Skemmtiferđ Ozon og Söngkeppni Samfés í dag.
Í dag er það svo Söngkeppni Samfés þar sem okkar flytjendur, GóGó-píurnar, munu stíga síðastar af þrjátíu atriðum á svið í Laugardalshöllinni. GóGó-píurnar, þau Brynja Karen Daníelsdóttir, Fannar Freyr Snorrason, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir og Sara Jóhannsdóttir sigruðu Vestfjarðariðilinn í Súðavík í febrúar með flutningi á laginu Do Lord með íslenskum texta eftir Arnar Jónsson. Hér má sjá og heyra glæsilegan flutning lagsins Ó dýrið (Do Lord) hjá þeim í Súðavík. Söngkeppnin verður sýnd beint í Sjónvarpinu RÚV og hefst kl. 13:00 í dag. Undirbúningur hófst kl. 8 í morgun þar sem dömurnar fengu förðun, hárgreiðslu og aðstoð við undirbúninginn en þær koma fram í kjólum sem Stella Guðrún Jóhannsdóttir nemandi í 10. bekk saumaði með aðstoð móður sinnar Guðrúnar Guðfinnsdóttur.
Eftir söngkeppnina heldur fjörið áfram þar sem hópurinn fer á skauta, í Laser-Tag, pizzuveislu og í bíó í kvöld. Á morgun ætla þau svo í diskókeilu, leiktæki, GoKart og borða saman áður en þau halda af stað aftur til Hólmavíkur.