Eldvarnardagurinn
Okkur brá síðan heldur betur í brún þegar viðvörunarbjöllur vegna elds fóru af stað upp úr kl. 11. Nemendur og starfsfólk rýmdu skólahúsnæðið í snarti og héldu út á skólalóð. Þar fóru nemendur í raðir eftir bekkjum með kennurum sínum en að loknu nafnakalli og talningu kom í ljós að einn nemanda vantaði í hópinn en þá var slökkviliðið sem betur fer komið á staðinn og héldu inn í bygginguna í leit að nemandanum með þeim árangri að hann fannst fljótt og örugglega. Sem betur fer var þetta bara eldvarnaræfing en að lokinni æfingu komu nemendur og starfsfólk saman á sal skólans og fóru yfir tæknileg atriði og síðar fór slökkviliðsstjórinn yfir daginn með Bjarna skólastjóra með það í huga að laga það sem betur mætti fara.
Myndir frá deginum eru komnar hér inn undir skólamyndir.
