Hamingjulagasamkeppnin fellur niður í ár
Í bígerð er að semja við þekktan lagahöfund á Hólmavík um að taka að sér að semja Hamingjulagið í ár - þannig að lagaþyrstir aðdáendur Hamingjudaga geta enn hlakkað til!
Hér má sjá portrettmyndir Tómasar frá árinu 2008, hér eru myndir frá árinu 2009 og hér gefur að líta myndir teiknaðar á hátíðinni 2011. Við bjóðum hann innilega velkominn á Hamingjudaga!
Hægt er að byrja að panta tíma strax í síma 861-2505 eða í netfangið hronn@spamidill.com.
Snjóaveturinn 1995 verður lengi í minnum hafður á Hólmavík sem og annars staðar. Þessi vetur var einn sá allra snjóþyngsti í manna minnum. Veðurfar var með ágætum fyrri part vetrar, en um miðjan janúar gerði stórhríð með gríðarlegri ofankomu. Segja má að á einni nóttu hafi allt farið í kaf. Á Hólmavík voru þök húsa nálægt því að sligast undan snjóþunganum og þurftu menn þá að moka svo klukkustundum skipti. Ekki reyndist mögulegt að ferðast um á venjulegum farartækjum fyrstu dagana eftir bylinn og í blaðaviðtölum vildu sumir jafnvel meina að snjóbílar kæmust ekki einu sinni leiðar sinnar. Veturinn 1995 er greyptur í huga flestra íbúa í Strandabyggð þó ekki sé langt um liðið. Fannfergið var með hreinum ólíkindum og ljósmyndir frá þessum tíma eru lyginni líkastar og í raun er ekki hægt að lýsa þeim í orðum.
Menningarráð Vestfjarða er styrktaraðili sýningarinnar.
Hér er Facebook-síða Leikhópsins Lottu - endilega "lækið" við hana og fylgist með afrekum þeirra í sumar!
Rétt er að minna á að eiginmaðurinn og pabbinn - Stefán Gíslason - verður með æði langan gjörning á laugardeginum. Hann ber nafnið Hamingjuhlaupið.