A A A

Valmynd

Skipulagsdagur 16. mars 2020

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 13. mars 2020
Í framhaldi af samkomubanni og takmörkunum á skólahaldi verður skipulagsdagur í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku mánudaginn 16. mars 2020. 
Samkomubannið gildir í fjórar vikur, frá og með mánudeginum 16. mars kl 00:01 til og með mánudagsins 13. apríl klukkan 00:01.
Nauðsynlegt er að endurskipuleggja skólahald í Grunn- og tónskólanum og Leikskólanum í samræmi við reglur heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á skólastarfi en markmið þeirra er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19. 
Foreldrar, nemendur og starfsfólk skólanna munu fá nánari upplýsingar í tölvupósti. 
 Það má finna ýmsar góðar útskýringar og mörgum spurningum er svarað á www.landlaeknir.is 
Farið endilega þangað til að fá upplýsingar. 

Miklu skiptir að við höldum öll ró okkar og förum eftir því sem heilbrigðisyfirvöld segja okkur að gera.  

Opið hús í grunnskóla og leikskóla 28. febrúar.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 26. febrúar 2020

Í tilefni af Hörmungardögum á Hólmavík verður opið hús föstudaginn 28. febrúar, klukkan 12:30-14:30 í Grunnskólanum á Hólmavík. Þar verður kynning í framhaldi af þemadögum í skólanum.
Nemendur á unglingastigi fjalla um loftslagsbreytingar, dýravelferð og ólík lífsgæði.
Á miðstigi er fjallað um flóttamenn og farandfólk og hjálparstofnanir og nemendur á yngsta stigi fjalla um börn sem búa við erfiðar aðstæður og hvað við getum gert til að hjálpa. 
Sett verður af stað söfnun til styrktar Barnahjálp sameinuðu þjóðanna, Unicef. 
Veitingar og söluvarningur á boðstólum. Við erum ekki með posa en hvetjum ykkur til að taka með ykkur klink og seðla til að styrkja gott málefni. Kynnið ykkur endilega heimasíðu unicef.is
 
Íþróttaskóli Geislans verður klukkan 13:40 og handbolti klukkan 14:45 í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Æfingarnar eru öllum opnar, þær verða hörmulega erfiðar, ræður þú við álagið?

Opið hús í leikskólanum Lækjarbrekku verður klukkan 15:00-16:00. Þar verður sett upp föndurstöð og í boði verða léttar veitingar. Klukkan 15:00 verður kökubasar í KSH og allan daginn verður safnað fyrir Vanessu sem er SOS barn leikskólans og trjáplöntum til gróðursetningar og kolefnisjöfnunar.


Skólahaldi aflýst 14. febrúar 2020

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 13. febrúar 2020

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir fyrir allt landið á morgun föstudag 14. febrúar 2020. Appelsínugul viðvörun er í gildi og spáð er aftakaveðri um allt land.

 

Tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa öllu skólahaldi í Leikskólanum Lækjarbrekku, Tón- og Grunnskólanum á Hólmavík. Sömuleiðis falla niður íþróttaæfingar Umf. Geislans.

 

Athugið að ákvörðun um að loka skólum eða fella niður skólaakstur er aldrei tekin af einum aðila. Þeir sem koma að ákvarðanatöku eru sveitarstjóri, starfsmenn áhaldahúss, skólastjóri og skólabílstjórar. Í Strandabyggð er unnið að  gerð reglna og viðmiða um niðurfellingu skólastarfs af veðurfarslegum ástæðum.

Íþróttahátíð 30. janúar klukkan 17:00

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 29. janúar 2020


Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík og Leikskólans Lækjarbrekku verður í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík fimmtudaginn 30. janúar klukkan 17:00. 

Þetta er í fyrsta skipti sem leikskólinn tekur þátt en þrír árgangar leikskólans, börn fædd 2014, 2015 og 2016 hafa verið í íþróttakennslu frá því í haust og taka nú þátt ásamt foreldrum sínum.

Hátíðin fer þannig fram að fyrst er innganga barnanna og síðan býður hver barnahópur foreldrum sínum til leiks.

Frístund 1.-4. bekkjar selur samlokur og djús til styrktar starfsemi sinni.

Tilkynnt verður um val á íþróttamanni Strandabyggðar og hvatningarverðlaun Strandabyggðar verða afhent.

Stjórnandi íþróttahátíðarinnar er Ásdís Birna Árnadóttir.
Verið öll velkomin á íþróttahátíð.

Íþróttahátíð frestað til 30. janúar

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 23. janúar 2020
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík hefur verið frestað til 30. janúar 2020 klukkan 17:00.

Skólahald fellur niður 23. janúar

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 22. janúar 2020
Allt skólahald fellur niður í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku, 23. janúar 2020 vegna slæmrar veðurspár. 

Gunnar Helgason heimsækir Grunnskólann

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 19. janúar 2020
Gunnar Helgason rithöfundur heimsækir Grunnskólann á Hólmavík þriðjudaginn 21. janúar klukkan 13:00. Hann ætlar að lesa upp úr bókinni Draumaþjófurinn sem er nýjasta bókin og spjalla við nemendur að því loknu. Áður hafa komið út á annan tug bóka eftir Gunnar Helgason meðal annars bækurnar: Mamma klikk, Pabbi prófessor, Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri og Goggi og Grjóni.

Umsóknarfrestur er að renna út - laust starf

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 15. janúar 2020

Störf deildarstarfsmanna við leikskólann Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í 100% stöðu. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Leitað er eftir fólki með kennaramenntun, uppeldismenntuðu fólki eða fólki sem hefur áhuga á að starfa með börnum. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf 3. febrúar 2020.

 

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Við leikskólann er unnið eftir áherslum jákvæðs aga. Einnig er lögð mikil áhersla á læsi í víðum skilningi. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki frumkvæði og sjálfstæði í starfi góður kostur.

 

Umsóknarfrestur er til 16.janúar 2020.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, sími 4513411. 

Umsóknir með ferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á leikskolastjori@strandabyggd.is eða Leikskólann Lækjarbrekku, Brunngötu 2, 510 Hólmavík

Íþróttahátíð fimmtudag 23. janúar kl 17:00

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 15. janúar 2020
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík og Leikskólans Lækjarbrekku verður í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík fimmtudaginn 23. janúar klukkan 17:00.
Nýr hópur nemenda bætist við en með samstarfi leik- og grunnskólans hafa þrír árgangar leikskólans, börn fædd 2014, 2015 og 2016 verið í íþróttakennslu frá því í haust og taka nú þátt ásamt foreldrum sínum.
Hátíðin fer fram á hefðbundinn hátt og byrjar á inngöngu barnanna og síðan býður hver barnahópur foreldrum sínum til leiks. 
Félagsmiðstöðin Ozon selur samlokur til styrktar starfsemi sinni.
Tilkynnt verður um val á íþróttamanni Strandabyggðar og hvatningarverðlaun Strandabyggðar verða afhent. 
Stjórnandi íþróttahátíðar er Ásdís Birna Árnadóttir.

Skólaakstur fellur niður en skóla er ekki aflýst.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 14. janúar 2020
Skólaakstur úr sveit í Strandabyggð fellur niður í dag 14. janúar 2020 en skóla er ekki aflýst.

Í áætlun vegna óveðurs og ófærðar kemur fram að: Lögð er áhersla á að foreldrar meti sjálfir aðstæður þegar veður eða veðurútlit er vont eða líkur á ófærð. Þeir sem vilja halda börnum sínum heima, sé skóla ekki aflýst formlega, er velkomið að gera það. Í þeim tilfellum er mikilvægt að tilkynnt sé um fjarveru nemandans til skólans svo ekki leiki vafi á því hvar hann er. 
Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Janúar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Næstu atburðir