Bleikur dagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. október 2017
Það er bleikur dagur í leikskólanum. Af því tilefni komu flestir í einhverju bleiku í leikskólann. Maturinn okkar er búinn að vera svolítið litskrúðugur í dag. 
Í morgun fengum við bleika AB mjólk og bleika mjólk út á grautinn. Í hádeginu var bleikt vatn með matnum. Í síðdegishressingunni fengum við svo nýbakað brauð sem öllum að óvörum var fagurbleikt í miðjunni. 

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. október 2017
Hún Kolfinna Vísa Eiríksdóttir varð 2 ára í dag 5. oktober. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Kolfinna Vísa okkar!

Þakkir

Leikskólinn Lækjarbrekka | 29. september 2017
Kæru foreldrar og nemendur
Ég vil þakka kærlega fyrir samstarfið, á síðasta starfsári, sem leikskólastjóri við leikskólann Lækjarbrekku. Þetta er búið að vera skemmtilegur, fræðandi og mjög svo fjölbreyttur tími. Nú hverf ég aftur til fyrra starfs sem deildastjóri Dvergakots.
TAKK FYRIR MIG.

Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir kemur aftur til starfa sem leikskólastjóri núna 2.okt.2017 og bjóðum við hana velkomna aftur til starfa.

Kær kveðja
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
leikskólastjóri 

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. september 2017
Hún Vordís Nótt Ágústsdóttir varð 2 ára í dag 14. september. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Vordís Nótt okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 11. september 2017
Hann Benjamín Máni Guðmundsson varð 2 ára í gær 10. september. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Benjamín Máni okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 11. ágúst 2017
Hún Eydís Lilja Sigurðardóttir varð 2 ára í dag 11. ágúst. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Eydís Lilja okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 19. júní 2017
Hann Torfi Hafberg Steinarsson varð 4 ára í dag 19. júní. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 4 ára afmælið elsku Torfi Hafberg okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 16. júní 2017
Hún Heiðrún Arna Jónsdóttir varð 3 ára í dag 16. júní. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 3 ára afmælið elsku Heiðrún Arna okkar!

Umferðarfræðsla

Leikskólinn Lækjarbrekka | 07. júní 2017
í gær 6. júní kom Hannes Yfirlögregluvarðstjóri í heimsókn til okkar hér á leikskólanum og fór yfir umferðarreglurnar með börnunum og ræddi þær hættur sem ber að varast í umferðinni.
Hjóladagurinn verður á fimmtudaginn og af því tilefni sagði Hannes börnunum söguna af Lúlla lögreglubangsa sem notaði ekki hjálm þegar hann hjólaði. Lúlli lenti í slysi, varð fyrir bíl og fékk höfuðhögg og þurfti að fá umbúðir á höfuðið og á hendina.
Þá minntist hann á það að þó að börnin kunni umferðarreglurnar þá geta þær oft gleymst í hita leiksins og því þarf að brýna fyrir börnunum að muna eftir þeim alltaf, líka þegar það er gaman eða þegar maður sér einhvern hinu megin við götuna sem maður þekkir og vill hitta strax. þá þarf alltaf að muna að bíða, horfa og hlusta.
Hannes minntist einnig á mikilvægi þess að allir noti bílbelti, alltaf, því foreldrarnir eru fyrirmyndir barna sinna.
Börnin hlustuðu mjög áhugasöm á Hannes.
í vikunni ætla þau að teikna mynd af lögreglumanni eða lögreglutengdum hlut og senda  Hannesi í þakklætisskini fyrir að hafa komið og frætt þau um hættur sem leynast í umferðinni.

Hreyfivika UMFÍ

Leikskólinn Lækjarbrekka | 01. júní 2017
fleiri myndir er að finna á myndasíðu leikskólans.
fleiri myndir er að finna á myndasíðu leikskólans.
Leikskólinn Lækjarbrekka hefur verið virkur þátttakandi í Hreyfiviku UMFÍ þessa vikuna.
Við leggjum enn frekari áherslu á hreyfingu þessa viku en ella.
Meðal þess sem við höfum gert þessa vikuna er að fara út í leiki, tekið nokkra göngutúra og haldið útidiskó í garðinum. í vikunni löbbuðu börnin einnig upp á sjúkrahús og sungu lög fyrir íbúana og starfsfólkið þar.
Starfsfólk hefur einnig verið hvatt til að mæta gangandi eða hjólandi í vinnuna.
Esther Ösp tómstundafulltrúi kom við hér í vikunni og færði öllum nemendum leikskólans "buff" merkt hreyfivikunni og börnin eru sérlega ánægð með það.
Það er svo gott að hreyfa sig!
Eldri færslur
Vefumsjón