Fyrsti atburđur Hamingjudaga í kvöld!
Undirleikari er Stefán Steinar Jónsson og stjórnandi er Viðar Guðmundsson.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri.
Allt fyrir ástina!
Undirleikari er Stefán Steinar Jónsson og stjórnandi er Viðar Guðmundsson.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri.
Allt fyrir ástina!
Steina Þorsteinsdóttir í gula hverfinu
Árný Huld Haraldsdóttir í rauða hverfinu
Ingibjörg Benediktsdóttir í appelsínugula hverfinu
Árdís Rut Einarsdóttir í bláa hverfinu
Hlutverk hverfisstjóra er ekki að vinna við að setja upp skreytingar einn síns liðs eða segja öðrum fyrir verkum :) Þeim er hins vegar ætlað að ákveða tíma fyrir hverfisfundi, koma út auglýsingum um þá og hvetja til umræðu og skipulagningar um skreytingar, hverfislög og allt sem fólki dettur í hug að gera. Einnig ganga hverfisstjórarnir í hús og safna tertuloforðum á Hnallþóruhlaðborðið.
Sá háttur verður síðan hafður á hér eftir að hverfisstjórarnir útnefna nýja fyrir næsta ár strax eftir Hamingjudaga. Þannig verður þetta embætti sjálfbært með öllu :)
Hverfisfundir verða haldnir sem hér segir:
Rauða hverfið - félagsheimilið kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Appelsínugula hverfið - Grunnskólinn kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Bláa hverfið - Kvenfélagshúsið kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Meiri upplýsingar um Aðalheiði og réttardagana hennar auk annarra verkefna er að finna á vefnum www.freyjulundur.is.
Einnig má geta þess að Sauðfjársetrið opnar nú um helgina, sunnudaginn 24. júní, skemmtilega sýningu um hagleiksmanninn Þorsteinn Magnússon (Steina Magg) sem bjó á Hólmavík. Hún verður að sjálfsögðu einnig uppi á Hamingjudögum.
Bjarni K. Thors grafískur hönnuður sá um uppsetningu og hönnun í samvinnu við höfund sýningarinnar. Sýningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða. Við hvetjum alla gesti Hamingjudaga til að kíkja á þessa einstöku og einlægu sýningu!