla við Nansý Davíðsdóttur, 10 ára, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari barna, fyrst stúlkna á Íslandi. Að Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademía Reykjavíkur, Skákskóli Íslands og taflfélög um allt land, í samvinnu við skóla, íþróttafélög, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Markmiðið er að heiðra Friðrik Ólafsson, fyrir einstakt framlag til samfélags okkar í heild og skákarinnar sérstaklega, jafnframt því að sýna þá grósku sem er í íslensku skáklífi um allt land....
Meira