Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. desember 2013
Í gær var mikið um að vera hjá okkur. Fyriri hádegi fóru öll börnin og starfsfólkið með skólabílnum upp í krikju og hittum hana Sigríði prest. Hún sagði okkur frá fæðingu Jesú og við sungum saman. Krakkarnir sem eru að æfa helgileikinn sungu líka fyrir okkur. Við þökkum Sigríði kærlega fyrir þessa samverustund í kirkjunni.
Eftir hádegismatinn og hvíld örkuðum víð síðan út á cafe Riis og fengum okkur kakó og piparkökur hjá Báru og Ragnheiði.
Foreldrar komu með okkur og börnin sungu jólalög. Allir voru ánægðir með söngin, kakóið og piparkökurnar. Eins og oft áður þá leysti Bára hvert og eitt barn út með gjöf.
Við þökkum kærlega fyrir okkur. Það er alltaf mjög gott að koma í heimsókn á Riis og kærar þakkir til ykkar fyrir allar jólagjafirnar.