A A A

Valmynd

Eldvarnardagurinn

| 24. nóvember 2010
Eldvarnaátak Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur yfir frá 19. nóvember til 27. nóvember. Slökkviliðsmenn í Strandabyggð heimsóttu Grunnskólann á Hólmavík í dag og fræddu nemendur í 1.-4. bekk um eldsvoða og eldvarnir. Nemendur fengu í hendur myndskreytta sögu um slökkviálfana Loga og Glóð, bókamerki og veggspjald sem fer á vegg í skólastofunum til minningar um heimsóknina og til áminningar um mikilvægi eldvarna.

Okkur brá síðan heldur betur í brún þegar viðvörunarbjöllur vegna elds fóru af stað upp úr kl. 11. Nemendur og starfsfólk rýmdu skólahúsnæðið í snarti og héldu út á skólalóð. Þar fóru nemendur í raðir eftir bekkjum með kennurum sínum en að loknu nafnakalli og talningu kom í ljós að einn nemanda vantaði í hópinn en þá var slökkviliðið sem betur fer komið á staðinn og héldu inn í bygginguna í leit að nemandanum með þeim árangri að hann fannst fljótt og örugglega. Sem betur fer var þetta bara eldvarnaræfing en að lokinni æfingu komu nemendur og starfsfólk saman á sal skólans og fóru yfir tæknileg atriði og síðar fór slökkviliðsstjórinn yfir daginn með Bjarna skólastjóra með það í huga að laga það sem betur mætti fara.

Myndir frá deginum eru komnar hér inn undir skólamyndir.

Fyrsta foreldrakaffiđ var í morgun

| 23. nóvember 2010
Fyrsta foreldrakaffið með skólastjórnendum var í morgun. Tólf hressir foreldrar nemenda í 1. og 2. bekk mættu í morgunsárið yfir kaffisopa og ræddu vítt og breytt um skólastarfið. Við vorum öll sammála um mikilvægi þess að hittast og ræða málin og fara yfir samstarfið um menntun og velferð barnanna okkar.

Næsta foreldrakaffi er á föstudaginn 26. nóvember nk. kl. 8:30-9:30 og hafa foreldrar tíu barna í 2. bekk fengið boðskort heim. Stefnt er að því að bjóða öllum foreldrum í kaffi áður en árinu líkur.

Nemendur í 8. og 9. bekk enduđu í topp 5 í Myndbandakeppni grunnskólanna!

| 21. nóvember 2010
Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík hafa unnið á haustönninni fjögur myndbönd undir leiðsögn Arnars Jónssonar og sendu þau í Myndbandakeppni grunnskólanna 2010. Myndböndin hafa heldur betur vakið athygli og var það myndband nemendanna í 8. og 9. bekk, Umhverfis jörðina á 8 dögum, sem lenti í topp 5 sætunum!

Dómnefnd skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Valdísi Óskarsdóttur, klippara og kvikmyndagerðarkonu, Hilmari Oddssyni, rektor Kvikmyndaskóla Íslands og Helgu Viðarsdóttur, markaðsstjóra 66°NORÐUR hefur farið yfir myndböndin og valið sigurvegara.

Í eldri flokki sigraði Bjarki Kjartansson úr Lundaskóla Akureyri en hann gerði flott klippimyndband

Í yngri flokki sigraði 5. og 7. bekkur í Bíldudalsskóla en þau gerðu þögla mynd um 66°NORÐUR manninn

Myndband nemendanna í 8. og 9. bekk lenti því í 2. - 5. sæti í eldri flokkinum og óskum við öll þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!

Umhverfis jörðina á 8 dögum má sjá hér.

Þess má einnig geta að myndböndin fjögur voru einnig send í Kvikmyndakeppni grunnskólanna en útslit í þeirri keppni verða kynnt 27. nóvember nk.

Sćtabrauđsdagur

| 19. nóvember 2010
Í dag var sætabrauðsdagur í Grunnskólanum á Hólmavík. Nemendur voru mjög spenntir og glaðir með daginn og sáust þeir strax í morgun kíkja í nestisboxin með bros á vör. Sætabrauðsdagurinn tilheyrir öðruvísi föstudögum fram að jólum en næsta föstudag er skrítinn hárdagur.

Dagur íslenskrar tungu

| 19. nóvember 2010

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar þann 16. nóvember í fimmtán ár. Nemendur skólans og starfsfólk héldu upp á daginn með því að syngja víðsvegar um Hólmavík og í skólanum og sömdu sögur og ljóð í tilefni dagsins. Um kvöldið bauð bókasafnið gestum og gangandi upp á dagskrá um Jónas Hallgrímsson og leiklestur sem var í höndum bræðranna Jóns og Arnars Jónssona.

 

Nemendur í 1.-4. bekk litu við í Kaupfélaginu og eins og fram kemur á vef Kaupfélagsins www.ksholm.is sungu börnin þrjú lög fyrir viðstadda með miklum myndarbrag. Starfsfólk Kaupfélagsins þakkar þar nemendum Grunnskólans kærlega fyrir heimsóknina og fallegan söng og skemmtilega uppákomu - jafnt fyrir viðskiptavini sem starfsfólk.

 

Morgunkaffi međ skólastjórnendum

| 15. nóvember 2010
Í nóvember og desember bjóða skólastjórnendur foreldrum í morgunkaffi, nokkrum í einu. Þar gefst tækifæri til að ræða um skólastarfið og skiptast á hugmyndum og skoðunum. Foreldrar frá boðskort sent heim og upplýsingar í tölvupósti.

Náttfatadagur

| 13. nóvember 2010
Í dag, föstudaginn 12. nóvember, var náttfatadagur í Grunnskólanum á Hólmavík en við ætlum að vera með öðruvísi föstudaga fram að jólum. Það var reglulega notaleg stemmning í skólanum og gaman að sjá hve margir nemendur og starfsmenn komu á náttfötunum í skólann. Ekki skemmdi fyrir að allt var á kafi í snjó og rúðurnar þaktar snjó og ís. Margir nýttu tækifærið og kveiktu á kertum, lásu sögur og sungu saman í vikulokin.

Næsta föstudag er sætabrauðsdagur en þá mega allir koma með kökusneið, kex eða annað sætabrauð í nesti.




Haustönn lokiđ

| 13. nóvember 2010
Fimmtudaginn 11. nóvember var foreldrum nemenda okkar boðið í viðtöl til umsjónarkennara. Farið var yfir stöðuna eftir haustönnina og einkunnir og umsagnir afhentar. Einnig hittu foreldrar tónlistarkennara barna sinna og fóru yfir stöðuna með þeim. Það var frábært að sjá hve margir foreldrar komu í skólann til okkar!

Um leið tóku foreldrar rafræna foreldrakönnun sem innra mats teymis skólans stóð fyrir. Þökkum frábæra þátttöku!

Smiđjum á ţemadögum lokiđ

| 02. nóvember 2010
Smiðjur á þemadögum gekk frábærlega og voru þau óteljandi brosin sem umluktu skólahúsnæðið og kennsluumhverfið í skógarlundinum þessa daga. Það er ekki skrítið að brosin skyldu vera svona mörg þar sem þau tengjast öll stórum og litlum sigrum á einhvern hátt og voru smiðjurnar ótrúlega fjölbreyttar, líflegar og skemmtilegar eins og myndirnar sýna. Á þemadögunum fóru nemendur út fyrir sitt daglega líf á margan hátt og skólastarf í þessum anda er fullt af áskorunum fyrir bæði nemendur og starfsfólk.

Opna húsið á föstudaginn var sannarlega skemmtilegt og nóg var að skoða, borða, heyra og berja augum fyrir gesti og gangandi.  Líklega hafa um 150 - 200 manns runnið í gegnum skólahúsnæðið og ekki fækkaði brosunum við það. Einhverjum gestum varð að orði hvort þetta gæti ekki verið svona alla daga :)

Fullt af skemmtilegum myndum hér.





Opiđ hús í lok ţemadaga

| 28. október 2010

Opinn dagur
Lokadagur þemadaga í Grunnskólanum á Hólmavík föstudaginn
29. október kl. 13-15

 


Dagskrá:

Kl. 13:00 - Húsið opnað upp á gátt. Allir hjartanlega velkomnir!

Smiðjur og sýningar frá kl. 13-15
- Kaffi kjallari, veitingar seldar úr bakarasmiðjum,
   drykkur og gómsætur diskur á 500 kr.
- Ljósmyndarallý til sýnis í tölvuveri
- Fjaran og hafið, sýning í 5. og 6. bekkjar stofu
- Útivist og útieldun, ljósmyndasýning á langa gangi
- Myndband frá þemadögum sýnt í setustofu
- Snyrting, förðun og hárgreiðsla, myndasýning  í 10. bekkjar stofu
- Karnival dýranna, myndband sýnt í 3. og 4. bekkjar stofu
- Ljósmyndir rúlla á skjám í tölvustofum

Kl. 13:00 - Lifandi tónlist í Kaffi kjallara

Kl. 13:30 - Frumsýning stuttmynda hjá 8., 9. og 10. bekk í setustofu

Kl. 14:00 - Lifandi tónlist í Kaffi kjallara

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Febrúar 2025 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nćstu atburđir