A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir störf til umsóknar

| 29. maí 2020

Strandabyggð auglýsir stöður Tómstundafulltrúa og störf við Grunn-og leikskóla

Grunnskólinn á Hólmavík og Leikskólinn Lækjarbrekka

 

Lausar stöður skólaárið  2020-2021

  • Staða umsjónarkennara á yngsta stigi 100%. Um er að ræða samkennslu í 1. – 3. bekk. Allar almennar kennslugreinar.
  • Staða umsjónarkennara á unglingastigi 100%. Um er að ræða samkennslu í 7. – 10. bekk. Allar almennar kennslugreinar.
  • Staða íþróttakennara 100%. Um er að ræða kennslu í skólaíþróttum og sundi og þjálfun íþróttagreina í samstarfi við íþróttafélagið Geislann á Hólmavík.
  • Tvær stöður leikskólakennara100%. Um er að ræða almennt starf á deild.
  • Staða stuðningsfulltrúa 100%. Um er að ræða þjálfun nemanda með sérþarfir og eftirfylgni í grunnskóla og tómstundastarfi.

Umsækjendur um kennarastöður þurfa að hafa kennsluréttindi.  Leitað er eftir einstaklingum sem hafa góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Áhersla er lögð á jákvæðan aga, samþætt þemabundin verkefni og teymisvinnu.  Reynsla af samkennslu árganga, og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvæg. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er framlengdur frá til 28. júní 2020.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is

 

Tómstundafulltrúi

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir skapandi og skipulagðan einstakling sem hefur unun af samskiptum. Um 75% starf er að ræða.


Helstu verkefni

  • Verkefnavinna og stefnumótun á sviði      tómstunda-, íþrótta- og menningarmála í Strandabyggð
  • Samvinna með skólastjóra Grunn-, leik- og      tónskóla Hólmavíkur að málefnum á sviði menntunar og tómstunda
  • Vinna með Tómstunda-, íþrótta og      menningarnefnd sveitarfélagsins
  • Umsjón með starfsemi      félagsmiðstöðvarinnar Ozon og ungmennahússins Fjóssins
  • Umsjón með Ungmennaráði Strandabyggðar
  • Umsjón með skipulögðu starfi eldri      borgara í Strandabyggð
  • Verkefnastjórnun við      hátíðahöld og viðburði á vegum Strandabyggðar
  • Undirbúningur vegna vinnuskóla,      menningardvalar og sumarnámskeiða
  • Stuðningur við félagastarf á sviði      tómstunda, íþrótta og menningar
  • Sérstök nýsköpun og stuðningur við þá      hópa sem hafa lítið framboð við hæfi í Strandabyggð
  • Samvinna við nágrannasveitarfélög og á      landsvísu á sviði tómstundamála
  • Samstarf við íþróttafélög, starfsfólk      íþróttamiðstöðvar og félagasamtök á svæðinu

 

Æskileg menntun, færni og eiginleikar

  • Háskólapróf á sviði tómstunda- og      félagsmálafræði eða skyldum greinum sem nýtast í starfi
  • Skipulags- og stjórnunarfærni
  • Reynsla af félagsstörfum með börnum og      ungmennum
  • Samskiptafærni og geta til að tjá sig í      ræðu og riti
  • Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi
  • Er hvetjandi og góð fyrirmynd 

Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. júní 2020.  Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, eða á netfangið:  strandabyggd@strandabyggd.is

Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri, í síma 451-3510 eða 899-0020, eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is

 

Í Strandabyggð búa um 460 manns og er Hólmavík þéttbýlisstaður sveitarfélagsins. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og skólastarf öflugt. Boðið er upp á leikskólapláss fyrir börn frá 9 mánaða aldri og auk grunnskóla fyrir börn frá 1.-10. bekk er á staðnum dreifnámsbraut frá FNV fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Öflugt tómstunda-, íþrótta- og menningarstarf er í sveitarfélaginu, s.s. skíðafélag, tveir kórar fyrir fullorðna, tónlistarskóli og áhugaleikfélag og hugað er að því að sem flestir aldurshópar fái notið sín.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón