A A A

Valmynd

Starf skólaliđa er laust til umsóknar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 28. júní 2022
Starf skólaliða við Grunnskólann á Hólmavík er laust frá 15. ágúst 2022. Starfshlutfall er 30% sem dreifist yfir árið. Vinnutími frá 8:30-15:00, tvo daga í viku.
Helstu verkefni eru almenn þrif, gæsla og aðstoð við nemendur í leik og starfi. 

Grunnskólinn Hólmavík tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans.

Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu heilsueflandi skóla.

Hæfni:

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum Strandabyggðar og Kjalar stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 5. júlí 2022.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, og upplýsingum um meðmælendur netfang skolastjori@strandabyggd.is

Skólaslit

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 01. júní 2022

Skólaslit Grunn- og Tónskóla verða 1. júní klukkan 12.00 í Hólmavíkurkirkju.
Öll velkomin

Valgreinaskólinn

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. maí 2022


Skólaþjónustan Ásgarður og fjórtán grunnskólar hafa í vetur unnið að því að skipuleggja valgreinar fyrir unglingastig þvert á skóla, þvert yfir landið. 

Upphaf þessarar vinnu var rausnarlegur styrkur til Ásgarðs og Skóla í skýjunum síðastliðið haust frá samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra SSNV. Styrkurinn var meðal annars nýttur til að þróa miðlægt tvær valgreinar. Nemendur í níu skólum tóku þátt í náminu á netinu sem heppnaðist afar vel og framhaldsstyrkur varð svo til þess að farið var í að þróa valgreinaval í samstarfi við fleiri skóla.

Í samráði við skólastjórnendur í fjórtán skólum var nemendum gefinn kostur á að koma með tillögur að valgreinum og taka þátt í forvali. Að öllum líkindum verður hægt að bjóða upp á allt að fjórtán valgreinar í Valgreinaskólanum næsta haust. Meðal valgreina í boði verða Kökuskreytingar, íþróttaval, eðlis- og efnafræðival, kvikmyndagerð, franska, þýska, hljóðblöndun, kynjafræði, rafíþróttir, tölvuleikjahönnun og leiklist.

Samstarfsskólarnir eru: Reykhólaskóli, Patreksskóli, Bíldudalsskóli, Tálknafjarðarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Grunnskólinn á Hólmavík, Hríseyjarskóli, Stórutjarnaskóli, Þingeyjarskóli, Reykjahlíðarskóli, Öxarfjarðarskóli, Grunnskóli Raufarhafnar, Skóli í skýjunum og Þórshafnarskóli. 

Valgreinarnar verða settar upp á Námsgagnatorgi í Valgreinaskólanum. Kennarar koma úr þátttökuskólunum. Þetta er þess vegna tækifæri í starfsþróun fyrir kennara í Valgreinaskólanum auk þess sem þekking þeirra og hæfni nýtist fleirum.  Þetta er líka tækifæri fyrir nemendur í fámennum skólum sem fá þá aðgang að fjölbreyttum valgreinum í samræmi við áhugasvið sitt og efla tengslanet sitt með því að kynnast nemendum úr öðrum skólum. Annað eins framboð af valgreinum er ekki mögulegt að bjóða án þessa samstarfs.

 

Krufning, geđfrćđsla og Emmsjé Gauti

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 29. apríl 2022
Það var mikið fjör í grunnskólanum á Hólmavík fimmtudaginn 28. apríl.
Í líffræðitíma settu nemendur í 10. bekk fram rannsóknarspurningu og krufðu mýs og rannsökuðu, skilgreindu líffæri og framkvæmdu ýmsar mælingar og skiluðu svo rannsóknarskýrslu.
Sama dag kom Geðlestin í skólann og var með fræðslu fyrir unglingastigið og fjallaði þá staðreynd að við búum öll við geð svona rétt eins og við erum öll með hjarta. Fjallað var um mikilvægi þess að huga að geðheilsunni og verndandi þætti. Hægt er að fræðast nánar um Geðlestina á gedlestin.is.
Emmsjé Gauti endaði svo fræðsluna með því að taka nokkur lög og öll viðstödd tóku undir og og hoppuðu af hjartans lyst. 
 

Dans, dans, dans

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 17. mars 2022

Við bjóðum í dans
í Íþróttamiðstöðinni 18. mars, klukkan 13:00-13:30.
Nemendur Grunnskólans á Hólmavík og eldri deildar Leikskólans hafa í vikunni stundað dansæfingar og um leið fengið þjálfun í félagsfærni hjá danskennaranum Jóni Pétri Úlfljótssyni.
Jón Pétur er okkur að góðu kunnur en hann hefur í mörg ár kennt dans eina viku á ári og þá alltaf samtímis á Hólmavík og Reykhólum.
Þið eruð öll velkomin.

Vísindavaka í grunnskólanum

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. febrúar 2022
Nemendur hafa síðustu viku unnið með tækni og vísindaþema og gert ýmsar tilraunir og lært að skrifa skýrslur með aðferðum vísindanna. Í dag, 18. febrúar var svo haldin vísindavaka þar sem nemendur og starfsfólk kom saman og fræddist um tilraunir og vísindamenn. 
Nemendur á unglingastigi sýndu margar tilraunir sem annað hvort tókust eða tókust ekki eins og tilraunir gera. Þau kynntu tilraunirnar munnlega og með veggspjöldum og skýrslum.  
Nemendur á miðstigi sýndu myndbönd með tilraunum sem þau höfðu gert og verkefni með sólkerfið og  hugmyndir að framtíðarlausnum í tækni.
Nemendur á yngsta stigi kynntu ýmsa vísindamenn bæði munnlega og með glærusýningu en þau höfðu einnig unnið verkefni um sólkerfið.
Öll stóðu þau sig vel og héldu glæsilega og vel gerða kynningu og fengu mikið hrós fyrir.

Margar tilraunir af vísindavökunni má vel framkvæma heima fyrir og ýmis algeng efni eru notuð svo sem vatn, uppþvottalögur, matarsódi, edik og fleira.  
Með leyfi nemenda fylgja hér nokkrar myndir og lýsingar á tilraunum.

Skólahald fellur niđur

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 06. febrúar 2022
Allt skólahald fellur niður í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku, mánudaginn 7. febrúar vegna slæmrar veðurspár. Appelsínugul viðvörun er fyrir mest allt landið (rauð á suðvestur horninu).
 

Skólastarf á nýju ári 2022.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. janúar 2022
Skólastarf hefst í Leik- grunn- og tónskóla þriðjudaginn 4. janúar 2022. Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári. 

Núgildandi reglur um skólahald eru þannig:
  • Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
  • Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.
  • Nálægðarregla: Almennt 2 metra en sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu er grímuskylda. Leikskólabörn eru undanþegin nálægðarreglu.
  • Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
Starfsfólk og foreldrar skulu þannig viðhafa grímuskyldu í fataklefa leikskóla og grunnskóla þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra reglu milli fullorðinna einstaklinga.
Skipulagsdagur starfsfólks verður mánudag 3. janúar og þar verður meðal annars farið yfir sóttvarnarráðstafanir og aðgerðir, til dæmis í kennslu barna sem eru í sóttkví og einangrun og lausnir á mönnun ef starfsfólk fer í sóttkví eða einangrun. Verði vart við einkenni ætti starfsfólk að vera heima og foreldrar að halda börnum heima og panta tíma fyrir covid próf á heilsugæslu.   
Mikil aukning hefur verið í smitum á landinu og við þurfum öll að sýna sérstaka aðgát ekki síst eftir hátíðisdagana og nýleg ferðalög á milli landa og landshluta.

Afhending grćnfána

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 19. desember 2021
Afhending grćnfána. Mynd Ásta Ţórisdóttir
Afhending grćnfána. Mynd Ásta Ţórisdóttir
« 1 af 3 »

 

Í vikunni var formleg afhending grænfána til skóla í Strandabyggð. Í ár bættist við þriðji skólinn sem fær þessa umhverfisvottun sem grænfáninn er, en það er Vinnuskóli Strandabyggðar. 

Grænfáninn er umhverfisverkefni sem skólar á öllum skólastigum geta tekið þátt í og er helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. 

 

Grunn- og tónskólinn á Hólmavík hefur verið í grænfánaverkefninu síðan 2007 og fær nú sinn fimmta fána. Leikskólinn Lækjarbrekka er að fá sinn þriðja fána eftir nokkurt hlé. Þessir tveir skólar voru sameinaðir árið 2020 og munu framvegis vinna sem einn skóli og setja sér sameiginleg þemu og markmið til næstu tveggja ára. Nú þegar hafa umhverfisnefndir skólans ákveðið að annað þemað af tveimur verði lýðheilsa en samtímis er sameinaður skóli að fara í verkefnið „heilsueflandi grunnskóli“ sem Landlæknisembættið stendur fyrir. 

 

Umhverfisnefnd grunnskólans skipulagði samverustund í skógi í tilefni afhendingarinnar.
Þar afhenti Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri viðurkenningarspjöld frá Landvernd og fulltrúar hvers skóla tóku við þeim ásamt grænfánaskiltum. Þá var boðið upp á kakó og piparkökur, leiki við allra hæfi og jólasveinarnir létu sig ekki vanta. 

Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

 

Jólalest Vestfjarđa

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. desember 2021


Jólalestin er nýtt og spennandi frumkvöðlaverkefni á Vestfjörðum. Verkefnið snýst um að gefa af sér til samfélagsins og er unnið í samvinnu við FabLab nýsköpunarsmiðju á Ísafirði og stutt af fjölmörgum fyrirtækjum á Vestfjörðum. Smíðaðir hafa verið 12 jólapóstkassar og 12 jólasleðar.

Börn í Strandabyggð og annars staðar á Vestfjörðum fá tækifæri til að skrifa jólasveininum bréf og fá svar og óvæntan glaðning til baka. Bréfin eru skrifuð á sérstakt bréfsefni og þar er meginhugmyndin að allir geti látið gott af sér leiða og gert góðverk.

Einar Mikael Sverrisson stýrir verkefninu. Einar Mikael er einnig þekktur töframaður og hefur komið á Strandir sem slíkur.
Næstu daga verður póstkassinn til skiptis í Leikskólanum Lækjarbrekku og Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík.

 

 

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir