A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sauðfjárslátrun - tilkynning

| 17. nóvember 2011
Mynd af vef Sauðfjársetursins
Mynd af vef Sauðfjársetursins
Sauðfjárslátrun verður hjá SAH Afurðum þann 29. nóvember næstkomandi. Bændur eru hvattir til að hafa samband við sláturhússtjóra í síma 8962280 þurfi þeir að koma fé í slátrun.

 

Fyrir hönd SAH Afurða ehf.
Sigurður Jóhannesson

Framkvæmdastjóri

 

Kynningarfundur um hvítbók haldinn á Ísafirði

| 16. nóvember 2011
Hvítbók um náttúruvernd.
Hvítbók um náttúruvernd.
Fimmtudag 24. nóvember stendur umhverfisráðuneytið fyrir almennum kynningarfundi á Ísafirði um hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði af sér í haust og felur í sér heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Hvíbókin verður grunnur að væntanlegri endurskoðun náttúruverndarlaga sem unnið verður að á komandi mánuðum. Í hvítbókinni er m.a. fjallað um nýjar aðferðir og viðhorf sem hafa rutt sér til rúms í náttúruvernd víða um heim og settar eru fram tillögur um hvernig koma megi þessum aðferðum og hugmyndum inn í íslenska löggjöf.

Lögð er áhersla á að útfæra meginregur umhverfisréttar í nýjum náttúruverndarlögum, fjallað er ítarlega um friðlýsingar og annars konar verndaraðgerðir hér á landi, vatn, almannarétt og svo mætti lengi telja. Opið umsagnarferli vegna hvítbókarinnar er nú hafið og stendur til 15. desember næstkomandi. Hvítbókin og umsagnirnar verða svo sem fyrr segir lagðar til grundvallar heildarendurskoðun núgildandi náttúruverndarlaga sem stendur fyrir dyrum.
...
Meira

Alþjóðleg athafnavika í Strandabyggð

| 16. nóvember 2011
Alþjóðleg athafnavika fer nú fram í þriðja sinnn á Íslandi og stendur yfir þessa vikuna, eða 14. -20. nóvember. Teygjur flakka nú á milli manna í Strandabyggð og eru allir hvattir til að taka þátt. Tilgangur vikunnar er að hvetja fólk til athafnasemi, vekja athygli á nýsköpun og senda jákvæð skilaboð útí samfélagið. Í vikunni munu frumkvöðlar og athafnafólk um allan heim vekja athygli á sínu starfi og taka þátt í viðburðum á vegum verkefnisins.
...
Meira

Aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga

| 15. nóvember 2011
Mynd af vef innanríkisráðuneytisins.
Mynd af vef innanríkisráðuneytisins.

Aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga um stoðkerfi atvinnu og byggða, verður haldið í Edenborgarhúsinu á Ísafirði 25. nóvember n.k. Skipaður var starfshópur eftir 56. Fjórðungsþing Vestfirðinga (sjá hér) sem haldið var á Ísafirði 2.-3. september s.l., sem fékk það hlutverk að setja fram tillögur varðandi framtíðarskipulag stoðkerfisins. Starfshópurinn hefur nú skilað af sér tillögum sem verða lagðar fyrir þingið en tillögurnar miða að einföldun á stoðkerfinu, hagræðingu og meiri skilvirkni. Þessa dagana eru stjórnir stoðkerfisins og sveitarstjórnir á Vestfjörðum að fara yfir tillögur starfshópsins en þær má sjá hér.

 

Grunnskólinn á Hólmavík sigraði í myndbandakeppni 66°N

| 11. nóvember 2011
Ísak Leví Þrastarson fer á kostum sem lati bensíntitturinn - skjáskot af youtube.com
Ísak Leví Þrastarson fer á kostum sem lati bensíntitturinn - skjáskot af youtube.com
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að Grunnskólinn á Hólmavík hefði farið með sigur af hólmi í eldri flokki kvikmyndakeppni 66°NORÐUR og Grunnskólanna árið 2011. Sérstök dómnefnd valdi sigurvegara, en í niðurstöðu hennar skipti netkosning fyrir almenning einnig talsverðu máli. Dómnefndin var skipuð Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Hilmari Oddssyni, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, Sigurjóni Sighvatssyni kvikmyndagerðarmanni og Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa). Verðlaunaafhending fer fram í verslun 66°NORÐUR Faxafeni 12, laugardaginn 12. nóvember kl 11:00. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhendir verðlaun fyrir sigurinn.
  
Að sigurmyndbandinu unnu tíu nemendur í 8.-10. bekk skólans auk Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa og stundakennara. Myndin fjallar á gamansaman hátt um raunir ungs bensínafgreiðslumanns sem þarf að berjast við kuldabola, skrítna viðskiptavini og latan samstarfsmann.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón