Óskað er eftir stuðningsfjölskyldu
| 06. janúar 2020
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldu fyrir barn.
Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þeirra og einnig til að gefa barninu möguleika á aukinni félagslegri þátttöku.
Um er að ræða 2 sólarhringa í mánuði og er gerður samningur þar um.
Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur samkvæmt reglum Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra
Umsóknir skulu berast til Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða rafrænt til felagsmalastjori@strandabyggd.is
Frekari upplýsingar veitir Guðrún Elín Benónýsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 451 3521 / 845 2511 eða felagsmalastjori@strandabyggd.is