Laus störf í Skólaskjóli og félagsmiðstöðinni Ozon
| 06. júlí 2016
Tómstundafulltrúi Strandabyggðar auglýsir eftir starfsfólki í Skólaskjól og félagsmiðstöðina Ozon.
Skólaskjól - Um er að ræða tvö störf alla virka daga frá 13:30 til 16:30 eða jafnvel einhverja daga í viku. Starfsfólk þarf að geta hafið störf 15. ágúst. Í Skólaskjóli er í boði þjónusta fyrir börn 6 til 9 ára eftir skólatíma þar sem fjölbreytt tómstundastarf verður í boði.
Félagsmiðstöðin Ozon - Um er að ræða tvö störf öll þriðjudagskvöld frá 16:30 til 22:30. Starfsfólk þarf að geta hafið störf 16. ágúst. Félagsmiðstöðin Ozon býður upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn 10 til 16 ára.
Nánari upplýsingar gefur Íris Ósk Ingadóttir, tómstundafulltrúi Strandabyggðar í síma 846-0281 eða netfang tomstundafulltrui@strandabyggd.is.