Laust hlutastarf í félagsmiðstöðinni Ozon
Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. janúar 2019
Starfsmaður í félagsmiðstöðinni Ozon
Laus er 10% staða starfsmanns í félagsmiðstöðinni Ozon í Strandabyggð. Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi kröfur:
Menntun, færni og eiginleikar
- Brennandi áhugi á félagsstarfi barna og unglinga
- Skipulagshæfni og samskiptahæfni
- Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2019.
Nánari upplýsingar veita:
Ingibjörg Benediktsdóttir, oddviti Strandabyggðar, sími: 663-0497 og/eða Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri, sími 899-0020.
Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Þorgeiri Pálssyni á sveitarstjori@strandabyggd.is eða á Strandabyggð Höfðagötu 3, 510 Hólmavík.