A A A

Valmynd

Önnur vika skólaársins

| 06. september 2010

Þá er annarri kennsluviku skólaársins að ljúka. Strax á mánudag bárust fréttir af hitabylgju sem átti  að skella á landinu. Sannast sagna stóðst þetta allt og hitinn hefur verið talsvert mikill og þá ekki síst innandyra. Þetta hvatti til kennslu utandyra sem fellur yfirleitt vel í kramið hjá nemendum, sérstaklega þeim yngri.


Tónskólinn er kominn vel af stað. Eins og alltaf gerist í upphafi er eitthvað um árekstra þar sem nemendur og kennarar þurfa saman að finna lausnir og nýja tíma. Minnsta breyting getur valdið miklum tilfæringum hjá kennurum Tónskólans sem leysa þetta vel af hendi með bros á vör.


Nemendur í 8. - 10. bekk hafa verið að skila valblöðum og er allt val að fara af stað. Nemendur skiptast nokkuð jafnt niður á valgreinarnar þar sem 10 ætla að leggja fyrir sig listir, 13 hestamennsku og 12 þýsku. Fjórða valgreinin er svo tónlist sem  8 nemendur ætla að stunda í vetur sem valgrein.


Heimasíðan hefur tekið miklum framförum í vikunni og hafa margir haft samband við skólann og líst yfir ánægju sinni með vefinn. Á síðunni hafa verið að bætast við upplýsingar frá einstaka fagkennurum og umsjónarkennarar hafa einnig sett inn fréttir og myndir. Myndir frá skólastarfinu hjá 3. og 4. bekk og ferð nemenda í 9. og 10. bekk til Danmerkur eru komnar inn og er virkilega gaman að skoða þær.

Skráningar í matinn hjá Café Riis er með eindæmum góð og nú er talan komin á sjöunda tug þrjá daga vikunnar. Maturinn nú þykir bæði fjölbreyttur og ljúffengur sem skiptir miklu máli þegar þröngt er á þingi.


Enn bætist við starfsemina í skólanum þegar félagsmiðstöðin Ozon hefur starfsemi sína í næstu viku. Fyrsta vikan verður notuð til að kynna starfið fyrir krökkunum og kjósa í nemendaráð yngri og eldri nemenda. Yngri, 5. - 7. bekkur mun hittast á þriðjudagskvöldið klukkan 19:30 og eldri hópurinn 8. - 10. bekkur á miðvikudagskvöldið klukkan 20:00.


Í heildina hefur vikan gengið vel og það er gaman að sjá svona marga broshýra og glaðlynda nemendur og starfsmenn.


Minnum á starfsdaginn á föstudaginn 10. september!
 

Bjarni Ómar og Hildur 

Fyrsta vika skólaársins gekk vel.

| 27. ágúst 2010
Nú er að ljúka fyrstu viku skólastarfsins á þessu fallega hausti. Flestir þættir eru komnir vel af stað og skólastarfið að komast í fastar skorður. Það var mjög ánægjulegt að sjá nemendur okkar aftur sem koma inn, full af áhuga, krafti og lífsgleði. Við söknuðum unglinganna okkar en þau vantar enn í skólann þar sem þau eru í Danmörku og koma heim á laugardagskvöld. Við höfum heyrt frá þeim og hefur ferðin gengið mjög vel fram að þessu. Hápunktur ferðarinnar fyrir marga er í kvöld þegar Tívólíð í Kaupmannahöfn verður heimsótt.


Mötuneytið, heimanámið og Skólaskólið er komið af stað. Café Riis sér um eldun og framreiðslu í mötuneyti, Vala og Inga Emils sjá um heimanámið og Óskaþrifsdömur halda áfram með Skólaskjólið en þær koma til okkar kl. 13 og aðstoða í heimanáminu fyrsta klukkutímann. September-matseðilinn frá Café Riis má sjá hér til vinstri.

Tónskólinn mun hefjast á fullu í næstu viku. Tónlistarkennarar hafa verið að setja saman stundaskrár sínar í samráði við umsjónarkennara og aðra sem þurfa að koma að skipulaginu. Það er að mörgu að huga í þessum efnum og hafa starfsmenn leitast við að hafa samráð til þess að láta tónlistartímana rekast sem minnst á önnur mikilvæg verkefni nemenda eða raska kennslu og námi. Næsta vika fer að einhverju leyti í að aðlaga starfsemi Tónskólans að starfinu í Grunnskólanum. Tónlistarkennarar hitta nemendur sína og dreifa miðum heim sem sýna hvenær tónlistartímarnir eru.

 

Stuðningskerfið og sérkennslan hefur fengið mikla athygli okkar stjórnenda núna í upphafi. Þetta er málaflokkur sem hefur verið í þróun undanfarin ár og er sífellt að styrkjast. Í samráði við þá aðila sem koma að sérkennslunni núna er verið að endurskipuleggja og treysta þjónustuna enn frekar með hagsmuni nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi. Segja má að til sé að verða sérkennsluteymi sem er samhuga um að bæta þjónustuna og tryggja gæði hennar enn frekar.

Heimasíðan okkar er að byggjast upp og taka á sig mynd. Hún er þó enn í vinnslu og eru allar ábendingar og athugasemdir vel þegnar.

 
Við minnum nemendur og foreldra sem eiga eftir að skila inn eyðublöðum að gera það við fyrsta tækifæri.

Góðar kveðjur,
Bjarni Ómar og Hildur.            


 

           

Ryţmískt hljóđfćrapróf

| 13. júlí 2010
Anna Lena Victorsdóttir 16 ára Hólmavíkurmær hefur lokið grunnprófi í rafbassaleik frá Tónskólanum á Hólmavík. Prófið tók Anna í húsnæði tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna þann 10. júní s.l. og var það hinn þekkti bassaleikari Gunnar Hrafnsson sem prófdæmdi. Anna Lena er fyrst nemenda Tónskólans á Hólmavík sem lýkur námi samkvæmt nýrri ryþmískri námsskrá en nemendum íslenskra tónlistarskóla stóð í fyrsta sinn til boða að taka ryþmískt hljóðfærapróf samkvæmt íslenskum viðmiðum í maí 2010.

Bjarni Ómar Haraldsson, skólastjóri Grunn - og Tónskólans á Hólmavík afhenti Önnu Lenu prófskírteini þessu til staðfestingar frá prófanefnd tónlistarskóla í dag 12. júlí. Þess hefur lengi verið beðið við Tónskólann á Hólmavík að nemendur geti þreytt áfangapróf í ryþmísku hljóðfæranámi enda byggir skólinn starfsemi sína að stórum hluta á hugmyndafræði ryþmatónlistar. Sjötíu nemendur Grunnskólans hafa þegar skráð sig í tónlistarnám á haustönn 2010 og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Síđa 54 af 54
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir