Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 27. febrúar 2014
Hann Kristvin Guðni er 2ja ára í dag.  Við sungum fyrir hann afmælissönginn og hann fékk fína kórónu.  Innilega til hamingju með afmælið elsku Kristvin okkar.

Kynning á leikskólanum

Leikskólinn Lækjarbrekka | 19. febrúar 2014
Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 12.05 verður kynning á leikskólanum á súpufundi á Kaffi Riis.
Föstudaginn 21. febrúar kl. 8.10-9.10 verður morgunverður fyrir gesti, ömmur og afa.
Velkomin :) Hlakka til að sjá ykkur !!!!!
Kærar kveðjur

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 17. febrúar 2014
Hann Eyþór er 3ja ára í dag.  Við sungum fyrir hann afmælissönginn og hann fékk fína kórónu.
Innilega til hamingju með 3ja ára afmælið elsku Eyþór okkar.

Áætlun í febrúar

Leikskólinn Lækjarbrekka | 07. febrúar 2014
Góðan og glaðan daginn. Ég vil byrja á því að þakka foreldrum kærlega fyrir góða mætingu í morgunkaffið í gær.
Febrúar mánuður er tileinkaður Sköpun í námskránni okkar. Sköpun er m.a að uppgötva,njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika.
Vikan 10- 14 febrúar verður stærðfræðivika.
Starfsmannafundurinn verður á miðvikudag 12. febr kl. 16.15
Föstudaginn 21. febrúar bjóðum við gestum, ömmum og öfum í morgunverð.
Við tökum þátt í Hörmungardögum með því að styrkja S.O.S barn og bíðum spennt eftir að fá upplýsingar og myndir af barninu.
Munið eftir að skoða myndlistarsýninguna í Kaupfélaginu !!!!!!!!!
Njótið helgarinnar sem er framundan.
Kveðja Sirrý

Afmælisdrengur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 27. janúar 2014
Hann Jökull Ingimundur varð 3ja ára í gær.  Í dag sungum við fyrir hann afmælissönginn og hann fékk fína kórónu.
Innilega til hamingju með afmælið elsku Jökull okkar.

Aðalfundur foreldrafélags leikskólans

Leikskólinn Lækjarbrekka | 20. janúar 2014

Aðalfundur foreldrafélags
Leikskólans Lækjarbrekku

 

Mánudaginn 3. febrúar kl 20.00 verður haldinn aðalfundur foreldrafélags Leikskólans Lækjarbrekku. Mun fundurinn fara fram á Leikskólanum Lækjarbrekku.


Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur kynntur
3. Kosning nýrrar stjórnar
4. Önnur mál

Vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært  að mæta. Léttar veitingar verða í boði.

Stjórn foreldrafélags Leikskólans Lækjarbrekku;
Hrafnhildur Þorsteins, Jóhanna Hreins og Jóhanna Guðbrands.

 

Nýtt netfang

Leikskólinn Lækjarbrekka | 16. janúar 2014

FORELDRAR ATHUGIÐ !
 
Heilbrigði og velferð er þemað nú í janúar og er liður í námskránni okkar að virða og vernda náttúruna.
Því viljum við biðja ykkur að drepa á bílunum þegar þið komið / sækið barnið á leikskólann.
Einnig hefur borið á því að gleymst hefur að loka hliðum.
 Ef þið viljið breyta vistunartímanum vinsamlegast  látið vita í síðasta lagi á morgun föstudaginn 17. jan.
Hægt verður að kaupa 15 mínútur í kringum heilu tímana
og er gjaldið á mánuði fyrir auka 15 mínútur 675 kr.



Nýtt netfang leikskólans er :

leikskoli@strandabyggd.is

og leikskolastjori@strandabyggd.is

Starfsmannafundur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 13. janúar 2014
Foreldrara athugið breyttan tíma á starfsmannafundum !!!!!!

Starfsmannafundur verður haldinn hér á Lækjarbrekku miðvikudaginn 15. janúar kl 16.00.
Vegna breyttra aðstæðna verða fundirnir á miðvikudögum kl. 16.00 í stað fimmtudaga.

Gjaldskrá frá 1. janúar 2014

Leikskólinn Lækjarbrekka | 10. janúar 2014
Foreldrar athugið tekin hefur verið í gagnið ný gjaldskrá frá 1. janúar 2014 og felst hún m.a  í því að gjald er tekið fyrir 15 mínútur fyrir 8.00 og eins 15 mínútur eftir kl 16.00. Þeir foreldrar sem þurfa að nýta sér þann tíma eru beðnir að hafa samband við leikskólastjóra fyrir 20.janúar n.k.
Ný gjaldskrá finnst undir liðnum Hagnýtar upplýsingar.

Afmælisstelpa

Leikskólinn Lækjarbrekka | 09. janúar 2014
Hún Eva Lara er 4ára í dag.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissöngin
Innilega til hamingju með 4ára afmælið elsku Eva okkar.
Eldri færslur
Vefumsjón