A A A

Valmynd

Breytingar á skólastarfi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 30. október 2020

Á upplýsingafundi stjórnvalda 30.10.2020 kom fram að breytingar verða á skólastarfi. Reglugerð verður unnin um helgina í samstarfi menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Nánari upplýsingar verða sendar út um leið og þær liggja fyrir.

Við biðjum ykkur öll að fara varlega, þvo, spritta, nota grímu og virða fjarlægðar- og fjöldatakmörk. 

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. október 2020

Frábær þátttaka nemenda í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Því sem næst allir nemendur Grunn- og tónskólans á Hólmavík tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem fram fór í gær á Hólmavík, fimmtudaginn 8. október, í stilltu haustveðri. Þetta hlaup er arftaki Norræna skólahlaupsins.

Nemendur hlupu 2,5 km, 5 km eða 10 km. Allir nemendur sem kláruðu 2,5 km eða meira fá viðkenningarskjal frá ÍSÍ

Farinn var sami hringur og undanfarin ár: byrjað hjá íþróttahúsinu, síðan eftir Vitabraut, framhjá skólanum, yfir að kirkju, að heilsugæslunni, niður Bröttugötu og eftir Kópnesbraut, framhjá Riis og eftir Hafnarbraut upp sýslumannshalla að félagsheimilinu en þessi hringur er einmitt 2,5 km.

Að hlaupi loknu fengu nemendur appelsínur, gulrætur og vatn. Mikil ánægja var með gulræturnar enda höfðu nemendur óskað sérstaklega eftir þeim.

Síðan var haldið fjörugt sundlaugarpartí með tónlist og tilheyrandi!

 5 nemendur hlupu 10 km

11 nemendur hlupu 5 km
Aðrir hlupu 2,5 km

 

 

 

Kennari óskast til starfa

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. september 2020

Grunnskólinn á Hólmavík

 

 Kennari óskast til starfa við Grunnskólann á Hólmavík

  • Staða umsjónarkennara á yngsta stigi 1.-4. bekk er laus til umsóknar. Um er að ræða samkennslu og teymisvinnu með bekkjarkennara. Allar almennar kennslugreinar. Áhersla er lögð á jákvæðan aga og samþætt þemabundin verkefni.

 Umsækjendur um kennarastöður þurfa að hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.  Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Um er að ræða tímabundið starf út skólaárið 2020-2021. Starfshlutfall 75%.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands

Umsóknarfrestur er til 30. september 2020.

 

 Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22,        510 Hólmavík

Göngum í skólann

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. september 2020

Verkefnið Göngum í skólann hófst formlega í Grunnskólanum á Hólmavík að morgni 9. september. Ragnar Bragason á Heydalsá flutti hvatningarræðu og startaði verkefninu á einkar viðeigandi hátt og minnti á þrautseigju, jákvæðni og vaxtarhugarfar og mikilvægi þess að hvetja og hrósa. 

Verkefnið mun standa yfir í þrjár vikur og á þeim tíma leggja allir sig fram um að nota virkan ferðamáta á leið til skóla.
Nemendur hafa sett upp stóra pappírspizzu á gangi skólans og í hvert skipti sem gengið er eða hjólað í skólann má setja nafn og álegg á pizzuna. Ef vel gengur er svo von á pizzuveislu þegar verkefninu lýkur.

Starfsfólk og nemendur Grunnskólans á Hólmavík hvetja ykkur öll til að vera dugleg að ganga eða hjóla til vinnu í september.

Nánar um verkefnið má finna hér: http://www.gongumiskolann.is/


Skólasetning 24. ágúst

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 13. ágúst 2020
Grunnskólinn á Hólmavík verður settur mánudaginn 24. ágúst klukkan 8:30. Kennsla hefst að lokinni skólasetningu.  Ekki er gert ráð fyrir foreldrum eða öðrum gestum við skólasetningu vegna fjarlægðartakamarka fullorðinna. Allar upplýsingar verða sendar heim og birtar á heimasíðu eða namfus.is. Kynningarfundir fyrir foreldra verða 8.-10. september.

Nemendum sem eru að byrja í 1. bekk og öðrum nýjum nemendum er boðið í heimsókn í skólann ásamt foreldrum sínum, föstudaginn 21. ágúst klukkan 11:00.

Vordagur og skólaslit 2 júní. 2020.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 29. maí 2020
Vordagur skólanna verður haldinn þriðjudaginn 2. júní, klukkan 10:00 - 12:00. Nemendur mæta klukkan 10:00. Á dagskránni  verður kraftakeppni, leikir og þrautir, andlitsmálun, sápukúlur og heimsfræg spákona mætir á svæðið. Í lok dags verða grillaðar pylsur og djús. Klukkan 11:00 verður Tónskólinn með stórskemmtileg tónlistaratriði á sparkvellinum þar sem meðal annars trommunemendur stefna á að slá í gegn. Foreldrar eru velkomnir á vordaginn.

Skólaslit Grunn- og Tónskóla verða í Hólmavíkurkirkju sama dag klukkan 17:00. Þangað eru allir velkomnir en fullorðnir beðnir að virða þau nálægðartakmörk sem hver og einn kýs. Að skólaslitum loknum hefst sumarleyfi nemenda.

4. maí 2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 22. apríl 2020

Takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum falla alveg niður 4. maí og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Fjöldamörk samkomubanns hækka á sama tíma úr 20 í 50 manns.

Þetta þýðir að reglur um fjöldatakmörk og um tveggja metra nálægðarmörk munu frá 4. maí ekki eiga við um nemendur í starfsemi leik- og grunnskóla. Þannig verður því unnt að halda óskertri kennslu og vistun barna. Sundkennsla og skólaíþróttir innanhúss og utan verða heimil. Tónlistarkennsla getur hafist, íþróttaæfingar og Frístund og Félagsmiðstöð opna aftur. 

Fullorðnir í skólaumhverfinu, starfsfólk skóla og forsjáraðilar munu þurfa að gæta sín aðeins lengur og þurfa að hafa fjöldatakmörk fullorðinna í huga og viðhalda tveggja metra reglunni eins og mögulegt er.

Áform stjórnvalda um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi voru kynnt á fréttamannafundi 14. apríl síðastliðinn og hafa nú verið útfærðar nákvæmlega.
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/21/Breyttar-reglur-um-takmarkanir-a-samkomum-fra-4.-mai/

Athugið að þessar reglur taka ekki gildi fyrr en 4. maí 2020 og þangað til verður unnið eftir sama kerfi og áður.


 

Frá samhćfingarmiđstöđ almannavarna

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 20. mars 2020



Samkomubann og börn

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.

Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

  • Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.
  • Hafi börnin þroska til að fara eftir leiðbeiningum sem snúa að minni snertingu við vini er ekki útilokað að þau geti hist í leikjum. Leikirnir mega ekki fela í sér beina snertingu, notkun á sameiginlegum leikföngum eða búnaði sem snertur er með berum höndum.
  • Börn og ungmenni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur bæði áður en þau hitta félaga sína og eftir að þau koma heim.
  • Fjölskyldur ættu að hafa í huga að ef börnin umgangast mikið vini eða frændsystkini úr öðrum skólum eða skólahópum þá verður til tenging milli hópa sem annars væru aðskildir. Slíkt ætti að forðast eins og kostur er.
  • Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við ástvini sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 sýkinga, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
  • Einnig væri hægt að nota tækifærið að kenna börnunum að skrifa sendibréf og æfa í leiðinni skrift, stafsetningu, virkja ímyndunaraflið og hugsa í lausnum þegar kemur að samskiptum við ástvini okkar.

Varðandi heimili þar sem sumir eru í sóttkví en aðrir ekki:

  • Börn sem hafa þroska og getu til að sinna eigin hreinlæti og halda viðeigandi fjarlægð við foreldra sem eru í sóttkví sem og við skólafélaga geta áfram sinnt námi í skólastofu. Mikilvægt er að gæta að hreinlæti t.d. nota sér salernisaðstöðu.
  • Foreldrar stálpaðra barna sem eru í sóttkví og geta haldið viðeigandi fjarlægð frá börnunum meðan á sóttkví stendur geta áfram sinnt vinnu á vinnustað ef fjarvinna er ekki í boði.
  • Heimilið verður allt að fara í sóttkví ef börn hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem gilda í sóttkví. Önnur leið til að leysa slíkt væri ef þeir sem ekki eru í sóttkví færu eitthvað annað á meðan á henni stendur.

 

Leikskólinn Lćkjarbrekka

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 17. mars 2020

Til foreldra leikskólabarna


Samkomubann er í gildi á Íslandi frá 16. mars til og með 13. apríl 2020. Leikskólar mega halda uppi leikskólastarfi að uppfylltum þeim skilyrðum að börn séu í fámennum hópum  og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa og sótthreinsa leikskólabygginguna eftir hvern dag. Allar aðgerðir miða að því að hægja á útbreiðslu Covid - 19


Sérstaklega er óskað eftir því að foreldrar sem eru í þeirri aðstöðu að geta haft börn sín heima geri það. Vinsamlega hafið samband til að láta vita í netfang skolastjori@strandabyggd.is


 -Athugið að leikskólinn er opnaður eins og venjulega.Til þess að tími gefist til þrifa og sótthreinsunar lýkur starfinu klukkan 15:30 og foreldrar eru beðnir að sækja börnin þá.


 - Mælst er til þess að börn séu heima ef þau eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19. Helstu einkenni eru hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur.

...
Meira

Skólahald fellur niđur 17. mars 2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 17. mars 2020

Öllu skólahaldi í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku er aflýst þriðjudaginn 17. mars 2020 vegna slæms veðurútlits.

Ákvörðun um að fella niður skóla er tekin af fjögurra manna teymi sem í sitja auk skólastjóra, Pétur Matthíasson, Sigurður Marinó Þorvaldsson og Þorgeir Pálsson.

 
 
 
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir