Skólahald frá 3. nóvember 2020
Í Grunnskólanum á Hólmavík verða nemendur í tveimur rýmum, nýja skóla og gamla skóla:
25 nemendur verða í nýja skóla í 5.-10. bekk skiptast á tvær kennslustofur og svæði fyrir framan hafa sér inngang og salerni. Þessir nemendur eru skyldugir til að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð í skólanum.
Í skólabíl hefur þessi hópur líka grímuskyldu. (Fjöldinn er skv. reglugerð sem segir að 25 í 5. bekk eða eldri megi vera saman í rými).
Stundaskrá breytist að því leyti að frímínútur færast til og hádegisverður er á öðrum tíma. Nemendur koma með nesti að heiman.
Meira