Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 03. janúar 2018
Hún Sandra Ösp Jónsdóttir varð 4 ára í dag 3. janúar. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 4 ára afmælið elsku Sandra Ösp okkar!

Jólaball í leikskólanum

Leikskólinn Lækjarbrekka | 15. desember 2017
Mikið sérdeilis vorum við nú heppin í dag. Við í leikskólanum vorum búin að ákveða að halda jólaball og allir komu spariklæddir í skólann. Við fórum inn í stofuna þar sem jólaballið var haldið og röðuðum okkur upp í kringum jólatréð. Íris á Klúku kom og spilaði undir með okkur til að styðja við sönginn. í miðju lagi um röltið í kringum einiberjarunnann tókum við eftir einhverri hreyfingu fyrir utan gluggann, á leiksvæðinu. Voru þar ekki bara komnir tveir jólasveinar. Þeir voru sko algerir jólasveinar og höfðu sennilega ekki oft komið á leikvelli. Þeir ætluðu fyrst ekki að komast yfir grindverkið en tókst það eftir dágóðan tíma. Þá rúlluðu þeir niður brekkuna afturábak. Síðan fóru þeir að reyna að klifra í klifurgrindinni og loks ákvað einn að reyna að renna sér í rennibrautinni. það vildi nú ekki betur en svo að karlgreyið rann afturábak niður rennibrautina og lá fastur á bakinu. Bróðir hans reyndi þá að koma að hjálpa honum að standa upp og það var nú þrautin þyngri. Blessunarlega fyrir jólasveininn þá gekk það upp fyrir rest. Þá heyrðu þeir í börnunum sem voru fyrir innan gluggann að fylgjast með herlegheitunum og komu upp að glugganum til að tala við þau. Börnin buðu þeim á jólaballið og inn komu þeir bræður Stekkjastaur og Giljagaur á hestbaki hver á öðrum.
Þeir voru með svolítil læti en ekki svo mikil að börnin yrðu hrædd við þá. Stekkjastaur var mjög hrifinn af jólaskrautinu á jólatrénu og reyndi að hnupla smá skrauti, en þegar börnin sögðu að það væri bannað að stela, þá skilaði hann því aftur á sinn stað. Þeir sungu og trölluðu með börnunum og starfsfólkinu og voru hinir skemmtilegustu.
Það sem gerði þetta enn skemmtilegra fyrir börnin var að þeir höfðu með sér poka með pinklum í og fengu börnin afhendan einn pakka hvert. Þeir reyndu svo að setja tvo stráka í pokann í staðinn og ætluðu að hafa þá með sér heim á leið.. en sem betur fer voru þeir bara að grínast. Þeir eru sko algerir grínarar þessir jólasveinar. Því miður gátu þeir ekki verið með okkur í allan dag þar sem þeir þurftu að halda áfram ferð sinni á annað jólaball. En mikið var nú gaman að fá þessa fjörkálfa í heimsókn og þökkum við hér á leikskólanum kærlega vel fyrir að þeir skildu akkúrat hafa verið á ferðinni í dag og hitt á jólaballið okkar.
Fleiri myndir af jólaballinu er að finna á myndasíðu heimasíðunnar.

Jólaseríurúntur 5 ára hóps

Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. desember 2017
Á aðventunni hefur skapast sú hefð hér í leikskólanum að börnin í skólahópnum fara rúnt með skólabílstjóra um Hólmavík til að dást að öllum fallegu og vel skreittu húsunum sem eru hér í fallega bænum okkar. Á hverju ári velja börnin svo fallegasta og jólalegasta húsið að þeirra mati. 
Jólaseríurúnturinn var farinn í dag 14. desember og fóru þau Íris Jökulrós, Kristvin Guðni og Victor Ingi ásamt Ölmu leikskólastjóra og Svani skólabílstjóra í leiðangur um bæinn.
Börnin sáu mörg fallega skreitt hús og skemmtu sér vel. 
Þau komust svo að sameiginlegri niðurstöðu og völdu húsið hennar Frú Stellu og Aríusar sem jólalegasta húsið í ár.
Þau afhentu Stellu viðurkenningarskjal að því tilefni þegar þau komu aftur í leikskólann.
Við í leikskólanum óskum þeim Stellu, Aríusi og börnum innilega til hamingju með sigurinn!

Piparkökukaffihús

Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. desember 2017
Í dag klukkan 15.00 verður piparkökukaffihús á Café Riis.
Foreldrar eru velkomnir að koma og gæða sér á piparkökum og kakó hjá Frú Báru með börnum sínum

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. desember 2017
Hún Íris Jökulrós Ágústsdóttir varð 5 ára í dag 5. desember. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 5 ára afmælið elsku Íris Jökulrós okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 22. nóvember 2017
Hann Ágúst Andri Barkarson varð 2 ára í gær 21. november. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Ágúst Andri okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 16. nóvember 2017
Hún Guðrún Ösp Vignisdóttir varð 4 ára í dag 16. november. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 4 ára afmælið elsku Guðrún Öps okkar!

Bangsabrauð

Leikskólinn Lækjarbrekka | 08. nóvember 2017
« 1 af 3 »
Í dag fengu börnin bangsabrauð í kaffitímanum. Frú Stella skellti í tvö stór bangsabrauð og nokkur lítil. Öll börnin á eldri deildinni fengu lítinn brauðbangsa til að snæða og svo var einn stór í viðbót handa þeim. Börnin á yngri deildinni skiptu hins vegar á milli sín stóru bangsabrauði.
Brauðin vöktu mikla lukku og sköpuðust líflegar umræður við matarborðið.
Börnunum fanst tilvalið að óska eftir bangsabrauði í tilefni þess að Blær er mættur í hús.
Fleiri myndir eru inni á myndasíðu leikskólans.

Blær bangsi og vináttuverkefni

Leikskólinn Lækjarbrekka | 08. nóvember 2017
Það er okkur hér á leikskólanum Lækjarbrekku sönn ánægja að segja frá því að við erum orðin Vináttuleikskóli.
Hann Blær bangsi kom til okkar í vikunni. Hann kemur frá Ástralíu og ferðaðist með flugi alla leiðina til Keflavíkur. Hann ferðaðist svo áfram með rútu en lennti svo í hrakningum og villtist. Angantýr lögreglumaður- og fyrrum starfsmaður Lækjarbrekku fann aumingja Blæ kaldan og hræddan uppi á Selárdal og hjálpaði honum að komast á áfangastað.

Vináttuverkefni Barnaheilla á rætur að rekja til Danmerkur og heitir á frummálinu "fri from mobberi"
Vináttuverkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og elstu bekki grunnskóla.

Hugmyndafræði vináttuverkefnisins byggir á fjórum gildum
-umburðarlyndi
-virðing
-umhyggja
-hugrekki

Blær bangsi er sá sem hjálpar til að innleiða gildin og stuðlar að vináttueflingu innan leikskólans.
Öll börn Dvergakots fá svo litla eftirmynd af Blæ, sem þau hafa hér í skólanum. Litli Blær er vinur þeirra og þau geta alltaf sótt í félagsskap hans og huggun ef svo ber undir.

Hér má sjá hlekk inn á vef Barnaheillar þar sem lesa má betur um þetta frábæra verkefni.

Vanessuhátíð og bangsadagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 27. október 2017
síðastliðinn föstudag var Vanessuhátíðin haldin í leikskólanum. Vanessuhátíð er haldin í tengslum við afmæli Vanessu okkar, sem er styrktarbarn leikskólans. Vanessa býr í Zimbabve og er 6 ára gömul.
á hátíðinni sungu leikskólabörnin fyrir gesti og gangandi og leikskólastarfsmenn seldu ýmsan varning sem bæði börn og starfsfólk hafði útbúið. Ágóðinn af söluvarningnum fer svo upp í árgjald fyrir Vanessu, sem tilheirir SOS barnaþorpi.
Óhætt er að segja frá því að ágóðinn af hátíðinni  fór langleiðina upp í árgjaldið. 
Myndir frá Vanessuhátíð er að finna á myndasíðunni

Á mánudag eftir vanessuhátíðina fóru börnin á Dvergakoti með ágóða sölunnar yfir í Sparisjóðinn og lögðu inn á reikning fyrir Vanessu.

í dag var svo alþjóðlegi bangsadagurinn haldinn hátíðlegur. Öll börn leikskólans tóku með sér bangsa að heiman og fékk hann að dúllast með börnunum í hefðbundnum leikskólastörfum. Börnin á eldri deildinni teiknuðu mynd af sínum bangsa.

Eldri færslur
Vefumsjón