A A A

Valmynd

Fréttir

Fyrsti atburđur Hamingjudaga í kvöld!

| 25. júní 2012
Í kvöld verður Hamingjudögum þjófstartað! Þá verða haldnir glæsilegir tónleikar í Hólmavíkurkirkju sem bera heitið Alls konar ást. Það er kór Hólmavíkurkirkju sem stendur að tónleikunum ásamt góðum samstarfsaðilum og gestum. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt, en í henni er fjallað um ást frá ýmsum hliðum. Þjóðfræðistofa á Ströndum kemur með skemmtileg innlegg milli laga og sérstakir gestir á tónleikunum er Gógó píurnar sem gert hafa garðinn frægan, m.a. á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.


Undirleikari er Stefán Steinar Jónsson og stjórnandi er Viðar Guðmundsson.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri.


Allt fyrir ástina!

Dagskrárbćklingurinn kominn í dreifingu

| 25. júní 2012
Í morgun var dagskrárbæklingur Hamngjudaga sendur út í pósti á allar Strandir, Reykhóla, Dali, Súðavíkurhrepp og Húnaþing vestra. Íbúar á þessu svæði ættu því að fá hann í póst í vikunni. Einnig er hægt að nálgast bæklinginn á pdf-formi með því að smella hér.

Hverfisfundir og hverfisstjórar

| 22. júní 2012
Nú hafa loksins verið ráðnir hverfisstjórar fyrir Hamingjudaga. Þeir eru:


Steina Þorsteinsdóttir í gula hverfinu
Árný Huld Haraldsdóttir í rauða hverfinu
Ingibjörg Benediktsdóttir í appelsínugula hverfinu
Árdís Rut Einarsdóttir í bláa hverfinu

Hlutverk hverfisstjóra er ekki að vinna við að setja upp skreytingar einn síns liðs eða segja öðrum fyrir verkum :) Þeim er hins vegar ætlað að ákveða tíma fyrir hverfisfundi, koma út auglýsingum um þá og hvetja til umræðu og skipulagningar um skreytingar, hverfislög og allt sem fólki dettur í hug að gera. Einnig ganga hverfisstjórarnir í hús og safna tertuloforðum á Hnallþóruhlaðborðið.

Sá háttur verður síðan hafður á hér eftir að hverfisstjórarnir útnefna nýja fyrir næsta ár strax eftir Hamingjudaga. Þannig verður þetta embætti sjálfbært með öllu :)

Hverfisfundir verða haldnir sem hér segir:
Rauða hverfið - félagsheimilið kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Appelsínugula hverfið - Grunnskólinn kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Bláa hverfið - Kvenfélagshúsið kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní

Réttardagasýning Ađalheiđar Eysteinsdóttur opnar á Furđuleikunum

| 22. júní 2012
Kindurnar hennar Ađalheiđar verđa á Sauđfjársetrinu í sumar!
Kindurnar hennar Ađalheiđar verđa á Sauđfjársetrinu í sumar!
Enn bætist í sarpinn fyrir listunnendur sem heimsækja Hamingjudaga (og Strandir í allt sumar). Einstök sýning Aðalheiðar Eysteinsdóttur listakonu verður opnuð á Sauðfjársetrinu á Furðuleikum sunnudaginn 1. júlí kl. 13:00. Sýningarröðin heitir "Réttardagur 50 sýninga röð" og er sýningin í Sævangi 40. sýningin. Sýningar hófust árið 2008 og mun þeim ljúka 2013.

 

Meiri upplýsingar um Aðalheiði og réttardagana hennar auk annarra verkefna er að finna á vefnum www.freyjulundur.is.

Einnig má geta þess að Sauðfjársetrið opnar nú um helgina, sunnudaginn 24. júní, skemmtilega sýningu um hagleiksmanninn Þorsteinn Magnússon (Steina Magg) sem bjó á Hólmavík. Hún verður að sjálfsögðu einnig uppi á Hamingjudögum.

Dagskráin komin á vefinn!

| 21. júní 2012
Međ bros á vör!
Međ bros á vör!
Jæja - þá er dagskráin loksins komin inn á vefinn. Eins og kemur fram á dagskrársíðunni geta enn orðið einhverjar breytingar á henni, en þær verða þá smávægilegar. Dagskrárbæklingur verður prentaður um helgina og sendur út í pósti um allar Strandir og í nágrannasveitarfélög næsta mánudag, en hann verður einnig aðgengilegur á vefnum til útprentunar.

Við erum afar stolt af hátíðardagskrá Hamingjudaga þetta árið. Mikið er lagt upp úr fjölbreytni alla dagana og að allir aldurshópar geti skemmt sér saman.

Og svo er langtíma-veðurspáin alveg hreint ágæt :)

Skoðið dagskrána hér, dreifið henni á Facebook og mætið svo hress og kát á Hamingjudaga 2012! Jibbí jei!

Kornax styrkir Hamingjudaga

| 20. júní 2012
Einn af föstu viðburðunum á Hamingjudögum er Hnallþóruhlaðborðið sem jafnan fer fram á laugardagskvöldi á Hamingjudögum. Í ár verður sem fyrr efnt til keppni um flottustu terturnar í þremur flokkum. Það er ánægjulegt að segja frá því að fyrirtækið Kornax hefur ákveðið að styðja við bakið á okkur með flottum gjafakörfum. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn!

Smellið hér til að sjá styrktaraðila Hamingjudaga árið 2012.

Hamingjugetraunin 2012

| 20. júní 2012
Í ár ætlum við að fara í skemmtilegan leik á Hamingjudögum. Á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík verður krukka full af nammihjörtum frá fimmtudegi til laugardags. Allir sem vilja geta kíkt á krukkuna á opnunartíma miðstöðvarinnar kl. 9:00 til 18:00 og giskað á hversu mörg hjörtu eru í krukkunni.

Sá sem hittir á rétta tölu eða kemst næst henni geta unnið vegleg (en þó fyrst og fremst gómsæt) verðlaun! Tilkynnt verður um sigurvegara í getrauninni á Furðuleikum Sauðfjársetursins í Sævangi sunnudaginn 1. júlí!

Ísrós og Ó. Johnson og Kaaber styđja Hamingjudaga

| 20. júní 2012
« 1 af 2 »
Enn bætist í sarpinn hjá styrktaraðilum Hamingjudaga. Matvælafyrirtækin Ísrós og Ó. Johnson og Kaaber hafa ákveðið að styðja við Hnallþóruhlaðborð Hamingjudaga með verðlaunum fyrir flottustu terturnar. Að vanda verður ókeypis hlaðborð fyrir alla gesti Hamingjudaga - og allir velkomnir!!

Styrktaraðila hátíðarinnar má sjá með því að smella hér. 

Strandastelpa - frá Yangjiang norđur í Trékyllisvík

| 20. júní 2012
Á Hamingjudögum opnar Ingibjörg Valgeirsdóttir sýninguna Strandastelpa - frá Yangjiang norður í Trékyllisvík í Hnyðju, neðstu hæð Þróunarsetursins á Hólmavík. Sýningin er samtímasaga og ljósmyndasýning sem byggir á dagbókarskrifum og myndum úr ferðum Ingibjargar og fjölskyldu hennar um Kína, en þau ættleiddu litla stúlku frá suðurströnd Kína í mars árið 2006. Sýningin segir frá þeirri þrá að eignast lítið barn, frá ákvörðun um ættleiðingu, biðinni eftir barni, draumnum sem rættist og veruleikanum sem varð stærri en draumurinn sjálfur. Sýningin er full af þakklæti - sem er ein sterkasta undirstaða hamingjunnar.


Bjarni K. Thors grafískur hönnuður sá um uppsetningu og hönnun í samvinnu við höfund sýningarinnar. Sýningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða. Við hvetjum alla gesti Hamingjudaga til að kíkja á þessa einstöku og einlægu sýningu!

Alls konar ást - upphafsviđburđur Hamingjudaga

| 20. júní 2012
Í ár er fyrsti viðburður Hamingjudaga á mánudegi. Þar er um að ræða Alls konar ást - frábæra tónleika sem kór Hólmavíkurkirkju stendur að ásamt góðum samstarfsaðilum og gestum. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt, en í henni er fjallað um ást frá ýmsum hliðum. Þjóðfræðistofa á Ströndum kemur með skemmtileg innlegg milli laga og sérstakir gestir á tónleikunum er Gógó píurnar sem gert hafa garðinn frægann, m.a. á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.

Undirleikari er Stefán Steinar Jónsson og stjórnandi er Viðar Guðmundsson. Aðgangseyrir er kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri.

Allt fyrir ástina!
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Ingimundur Grétarsson og Gunnlaugur Júlíusson á fullri ferđ á Skörđum, efst á Bitruhálsi.

(Ljósmynd og  © Stefán Gíslason)
Vefumsjón