A A A

Valmynd

Söngkeppni Ozon á ţriđjudagskvöldiđ

| 09. janúar 2012
Arnór Jónsson og Emil Sigurbjörnsson tóku ţátt í söngkeppninni áriđ 2010 - ljósm. Jón Jónsson
Arnór Jónsson og Emil Sigurbjörnsson tóku ţátt í söngkeppninni áriđ 2010 - ljósm. Jón Jónsson
Þriðjudaginn 10. janúar fer fram hin árlega Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon, en hún verður haldin í kjallara Grunnskólanum á Hólmavík. Allmörg atriði taka þátt, en þriggja manna dómnefnd velur þrjú atriði sem fá keppnisrétt í Vestfjarðariðli landshlutakeppni Samfés sem verður á Súðavík föstudaginn 27. janúar. Þá fær siguratriðið farandgrip til varðveislu í eitt ár.

Húsið opnar kl. 20:00 og allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 500 krónur, krakkar á grunnskólaaldri borga kr. 100 en börn undir fimm ára aldri fá frítt inn. Sjoppa nemendafélagsins verður að sjálfsögðu opin. Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að mæta á þessa skemmtilegu uppákomu í menningarlífinu og styðja þannig við bakið á söngvurunum og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Gleđileg jól

| 19. desember 2011

Nú erum við komin í jólafrí en skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 3. janúar 2012.

Starfsfólk Grunn- og Tónskólans óskar ykkur gleði og friðar um jólahátíðina og farsældar á nýju ári. Með þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir og gott samstarf á líðandi ári.

Myndir frá Litlu jólunum

| 19. desember 2011
Halldór Kári og Jón Valur leika. Mynd: Jón Jónsson, Strandir.is.
Halldór Kári og Jón Valur leika. Mynd: Jón Jónsson, Strandir.is.
Af fréttavefnum Strandir.is um Litlu jólin okkar:
Þar gleði og gaman á Litlu-jólum Grunn- og Tónskólans á Hólmavík í vikunni. Þar stigu allir nemendur skólans á svið og var mikið um dýrðir. Heilu leikritin og söngatriðin voru sýnd og var samdóma álit áhorfenda að sýningin hefði verið óvenju krafmikil að þessu sinni. Ný útgáfa af helgileiknum vakti mikla lukku og fleiri skemmtileg leikrit og söngvar. Oft hjálpuðu kennarar til með atriðin og tóku jafnvel þátt í fjörinu sjálfir. Á eftir spilaði stórsveitin Grunntónn á jólaballi og um kvöldið var diskótek í skólanum. Ritstjóri strandir.is var á staðnum með myndavélina. Frétt og myndir má sjá hér.

Litlu jólin

| 14. desember 2011
Fimmtudaginn 15. desember eru Litlu jól Grunnskólans á Hólmavík haldin hátíðleg í Félagsheimilinu kl. 14:00. Nemendur koma fram með bekkjarfélögum sínum og mynda fjölbreytta og skemmtilega jóladagskrá undir stjórn kennara sinna. Að því loknu verður jólaball þar sem dansað verður í kringum jólatréð undir ljúfum tónum Grunntóns. Það er aldrei að vita nema að jólasveinarnir láti sjá sig :) Allir eru hjartanlega velkomnir á Litlu jólin okkar.

Jólatónleikar Tónskólans

| 07. desember 2011
Jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík fara fram núna í vikunni. Eins og undanfarin ár eru þeir tvískiptir og fara fyrri tónleikarnir fram miðvikudaginn 7. desember en þeir seinni fimmtudaginn 8. desember. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 19:30 og fara þeir fram í Hólmavíkurkirkju. Allir íbúar Strandabyggðar og nágrannasveitarfélaga eru boðnir hjartanlega velkomnir á tónleikana þar sem nemendur Tónskólans sýna snilli sína við söng og hljóðfæraslátt með stuðningi kennara sinna þeirra Barböru, Borgars, Viðars og Bjarna Ómars.

Desemberdagskrá

| 07. desember 2011

Nú er jólamánuðurinn að fara í hönd með tilheyrandi hátíðarbrag og skemmtilegheitum. Þá er mikilvægt að muna eftir því sem mestu skiptir - að vera saman og njóta þess með bros á vör. Síðustu vikur skólaársins er skólastarfið að einhverju leiti brotið upp og fléttað saman við þá viðburði og uppákomur sem tengjast jólum og jólaundirbúningi. Hér má sjá desemberdagskrá Grunn- og Tónskólans á Hólmavík, athugið þó að dagskráin er ekki tæmandi því það gæti eitthvað bæst við. DESEMBERDAGSKRÁ

Góđir gestir frá Skelinni

| 05. desember 2011
Gestir í Skelinni, lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu, hafa heiðrað okkur með heimsóknum í skólann í nóvember. Kolbeinn Proppé sagnfærðingur kom til okkar og flutti erindi um húmor fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og sýndi okkur hvernig húmorinn hefur fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar. Þá kom til okkar Haraldur Auðunsson eðlisfræðingur og Sigurborg A. Guttormsdóttir kona hans gerði tilraun með nemendum 10. bekkjar. Haraldur fræddi nemendur um hvernig rafstraumur veldur segulsviði og bjó til rafmótóra með þeim sem þau síðan tóku með heim til að sýna. Haraldur var kennari hér á Hólmavík á árunum 1976-1977 og sýndi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík skemmtilega svart-hvíta ljósmyndasýningu með mannlífsmyndum frá þeim tíma. Við þökkum Þjóðfræðistofu fyrir þetta skemmtilega og gefandi samstarf sem sannarlega hefur góð áhrif á skólastarfið. Hér má sjá myndir frá heimsókn Haraldar og Sigurborgar.

Vetrarfrí

| 30. nóvember 2011
Minnum á hið árlega vetrarfrí Grunn- og Tónskólans á fimmtudaginn og föstudaginn 1. og 2. desember. Með von um að þið njótið þessara daga vel og hafið það gott saman. Hittumst hress í skólanum aftur mánudaginn 5. desember.

Góđ gjöf frá nemanda

| 29. nóvember 2011
Hér er Símon Ingi međ Legóiđ
Hér er Símon Ingi međ Legóiđ
« 1 af 3 »

Þessi ungi piltur í 8. bekk Símon Ingi Alfreðsson kom færandi hendi í vor og gaf skólanum alla Legókubbana sína að gjöf í þessum fína kassa. Gjöfin kom sér mjög vel og hafa nemendur skólans notið hennar vel og mikið bæði í sérkennslunni og við leik og störf í skólanum. Símon Ingi var þeirrar skoðunar að kubbarnir kæmu að betri notum hér en heima þar sem margir nemendur þyrftu á því að halda að geta litið upp úr hefðbundnu bóknámi, breytt um umhverfi og farið að kubba sem er jú til gagns og ekki einungis gamans. Legókubbar eru góðir til að þjálfa fínhreyfingar, rökhugsun, stærðfræði og þjálfa samhæfingu augna og handa. Skólinn þakkar Símoni Inga og fjölskyldu fyrir þessa góðu gjöf.

 

Það er ekki nóg með að Símon hafi gefið Legókubbana sína heldur hefur hann verið einstaklega handlaginn hér innan húss og meðal annars aðstoðað okkur við að setja saman þessar hvítu hillur sem hafa reynst nemendum og kennurum vel. Símon er mikill verkmaður, vandvirkur og útsjónarsamur þegar það kemur að því að setja saman hluti og höfum við aldeilis notið góðs af því í gegnum árin.

Fróđleiksmolar um ADHD frá félagsmálastjóra

| 28. nóvember 2011
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps. Mynd: Brian Berg.
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps. Mynd: Brian Berg.
Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík tók virkan þátt í evrópsk vitundarvika um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) sem fram fór í síðustu viku.  Þeir sem eru með ADHD eru með frávik í þeim hluta heilans sem stjórnar athygli og virkni. Það þýðir að taugaboð í þeim hluta heilans eru trufluð (taugaþroskaröskun) og því eiga þeir í erfiðleikum með að einbeita sér, eru eirðarlausir og lenda oft í vandræðum. Orsakir ADHD eru af líffræðilegum toga og hafa ekkert að gera með slakt uppeldi foreldra eða lélegar kennsluaðferðir.


Ekki er til lækning við ADHD enda ekki skilgreint sem sjúkdómur. Þetta er krónískt ástand sem fylgir einsatklingi frá barnsaldri, en það er  oftast greint innan 7 ára aldurs, til fullorðinsára. Mikilvægt er að skilja að barn sem er með ADHD velur ekki sjálft að vera til vandræða - og er í sjálfu sér ekki til vandræða heldur veldur frávikið hegðun þess. Því miður verða börn með ADHD oft útskúfuð félagslega vegna hegðunar sinnar. Þó er hægt að kenna barni með ADHD ýmislegt til að hjálpa því að falla félagslega inn í hópa. Flest þessi börn eru á lyfjum, fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf og stuðning til að eiga við hegðun barnsins og oft eru gerðar einstaklingsmiðaðar stundaskrár í skóla til að barninu gefist kostur á að læra á sínum hraða og samkvæmt sinni getu sem getur verið mismunandi frá degi til dags. Einnig er stuðst við hegðunarmótandi aðferðir.


Það skal tekið skýrt fram að ADHD er algerlega óháð greind. Börn með ADHD geta vel lært. Þau þurfa umfram allt á skilningi, stuðningi, umhyggju og þolinmæði þeirra að halda sem vinna með þeim. Foreldrar barna, sem eru í bekk með börnum sem glíma við ADHD, þurfa að upplýsa börn sín um hvað það sé að vera með ADHD og hvað það felur í sér. Börn eru að upplagi fordómalaus og við foreldrar þurfum að vera þeim fyrirmynd og meðvituð um okkar eigin fordóma.

 

Foreldrar barna með ADHD þurfa einnig á skilningi annarra að halda og stuðningi því að það er ekki alltaf auðvelt að glíma við barn með ADHD. Góðu fréttirnar eru þær að almenningur er orðinn mjög meðvitaður um hvað það felur í sér að eiga barn með ADHD og því hafa fordómar samfélagsins minnkað til muna. Þetta hjálpar foreldrum barnanna mikið fyrir utan hvað það skiptir einstaklinginn sjálfan miklu máli sem glímir við röskunina.

 

Stöndum saman og sýnum skilning, það skilar alltaf bestum árangri.

 

Hildur Jakobína Gísladóttir

félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir