A A A

Valmynd

Háskólalestin

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 20. maí 2021


Háskólalestin heimsækir Strandabyggð dagana 20. og 21. maí og verður með námskeið fyrir grunnskólanemendur og -kennara á svæðinu.

Áhersla  er á að vekja áhuga ungs fólks á vísindinum og tækni af ýmsu tagi í gegnum fjölbreytt námskeið sem snerta bæði suma af stærstu og smæstu hlutum heimsins. Námskeiðin eru ætluð nemendum í eldri bekkjum grunnskóla og kennsla er í höndum kennara og nemenda við Háskóla Íslands, sem flestir eru líka leiðbeinendur í Vísindasmiðju HÍ og Háskóla unga fólksins. 

Háskólalestin, sem fagnar nú tíu ára afmæli og hefur heimsótt hátt í 40 bæjarfélög um allt land á starfstíma sínum, heimsækir nú Strandabyggð í annað sinn.

Fimmtudaginn 20. maí verður kennurum í Grunnskólanum í Hólmavík, Grunnskóla Drangsness og Reykhólaskóla boðið upp á fjölbreyttar smiðjur með áherslu á verklega fræðslu og tilraunir.

Föstudaginn 21. maí er svo komið að nemendum í 5.-10. bekk í áðurnefndum skólum. Þeir geta valið á milli sex námskeiða sem snerta allt frá leyndardómum erfðaefnis og vatns til tækjaforritunar, stjörnufræði, umhverfisfræði og vindmylla. Háskólalestin er að sjálfsögðu með puttann a púlsinum og býður nú í fyrsta sinn upp á sérstakt námskeið í eldfjallafræði þar sem nemendur fá meðal annars að rýna í glænýja hraunmola úr gosinu í Geldingadölum.

Dagskráin sem eins og sjá má er afar spennandi verður í gangi frá klukkan 9:00 - 14:00 þennan dag.
  

Í ljósi samfélagsástandsins er mikil áhersla lögð á sóttvarnir í starfi lestarinnar. Þannig liggur hluti hefðbundinnar dagskrár, svokölluð Vísindaveisla sem alla jafna er haldin í samkomuhúsi hvers áfangastaðar, niðri en þeim mun meiri metnaður verður lagður í námskeið í grunnskólum bæjanna sem sóttir verða heim. 

 

Hægt er að fylgjast með ferðum lestarinnar á vefsíðu hennar og Facebook-síðu.

Laus störf

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. maí 2021


Grunnskólinn á Hólmavík    
                 
           

Lausar stöður skólaárið  2021-2022

  • Staða umsjónarkennara á unglingastigi 100%. Um er að ræða samkennslu í 7. – 10. bekk. Almennar kennslugreinar.
  • Staða kennara á yngsta stigi 70%. Um er að ræða samkennslu í 1. – 3. bekk. Almennar kennslugreinar.
  • Staða íþróttakennara 100%. Um er að ræða kennslu í skólaíþróttum og sundi og þjálfun íþróttagreina í samstarfi við íþróttafélagið Geislann á Hólmavík.
  • Staða stuðningsfulltrúa 100%. Um er að ræða stuðning og þjálfun við nemanda og eftirfylgni í grunnskóla og frístund.

 

Skólinn er sameinaður leik-, grunn,- og tónskóli. Kennarar í íþróttum og á yngsta stigi kenna bæði á leik- og grunnskólastigi.

Umsækjendur um kennarastöður þurfa að hafa kennsluréttindi í grunnskóla.  

Leitað er eftir einstaklingum sem hafa góða skipulagshæfileika eru jákvæðir og hafa áhuga á samstarfi í skapandi umhverfi og hafa til að bera mikla hæfni í mannlegum samskiptum.

Áhersla er lögð á jákvæðan aga, samþætt þemabundin verkefni og fjölbreytta kennsluhætti.  

Reynsla af samkennslu árganga, og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvæg.

Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands sé um kennarastöður að ræða en annars viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2021.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir með ferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is

Skólaţing 29. apríl 2021 - FJARFUNDUR

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 27. apríl 2021


Skólaþing í Strandabyggð fimmtudaginn 29. apríl 2021 - FJARFUNDUR 

Markmiðið með skólaþingi er að gefa nemendum, foreldrum, starfsfólki og öðrum sem áhuga hafa tækifæri til að koma á lýðræðislegan hátt á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf í Strandabyggð.

Skólaþingið verður tvískipt. Nemendur vinna að hugmyndum og tillögum um góðan skóla á skólaþingi sem haldið verður á skólatíma að morgni.

 

Foreldrar, starfsfólk og allir sem áhuga hafa á skólastarfi í Strandabyggð eru velkomnir á fjarfund  klukkan 16:00-18:00. 

Hlekkur á þingið er hér: https://zoom.us/j/98493763121

 

Dagskrá:

1. Setning 

2. Kynning frá skólaþingi nemenda

3. Framtíðarskólastarf á Íslandi - Kristrún Lind Birgisdóttir

4. Nafn á sameinaðan leik-, grunn- og tónskóla - hugmyndabankinn opnaður og tekið við fleiri tillögum

5. Einkunnarorð og framtíðarsýn - unnið í hópum 

6. Betri skóli - unnið í hópum

7. Samantekt og kynning

8. Þingslit

 

 Skóla- og foreldraráð sameinaðs skóla í Strandabyggð tekur við öllum gögnum, hugmyndum og tillögum þingsins og tekur til endanlegrar afgreiðslu. Allar tillögur munu birtast í fundargerð á heimasíðu skólans.

Skólaţing 29. apríl 2021

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 25. apríl 2021
Skólaþing í Strandabyggð fimmtudaginn 29. apríl 2021

Skólaþingið verður tvískipt.
Nemendur koma hugmyndum sínum og tillögum á framfæri á skólaþingi sem haldið verður á skólatíma að morgni. Foreldrar, starfsfólk og aðrir sem áhuga hafa á skólastarfi í Strandabyggð mæta á skólaþing í Félagsheimilinu klukkan 16:00-18:00. 
 
Dagskrá:
1. Setning 
2. Kynning frá skólaþingi nemenda
3. Framtíðarskólastarf á Íslandi - Kristrún Lind Birgisdóttir
4. Nafn sameinaðs skóla - hugmyndabankinn opnaður og tekið við tillögum
5. Einkunnarorð og framtíðarsýn - unnið í hópum 
6.  Betri skóli - unnið í hópum
7. Samantekt og kynning
8. Þingslit
 
Skóla- og foreldraráð tekur við öllum gögnum þingsins, vinnur úr þeim og tekur til endanlegrar afgreiðslu.

Skólastarf eftir páska - gildandi sóttvarnareglur.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 05. apríl 2021
Kennsla í Grunn- og tónskóla hefst að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 6. apríl klukkan 8:30 skv. stundaskrá.
Starfið í leikskólanum  hefst að morgni sama dag.

Gefin hefur verið út reglugerð um skólastarf með takmörkunum. Reglugerðin gildir til 15. apríl.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg%20um%20takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20sk%c3%b3lastarfi%20vegna%20fars%c3%b3ttar_hreint%20lokaskjal.pdf

 
Leikskólar

  • Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri.
  • Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma.
  • ​Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella.  
  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
  • Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu.

Grunnskólar

  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
  • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
  • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.

Tónlistarskólar

  • Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri.
  • Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra.
  • Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil.
  • Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Laust starf

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. mars 2021

Laust starf í sameinuðum leik, grunn og tónskóla á Hólmavík

  • Kennari/leiðbeinandi í leikskóla 100%. Vinnutími 08:00-16:00.

 

Leitað er eftir fólki með kennaramenntun, uppeldismenntun eða fólki sem hefur áhuga á að vinna með börnum.

Áhersla er lögð á jákvæðni, sveigjanleika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.

Áreiðanleiki og frumkvæði eru góðir kostir.
Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2021. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri sími 451 3430, skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir ásamt starfsferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á netfangið: skolastjori@strandabyggd.is

Laus störf

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. janúar 2021


Strandabyggð auglýsir laus störf í Grunnskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku

  • Stuðningsfulltrúi, 100%. Vinnutími 8:00-16:00. Um er að ræða starf með nemanda/nemendum með sérþarfir og eftirfylgni í grunnskóla og Frístund. Í starfinu felst einnig gæsla í frímínútum.
  •  Deildarstarfsmaður á leikskóla 50% Vinnutími 12:00-16:00. Leitað er eftir fólki með kennaramenntun, uppeldismenntuðu fólki eða fólki sem hefur áhuga á að vinna með börnum.

Áhersla er lögð á jákvæðni, sveigjanleika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Áreiðanleiki og frumkvæði eru góðir kostir.

Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að fara á milli leik- og grunnskóla og þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst.

Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2021.

Nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri sími 451 3430, skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir ásamt starfsferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á netfangið: skolastjori@strandabyggd.is

Kennsla hefst 5. janúar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 04. janúar 2021
Kennsla í Grunn- tón- og leikskólanum á Hólmavík 5. janúar 2021 samkvæmt stundaskrá. Ný reglugerð um sóttvarnir í skólum hefur tekið gildi og má finna hér
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=72703eb0-47b7-4de1-8723-5ef869658e81 
Starfsfólk skólanna óskar ykkur öllum gleðilegs árs og hlakkar til að hefja starfið aftur að loknu jólafríi. 

Jólalag Barnakórs Strandabyggđar 2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. desember 2020

Jólalag Barnakórs Strandabyggðar 2020 var unnið í samstarfi við frábæra jólavini, sjálfa jólasveinana Stúf og Hurðaskelli.
 
Lagið er eftir Þorgeir Ástvaldsson og textinn eftir Bjartmar Guðlaugsson. Upptökur Reykjavíkurmegin annaðist Ásgeir Páll Ágústsson og Bragi Þór Valsson annaðist upptökur Hólmavíkurmegin, undirleik, kórstjórn, hljóðblöndun og klippingu myndbands.
 
Sérstakar þakkir fá Ásgeir Páll Ágústsson, Bjartmar Guðlaugsson, Christina van Deventer, Kvenfélagið Glæður á Hólmavík, Valur Þórðarson, Þorgeir Ástvaldsson og Þorsteinn Óli Viðarsson.​

Gjörið svo vel og njótið.
https://youtu.be/d6DND5J92s4

Skólahald frá 3. nóvember 2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 04. nóvember 2020
Með útgáfu reglugerðar um takmörkun í skólastarfi 3. nóvember sjá hér, verða nokkrar breytingar á skipulagi skólahalds á Hólmavík. 


Í Grunnskólanum á Hólmavík verða nemendur í tveimur rýmum, nýja skóla og gamla skóla: 


 25 nemendur verða í nýja skóla í 5.-10. bekk skiptast á tvær kennslustofur og svæði fyrir framan hafa sér inngang og salerni. Þessir nemendur eru skyldugir til að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð í skólanum. 
Í skólabíl hefur þessi hópur líka grímuskyldu. (Fjöldinn er skv. reglugerð sem segir að 25 í 5. bekk eða eldri megi vera saman í rými).
Stundaskrá breytist að því leyti að frímínútur færast til og hádegisverður er á öðrum tíma. Nemendur koma með nesti að heiman.

...
Meira
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir