Desember dagskráin.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. desember 2013
Eins og fram hefur komið er allt starfið á leikskólanum brotið upp í desember og sá mánuður einkennist af allskonar öðruvísidögum.  Í næstu viku hefst þetta að fullum krafti.
Á þriðjudaginn 10.des ætlum við að hafa opin leikskólann og bjóða foreldrum, ömmum og öfum að koma og föndra með börnunum sínum.  Föndrið verður frá kl. 9.00 - 11.00 og aftur kl. 13.30 - 15.30 og þeir sem foreldrar og afar og ömmur sem geta komið eru velkomin.  Börnin bjóða upp á piparkökur að maula á meðan verið er að föndra.
Á miðvikudaginn 11.des. verður kirkjuferð.  Við förum með börnin upp í krikju kl. 10.00. Þar hittum við Sigríði prest og hún talar um jólinn og við syngjum jólalög.
Á miðvikudaginn förum við líka í kaffihúsaferð. Börnin og starfsfólkið labba yfir á Riis kl. 14.30 og er foreldrum boðið að koma með okkur í kakó og piparkökur.
Á föstudaginn13.des verður svo náttfatadagur og bíódagur hjá okkur.

Piparkökubakstur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. desember 2013
« 1 af 3 »
Nú er desember genginn í garð og þá umbreytist starfið hjá okkur hérna á Lækarbrekku.  Við fáumst við allskonar jólaföndur, syngjum jólalög og lesum jólabækur. 
í gær og í dag vorum við að baka og skreyta piparkökur, og í dag fara börnin með afraksturinn heim.

Piparkökubakstur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. desember 2013
Nú er desember genginn í garð og þá umbreytist starfið hjá okkur hérna á Lækarbrekku.  Við fáumst við allskonar jólaföndur, syngjum jólalög og lesum jólabækur. 
í gær og í dag vorum við að baka og skreyta piparkökur, og í dag fara börnin með afraksturinn heim.

Piparkökubakstur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. desember 2013
Nú er desember genginn í garð og þá umbreytist starfið hjá okkur hérna á Lækarbrekku.  Við fáumst við allskonar jólaföndur, syngjum jólalög og lesum jólabækur. 
í gær og í dag vorum við að baka og skreyta piparkökur, og í dag fara börnin með afraksturinn heim.

Piparkökubakstur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. desember 2013
Nú er desember genginn í garð og þá umbreytist starfið hjá okkur hérna á Lækarbrekku.  Við fáumst við allskonar jólaföndur, syngjum jólalög og lesum jólabækur. 
í gær og í dag vorum við að baka og skreyta piparkökur, og í dag fara börnin með afraksturinn heim.

Afmælisdrengur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 19. nóvember 2013
Hann Magnús varð 3ára í gær.  Hann fékk fína kórónu og  við sungum fyrir hann afmælissönginn.
Innilega til hamingju með 3ja ára afmælið elsku Magnús okkar.

Dagur íslenskrar tungu

Leikskólinn Lækjarbrekka | 15. nóvember 2013
« 1 af 4 »
Á morgun 16.nóvember er dagur íslenskrar tungu.  Í dag ákváðum við að halda upp á daginn og þau Jón Alfreðsson og Aðalheiður Ragnarsdóttir komu til okkar og lásu sögurnar um Búkollu og um Fóu og Fóu feykirófu.  Svo sungum við öll saman vísurnar um hann Gutta.
Það var mjög gaman hjá okkur og allir hlustuðu mjög vel á sögulesturinn og tóku þátt í söngnum
Við þökkum þeim Jóni og Heiðu kærlega fyrir komuna og lesturinn.

Afmæli leikskólans.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 08. nóvember 2013
Fimmtudaginn 31.október síðastliðin átti leikskólinn Lækjarbrekka 25 ára afmæli.  Haldið var upp á afmælið með því að börn og starfsfólk buðu til morgunverðarveislu og siðan var leikskólinn opin þeim sem vildu koma og skoða.
Þetta var frábær dagur og afmælisbarnið titraði af gleði og tilhlökkun. 
Við viljum þakka öllum þeim sem komu og litu til okkar þennan dag kærlega fyrir komuna. 

Fjölmenningardagar

Leikskólinn Lækjarbrekka | 08. nóvember 2013
Siðastliðna daga höfum við verið að fræðast um menningu ýmissa landa.  Við höfum beint okkur að löndum sem tengjast börnum hér á Lækjarbrekku, en þau eru Ísland, Þýskaland, Litháen og Alsír.  Við höfum skoðað á landakorti hvar löndin eru og skoðað myndir, hluti, sungið og hlustað á tónlist og jafnvel smakkað á kræsingum sem eru sérstæðar fyrir löndin.  Einnig höfum við sungið meistari Jakob á tungumálum landanna.

Það er semsagt búið að vera mjög gaman hjá okkur þessa daga, og frábært að kynnast mismunandi löndum og menningu.

Afmælisgjöf

Leikskólinn Lækjarbrekka | 06. nóvember 2013
« 1 af 3 »
Í tilefni 25ára afmælis leikskólans færðu þær mæðgur  Elínborg Birna Vignisdóttir og Þuríður Friðriksdóttir, fyrir hönd Grundarorku ehf,okkur höfðinglega gjöf. 
Það var ýmislegt eldhúsdót, hljóðakubbar, perlur og límmiðar.
Við hjá leikskólanum Lækjarbrekku þökkum aðstandendum Grundarorku ehf. kærlega fyrir okkur og það verður örugglega gaman í dúkkukrók að leika með allt nýja dótið.  Börnin á litlu deildinni voru mjög ánægð með að prufa að púsla kubbunum rétt saman og heyra hljóðin í farartækum.

Eldri færslur
Vefumsjón