A A A

Valmynd

Ţemadagar - smiđjur

| 25. október 2010

Þemadagar í Grunnskólanum á Hólmavík verða miðvikudag, fimmtudag og föstudag 27.-29. október nk.
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sex smiðjur:

1. Ljósmyndarallý,
2. Útivist og útieldun,
3. Snyrting, förðun og hárgreiðsla,
4. Bakarasmiðja,
5. Fjaran og hafið,
6. Leiklist og tónlistarsköpun.

Nemendur fá valblöð heim með sér á mánudag þar sem hver og einn nemandi velur sér þrjár smiðjur og fer í eina smiðju á miðvikudegi, aðra smiðju á fimmtudegi og þriðju smiðjuna á föstudegi. Nemendur skila valblaði á þriðjudagsmorgun og fá upplýsingar og skipulag um alla þrjá dagana með sér heim síðar þann dag.


Í hverju þema eru hópstjórar (2-4 starfsmenn) sem vinna við sömu smiðju alla þrjá dagana og halda utan um nemendahópinn sem heimsækir smiðjuna hvern dag. Allir nemendur mæta í skólann kl. 8:10 og eiga samverustund á langa gangi til kl. 8:30. Smiðjurnar verða í gangi frá kl. 8:30-12:40 alla þrjá dagana en á föstudag ætlum við auk þess að vera með Opinn dag frá kl. 13-15 þar sem við opnum skólann upp á gátt og bjóðum sem öllum sem vilja í heimsókn, opnum kaffihús, sýnum myndir og afrakstur frá smiðjunum.

Skólabílar fara frá skóla að loknum smiðjum kl. 12:40 á miðvikudag og fimmtudag en kl. 15 á föstudag. Þjónusta skólans eins og mötuneyti, heimanám og Skólaskjól verða í fullum gangi þessa daga og Tónskólinn eftir kl. 12:40. Stuðningsfulltrúar fylgja sínum nemendum.

Frekari upplýsingar veita skólastjórar í s. 451-3129, 451-3430 skolastjorar@holmavik.is

Borgarafundur í Borgarnesi

| 20. október 2010
Fimmtudaginn 21. október er opinn borgarafundur í Borgarnesi í eineltisátaki sem Heimili og skóli - landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT standa fyrir. Umfjöllunarefnið er einelti og ungt fólk, netið og ábyrgð samfélagsins. Leikhópar unglinga undir handleiðslu leiklistarkennara eða leiðbeinanda á hverjum stað, setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á netinu" eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur.

Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur fólk til að fjölmenna á fundinn og býður því upp á far með skólabílnum. Áhugasamir um farið eru beðnir um að hafa samband við Hildi aðstoðarskólastóra í s. 451-3129, 451-3430, 661-2010, skolastjorar@holmavik.is sem fyrst.

Opinn frćđslufundur um einelti

| 18. október 2010

Þriðjudaginn 19. október mun Guðjón Ólafsson, sérkennslufræðingur og fræðslustjóri Austur-Húnvetninga, fjalla um einelti og mikilvægi uppbyggilegra samskipta á opnum fræðslufundi í Félagsheimilinu á Hólmavík. Strandabyggð stendur fyrir fundinum sem hefst klukkan 18:00. Frábært tækifæri til að byggja upp enn betra og blómlegra samfélag - mætum öll!

Samspilsdagar í Tónskólanum

| 18. október 2010
Þessa vikuna, 18. - 22. október, fara fram samspilsdagar í Tónskólanum en samspilsdagar eru orðnir fastur liður í starfsemi skólans og byggir framkvæmdin á aðalnámskrá tónlistarskóla þar sem hvatt er til samspils af ýmsum gerðum og stærðum í starfsemi tónlistarskóla.

Á föstudag var nemendum afhent skipulag þar sem fram kemur hópskipting og sá tími sem hverjum hóp er ætlaður í vikunni. Nemendur í 1. - 4. bekk mæta fjórum sinnum í vikunni hálftíma í senn en nemendur í 5. - 10. bekk hittast fjórum sinnum í eina klukkustund í senn. Tónfræði felliur niður þessa viku og nemendur mæta eingöngu í samspilstíma sem þeim eru ætlaðir.


Viđ göngum svo léttir í lundu....

| 06. október 2010
Í dag var síðasti dagurinn okkar í átakinu Göngum í skólann. Við fórum í sameiginlega göngu um Hólmavík þar sem nemendur og starfsfólk gekk við fjörugan trommuslátt og sungu hin ýmsu lög í rigningunni. Það var frábært að sjá flottu skiltin, fánana, borðana og hristurnar sem krakkarnir höfðu búið til og báru í göngunni. Að göngu lokinni komum við aftur í skólann og gæddum okkur á hollum, girnilegum og ljúffengum veitingum í borði Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Arion banka.

Þátttakan í átakinu var með eindæmum góð og það var virkilega gaman að fylgjast með laufunum fjölga á trjánum okkar dag frá degi. Í lokin kom í ljós að það voru tveir bekkir sem voru með 100% þáttöku á átakinu, 7. bekk og 10. bekkur og þurftum við að draga um hvor bekkurinn færi í pizzuveislu á Café Riis og var það 10. bekkurinn sem var dreginn út og stóð því eftir sem sigurvegari átaksins. Það er samt mikilvægt að hafa í huga að þeir sem tóku samviskusamlega þátt í átakinu eru í raun allir sigurvegarar!

Við viljum þakka Ástu Þóris fyrir hennar drifkraft og utanumhald, öllum nemendum okkar og starfsfólki, Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, Arion banka og Café Riis fyrir þeirra framlag til verkefnisins og við hvetjum alla til að halda áfram að ganga í skólann með bros á vör :)

MYNDIR FRÁ DEGINUM
MYNDIR FRÁ UNDIRBÚNINGNUM


Göngum í skólann

| 04. október 2010
Nú er átakið okkar, Göngum í skólann, í fullum gangi. Nemendur hafa verið ótrúlega duglegir að koma gangandi og hjólandi í skólann og laufblöðunum er alltaf að fjölga á trjánum okkar á ganginum. Á miðvikudaginn ætlum við síðan að loka átakinu með sameiginlegri gönguferð kl. 11 og hressingu í boði Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Mjólkursamsölunnar og Arion banka. Þar afhent verðlaun fyrir öflugasta hópinn en hann fær pizzuveislu frá Café Riis.

Nýtt rafmagnspíanó

| 30. september 2010
« 1 af 2 »

Það er gaman að segja frá því að í vikunni eignaðist Tónskólinn nýtt rafmagnspíanó sem komið hefur verið fyrir í skiptistofunni. Þetta er glæsilegt en fyrirferðarlítið hljóðfæri sem er strax farið að létta á þegar tónlistarkennarar þurfa að vera færanlegir innan veggja skólans. Það var Ingibjörg Jónsdóttir píanónemandi sem sló fyrstu nóturnar í gripinn og líkaði henni hljóðfærið vel að sögn.

Göngum í skólann - međ bros á vör!

| 24. september 2010
Nú höfum við tekið höndum saman og skráð skólann okkar til leiks í verkefni Göngum í skólann og við hvetjum alla til þess að taka þátt.

Við ætlum að vera með átak í eina viku þar sem við göngum, hjólum, skokkum eða á annan virkan hátt til og frá skóla frá miðvikudeginum 29. september í næstu viku til miðvikudagsins 6. október og þá endum við á sameiginlega gönguferð og heilbrigðum skemmtilegheitum. Hér má lesa um tilhögun verkefnisins hjá okkur.

Vonandi gengur þetta vel hjá okkur. Verum endilega opin fyrir þessu og jákvæð og nýtum haustið til að vekja athygli á hreyfingu og öryggi barnanna okkar á leiðinni í skólann.

Nánari upplýsingar á www.gongumiskolann.is

Píanóstillingar

| 23. september 2010
Davíð Ólafsson píanóstillir verður á Hólmavík dagana 23. og 24. september nk. Þeir sem vilja nýta þjónustu hans er bent á að hafa samband við Stefán Steinar tónlistarkennara við Grunnskólann á Hólmavík í s. 451-3129 eða 895-3939 sem fyrst.

Grunnskólinn á Hólmavík tekur ţátt í skólatöskudögum

| 21. september 2010

Hinir árlegu skólatöskudagar Iðjuþjálfafélags Íslands eru haldnir 20.-24. september í ár. Grunnskólinn á Hólmavík tók þátt í verkefninu í fyrsta sinn í fyrra og fór Jóhanna Hreinsdóttir í alla bekki skólans. Í ár fer hún aðeins í 1.-4. bekk því vert er að skoða hvort breyting á heimanámstilhögun valdi því að börnin beri of þungar töskur. Ef foreldrar eða aðrir nemendur skólans hafa áhuga á að fá upplýsingar um rétta notkun skólatöskunnar og vigtun á töskunum er hægt að hafa samband við Jóhönnu þessa viku. 


Markmið skólatöskudaga er að vekja nemendur, foreldra og samfélagið í heild til umhugsunar um áhrif rangrar notkunar skólatöskunnar á líkamlega heilsu barna og ungmenna. Skólataskan gegnir stóru hlutverki í lífi nemenda því þeir bera hana í um 180 daga á ári,  að lágmarki í 10 ár. Að kaupa góða tösku handa barninu er ekki nóg ef notkun hennar er ekki rétt.


Fyrsti til fjórði bekkur í Grunnskólanum á Hólmavík kom ágætlega út og megum við vera stolt af því. Tæp 17% prósent barna í þessum bekkjum bera of þungar töskur en skólataskan má ekki vera meira en 10% af líkamsþyngd barnanna. Þó nokkur börn báru töskur sem voru 9-10 % af líkamsþyngd þeirra og þarf því að gæta vel að því að þau séu ekki að bera óþarfa hluti í skólann. Hvet ég foreldra til þess að aðstoða börnin sín og leiðbeina hvað sé nauðsynlegt að hafa með í skólann og hvað ekki. Einnig hvet ég foreldra barna í 1.-4. bekk að taka heimanámsgöng upp úr töskunum svo börnin séu ekki að bera allt heimanámið í töskunum alla vikuna.


Foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í þessu verkefni og leiðbeina börnunum um rétta notkun skólatöskunnar því heilsa barnanna er okkur öllum mikilvæg.

Bestu kveðjur,
Jóhanna Hreinsdóttir iðjuþjálfi.

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Febrúar 2025 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nćstu atburđir