Laus staða skrifstofumanns á Hólmavík-Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns í útibúi Sýslumannsins á Vestfjörðum á Hólmavík. Um er að ræða 50% starfshlutfall eftir hádegi.
Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi sem býr yfir góðri almennri tölvuþekkingu og íslenskukunnáttu. Nauðsynlegt er að umsækjandi sé þjónustulundaður og eigi gott með samskipti. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 25. júlí nk.
Starfskjör fara eftir kjarasamning ríkisins og SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu.
Frekari upplýsingar veita Jónas Guðmundsson, sýslumaður í s. 458 2400, netfang jg@syslumenn.is eða Helga Dóra Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri í s. 458 2400, netfang hdk@syslumenn.is
Umsóknir ásamt ferilsskrá skulu berast í síðasta lagi 18. Júlí nk. til embættis Sýslumannsins á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða í ofangreind netföng.
Karlar jafnt og konur eru hvött til að sækja um.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekið um ráðningu.
Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum er með starfstöðvar á fjórum stöðum á Vestfjörðum og eru starfsmenn um 20.
Ísafirði, 29. júní 2016,
sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Jónas Guðmundsson.