A A A

Valmynd

Fréttir

Á móti sól spilar á Hamingjuballinu

| 24. janúar 2013
Á móti sól
Á móti sól
Þó að enn séu rúmlega fimm mánuðir í Hamingjudaga er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Nú er ljóst að það verður hin frábæra hljómsveit Á móti sól sem mun spila á Hamingjuballinu í sumar, nánar tiltekið laugardagskvöldið 29. júní.

Magni og félagar munu væntanlega mæta eiturhressir á svæðið með pottþétt prógramm sem enginn ætti að verða svikinn af, enda um að ræða eitt allra vinsælasta og þéttasta ballband á Íslandi mörg undanfarin ár. Það er því óhætt að vera miklu meira en spenntur fyrir Hamingjuballinu 2013.

Átján ára aldurstakmark verður á dansleikinn.

Furðuleikarnir á sínum stað

| 24. janúar 2013
Nonni Villa keyrir Rannveigu á furðuleikum - ljósm. ÖHÖ
Nonni Villa keyrir Rannveigu á furðuleikum - ljósm. ÖHÖ
Einn stærsti atburðurinn á Hamingjudögum mörg undanfarin ár hefur verið Furðuleikar Sauðfjárseturs á Ströndum, en þar geta ungir sem aldnir mætt í Sævang og spreytt sig á alls konar furðulegum íþróttagreinum sem hafa sumar hverjar orðið landsþekktar í gegnum árin.

Í morgun var staðfest að engin undantekning verður gerð frá þessari frábæru reglu árið 2013 - Sauðfjársetrið mun halda sína frábæru Furðuleika með kaffihlaðborði og tilheyrandi sunnudaginn 30. júní í sumar.

Allt tilbúið fyrir Hamingjuhlaupið

| 24. janúar 2013
Hamingjuhlaupið sem hefur vaxið og dafnað með hverju ári verður að sjálfsögðu á dagskrá Hamingjudaga árið 2013. Hlaupið verður frá Minja- og handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík, alla leið til Hólmavíkur - rúmlega 53 km. leið. Allir geta tekið þátt í hlaupinu og hlaupið mismunandi vegalengdir í takt við eigin getu með því að byrja á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu. Allar upplýsingar liggja nú þegar fyrir, tímatafla, kort og annað á vefsíðu hlaupsins sem sjá má með því að smella hér.

Hamingjudagar verða 28.-30. júní árið 2013!

| 15. janúar 2013
Frá Hamingjudögum 2012 - ljósm. IV
Frá Hamingjudögum 2012 - ljósm. IV
Nú hefur verið tekin endanleg ákvörðun um dagsetningu á Hamingjudögum árið 2013. Hátíðin verður að þessu sinni haldin helgina 28.-30. júní. Hamingjudagar árið 2012 tókust frábærlega og mikil samstaða, kærleikur og hamingja sveif hvarvetna yfir Hólmavík og nágrenni meðan hátíðin stóð yfir. Því er full ástæða til að byrja að hlakka til Hamingjudaga árið 2013 - og fjölmenna síðan á hátíðina!

Hamingjudagar 2012 tókust frábærlega

| 06. júlí 2012
Sæla á Hamingjudögum - ljósm. IV
Sæla á Hamingjudögum - ljósm. IV
Nú eru Hamingjudagar á Hólmavík að baki. Hátíðin gekk frábærlega. Blíðviðri var alla helgina og mikill fjöldi fólks heimsótti Strandabyggð í hamingjuleit. Á laugardeginum var fjöldi sölubása í Fiskmarkaðnum, Leikhópurinn Lotta sýndi Stígvélaða köttinn á Klifstúni, fólk gat skoðað listsýningar, skellt sér í gokart, siglingu, á hestbak, til teiknara eða miðils svo fátt eitt sé nefnt....
Meira

Hamingjudagar ganga frábærlega

| 30. júní 2012
Hamingjudagar hófust af fullum þunga í gær, föstudaginn 29. júní. Þá opnuðu tvær frábærar sýningar að viðstöðddu fjölmenni, sýning þeirra Bjarkar Jóhannsdóttur og Jóhönnu Stefánsdóttur í Ráðaleysi og sýning Ingibjargar Valgeirsdóttur í Hnyðju. Furðufataball barna var ágætlega sótt í Bragganum (leikvöllur leikskólans heillaði suma meira) og Ingó töframaður sló eftirminnilega í gegn með ótrúlega töfrasýningu í Félagsheimilinu að viðstöddum 130 manns. Lá við að sumir þyrftu áfallahjálp eftir sýninguna - svo mögnuð var hún!

KK sló síðan lokatón í föstudagsdagskrá Hamingjudaga með geysifjölmennum og vel heppnuðum tónleikum og fjöldasöng á Klifstúni.

Dagskráin heldur áfram í dag, skoðið hana hér! 

Hinn ótrúlegi Ingó með töfrasýningu í kvöld

| 29. júní 2012
...fer létt með þetta!
...fer létt með þetta!
Í kvöld kl. 20:00 fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík einn af hápunktum Hamingjudaga 2012. Þá mætir á svæðið Ingó Geirdal töframaður með aldeilis magnaða töfrasýningu fyrir alla fjölskylduna. Ingó er einn allra magnaðasti töframaður heims og hefur sýnt sín ótrúlegu töfrabrögð á fjölda skemmtana og í sjónvarpsþáttum í Evrópu og Asíu. Á sýningunni, sem tekur um eina og hálfa klukkustund, mun Ingó bjóða upp á mögnuð töfrabrögð, hugsanalestur og sjónhverfingar á heimsmælikvarða, í töfrasýningu sem rokkar. Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.500 fyrir 6 ára og eldri. Ekki missa af þessu!

Formlegar opnanir á sýningum í dag

| 29. júní 2012
Ráðaleysið hýsir Mægður og myndir alla helgina.
Ráðaleysið hýsir Mægður og myndir alla helgina.
Við erum svo heppin að frábærir listamenn sækja Hamingjudaga heim ár eftir ár. Í dag, föstudaginn 29. júní, verða tvær formlegar opnanir á sýningum á Hólmavík. Formleg opnun á myndlistarsýningunni Mæðgur og myndir sem sýnir glæsileg myndlistarverk mæðgnanna Bjarkar Jóhannsdóttur og Jóhönnu Stefánsdóttur er í Ráðaleysi kl. 16:00. Formleg opnun á sýningunni Strandastelpa, frá Yangjiang norður í Trékyllisvík eftir Ingibjörgu Valgeirsdóttur verður í Hnyðju kl. 17:00 í dag.

Allir gestir Hamingjudagar eru hjartanlega velkomnir á opnanir þessara glæsilegu sýninga. 

 

Hamingjugetraunin komin á Upplýsingamiðstöðina

| 28. júní 2012
Anna Björg og Siggi passa upp á nammið!
Anna Björg og Siggi passa upp á nammið!
Hamingjugetraunin er komin í hús á Upplýsingamiðstöðinni og Galdrasýningunni á Hólmavík. Hún snýst um að giska á hversu mörg hjörtu eru í krukku sem staðsett er á sýningunni, skrifa giskið niður og skila því í þar til gerðan kjörkassa. Hver einstaklingur má bara giska einu sinni - tvö eða fleiri atkvæði ógilda þátttökuna. Verndarar leiksins eru hinir frábæru starfsmenn Galdrasýningarinnar - þau Sigurður Atlason, Anna Björg Þórarinsdóttir og Liisa Pipponen.


Kíkið á þau, fáið ykkur kynngimagnaðan krækling eða kaffisopa og takið þátt í Hamingjugetrauninni 2012!

Hamingjulagið er komið út!

| 28. júní 2012
Hamingjulagið 2012 er komið út. Það heitir Hamingjudagur og er fjörugt og grípandi lag eftir Jón Halldórsson frá Hrófbergi við texta Höskuldar Búa Jónssonar. Jón hefur gefið lagið út á diski auk níu annarra laga. Meðal þeirra er hið fornfræga lag Strandamenn sem nú er loksins komið á geislann. Hægt er að kaupa diskinn í Handverksbúð Strandakúnstar í gömlu N1-sjoppunni og einnig hjá Jóni sjálfum.


Hér má heyra brot úr laginu.

Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón