A A A

Valmynd

Lokun skóla

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 21. nóvember 2021
Leik-, grunn- og tónskóli á Hólmavík verður lokaður mánudag 22. nóvember og þriðjudag 23. nóvember á meðan starfsfólk og nemendur fara í sýnatöku og fá svör og framhaldið er undirbúið.

Sýnatakan fer þannig fram að þeir sem eru í smitgát fara í hraðpróf og þeir sem eru í sóttkví fara í pcr-próf.
Hafið samband við heilsugæslu ef þið finnið fyrir einkennum. Sjá https://www.covid.is/

Almannavarnir hafa ekki samband við skóla til að setja af stað smitrakningu nema smit séu eru rakin beint til einstaklinga innan skólans og aðrir einstaklingar hafa verið útsettir þar. Þannig er til dæmis ekki haft samband við skólann þegar smit fjölskyldumeðlima í einangrun eru rakin til þess að smit og útsetning eigi sér stað innan fjölskyldunnar.

Foreldrar hafa verið duglegir að hafa samband við skólann til að fá leiðbeiningar. Skólinn hefur verið í góðu sambandi við smitrakningarteymi Almannavarna og starfsfólk heilsugæslustöðvar HVE á Hólmavík hefur svör á reiðum höndum. Einnig er hægt að hafa samband og leita ráða hjá Læknavaktinni í síma 1700 og í gegnum spjallið á https://www.covid.is/


Grunn- og tónskólinn opnaður

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 15. nóvember 2021
Grunn- og tónskólinn á Hólmavík verður opnaður aftur 16. nóvember eftir eins dags lokun og neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku dagsins. Mikil áhersla verður lögð á persónulegar sóttvarnir, handþvott, spritt og grímunotkun meðal fullorðinna.
Foreldraviðtölum í grunnskóla verður frestað um viku. 

Starfsfólk, foreldrar og nemendur hafa fengið nánari upplýsingar. 

Lokað vegna Covid 19.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 14. nóvember 2021

Grunn- og tónskólinn á Hólmavík verður lokaður á morgun mánudaginn 15. nóvember. Staðfest hefur verið smit Covid-19 í skólanum. Unnið er að smitrakningu en þegar hefur verið ákveðið að starfsfólk fari í sóttkví og sýnatöku.

Sömuleiðis hefur smitrakningarteymi sóttvarnalæknis og almannavarna ákveðið að nemendur á miðstigi; í 4.-6. bekk þurfi að viðhafa smitgát.

Til foreldra vegna smitgátar:
Þið þurfið að fara inn á https://smitgat.covid.is/ til þess að skrá barnið í smitgát og fá strikamerki til að komast í hraðpróf, en þau eru tekin á fyrsta og fjórða degi. Athugið að einungis á að skrá barnið sjálft í smitgát en ekki foreldra/forráðamenn.
Börn sem þurfa að fara í smitgát geta haldi áfram að mæta í skólann sé hann opinn en verða að fara í fyrrnefnd tvö hraðpróf.

Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi fær viðkomandi strikamerki og boðun í PCR próf. Smitrakning hefst ef niðurstaða PCR prófs er jákvæð en einstaklingurinn er í einangrun frá niðurstöðu hraðprófs.
Einstaklingar í smitgát eru frjálsir ferða sinna en þurfa sérstaklega að fara gætilega m.t.t sóttvarna, mega mæta í skólann sé hann opinn en þurfa að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga.


Inni á Covid.is er að finna hvers kyns upplýsingar 

Aðalfundur

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 20. október 2021

Aðalfundur

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík og Foreldrafélag leikskólans Lækjarbrekku boða til sameiginlegs aðalfundar miðvikudaginn 27. október 2021.

Fundurinn verður haldinn í Hnyðju kl. 20:00.

Dagskrá fundar:

  • Skýrsla stjórnar og reikningar foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku
  • Kosið um slit á Foreldrafélagi leikskólans Lækjarbrekku
  • Skýrsla stjórnar og reikningar Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík
  • Kosið um breytingar á lögum Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

Sýnum lit og fjölmennum á fundinn. Stuðningur foreldra við skólastarfið er dýrmætur og til góðs fyrir alla nemendur skólans. 

Bestu kveðjur

Stjórn foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku og
Stjórn foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

Hinsegin fræðsla

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 15. október 2021
Hinsegin fræðsla verður í Leikskólanum Lækjarbrekku og Grunnskólanum á Hólmavík dagana 18.- 19. október nk. 
Fræðari kemur frá Samtökunum78 en þau halda úti umfangsmikilli fræðslu um hinseginleikann fyrir alla aldurshópa. Fræðslan fer fram bæði í leikskólanum og grunnskólanum.

Hinsegin fræðsla fyrir öll áhugasöm verður í félagsheimilinu klukkan 18:00-19:00 mánudaginn 18. október. 
Um samtökin78 og starfsemi þeirra er hægt að fræðast á https://samtokin78.is/


Menntakvika

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 15. október 2021
Nýjustu rannsóknir í menntavísindum hér á landi verða kynntar á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, sem haldin verður á netinu 15. október. Flutt verða um 280 erindi í 76 rafrænum málstofum.
 Dagskrána er að finna á https://menntakvika.hi.is/dagskra-2021/

Tveir starfsmenn Grunnskólans á Hólmavík taka þátt í kynningunni þær Hrafnhildur Þorsteinsdóttir og Magnea Dröfn Hlynsdóttir.
Ráðstefnan er opin öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Sveitarstjórnarfundur 1323 í Strandabyggð - aukafundur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. september 2021

 

Aukafundur nr. 1323, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn miðvikudaginn 29.september 2021 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Forsendur fjárhagsáætlunar 2022
  2. Hagræðingaraðgerðir frá ráðgjöfum sveitarfélagsins - Trúnaðarmál

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Jón Jónsson

 

 

Strandabyggð 28.september 2021

Jón Gísli Jónsson oddviti

Ólympíuhlaupið 2021

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 21. september 2021

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2021 fer fram á Hólmavík fimmtudaginn 23. september klukkan 10:10. Þátttakendur verða ræstir frá Íþróttamiðstöðinni og hlaupa einn, tvo eða fjóra hringi innanbæjar á Hólmavík.

Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hlauparar geta valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 km og 10 km.

Lögð er áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal.
Foreldrum og öðru áhugasömu fólki er sérstaklega boðið að taka þátt í hlaupinu. Klæðum okkur eftir veðri.

Skólasetning 24. ágúst og sóttvarnir í skólastarfi

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 12. ágúst 2021
Skólasetning Grunn- og Tónskóla verður við Grunnskólann á Hólmavík, þriðjudaginn 24. ágúst klukkan 8:30 en skólasetning verður með lágstemmdu sniði líkt og síðastliðið haust. Nýjum nemendum og foreldrum þeirra verður boðið í heimsókn áður en skóli hefst.

Unnið er að undirbúningi þessar vikurnar og frá og með 16. ágúst verða allir komnir til starfa.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll og hefja skólastarfið 2021-2022. 

Núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 878/2021 um takmörkun á samkomum gildir til og með 27. ágúst nk. og tekur nú einnig til skólastarfs sjá hér: 
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/08/13/Leidbeiningar-um-sottvarnir-i-skolastarfi-haustid-2021/

Uppfært 13. ágúst

Laus störf í leikskólanum Lækjarbrekku og Grunnskólanum á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 02. júní 2021


Leikskólinn Lækjarbrekka


Tveir kennarar óskast til starfa á deild 100% og 50%.

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman að því að vinna með börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur. Vinnutíminn er frá  8:00-16:00.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að starfa sem kennari.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 9. ágúst 2021.

Matráður óskast til starfa 100%

Staða matráðs í leikskólaeldhúsi. Vinnutími frá 8:00-16:00. Í starfinu felst undirbúningur og frágangur máltíða; morgunverðar og síðdegishressingar auk framreiðslu hádegisverðar. Einnig almenn þrif og þvottur. Leitað er að starfsmanni sem hefur mikla færni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfni og er jákvæður og áreiðanlegur. Góð þekking á hollustu, heilbrigði og hreinlæti skiptir miklu máli.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 9. ágúst 2021

 

Grunnskólinn á Hólmavík

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa 70%

Staða stuðningsfulltrúa. Að hluta til er um er að ræða stuðning og þjálfun við nemanda og eftirfylgni í grunnskóla og frístund og að hluta til stuðningur við nemendur á yngsta stigi.

 Leitað er eftir starfsmanni sem hefur mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfileika er jákvæður og sveigjanlegur og hefur áhuga á starfi með börnum í skapandi umhverfi.

 

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 16. ágúst 2021.

 

 

Umsóknarfrestur er til 10. júní 2021.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með ferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is

 

Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Næstu atburðir