A A A

Valmynd

Skemmtiferđ Ozon og Söngkeppni Samfés í dag.

| 03. mars 2012
GóGó-píurnar í undankeppninni á Hólmavík. Ljósm: Strandir.is
GóGó-píurnar í undankeppninni á Hólmavík. Ljósm: Strandir.is
Krakkarnir í félagsmiðstöðinni Ozon eru í sannkallaðri skemmtiferð í höfuðborginni um helgina. Í gær héldu tæplega þrjátíu hressir krakkar af stað undir leiðsögn Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Alfreð Gests Símonarsonar bílstjóra og Bjarna Ómars Haraldssonar gæslumanns. Fyrsti áfangastaður var Stjörnutorg í Kringlunni þar sem fyllt var á orkuna fyrir hið eina sanna Samfésball þar sem Páll Óskar, Emmsé Gauti, Jón Jónsson og DJ Sindri BM komu fram. Að sögn Arnars gekk allt eins og í sögu og voru krakkarnir okkar algjörlega til fyrirmyndar og skemmtu sér vel.

Í dag er það svo Söngkeppni Samfés þar sem okkar flytjendur, GóGó-píurnar, munu stíga síðastar af þrjátíu atriðum á svið í Laugardalshöllinni. GóGó-píurnar, þau Brynja Karen Daníelsdóttir, Fannar Freyr Snorrason, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir og Sara Jóhannsdóttir sigruðu Vestfjarðariðilinn í Súðavík í febrúar með flutningi á laginu Do Lord með íslenskum texta eftir Arnar Jónsson. Hér má sjá og heyra glæsilegan flutning lagsins Ó dýrið (Do Lord) hjá þeim í Súðavík. Söngkeppnin verður sýnd beint í Sjónvarpinu RÚV og hefst kl. 13:00 í dag. Undirbúningur hófst kl. 8 í morgun þar sem dömurnar fengu förðun, hárgreiðslu og aðstoð við undirbúninginn en þær koma fram í kjólum sem Stella Guðrún Jóhannsdóttir nemandi í 10. bekk saumaði með aðstoð móður sinnar Guðrúnar Guðfinnsdóttur.

Eftir söngkeppnina heldur fjörið áfram þar sem hópurinn fer á skauta, í Laser-Tag, pizzuveislu og í bíó í kvöld. Á morgun ætla þau svo í diskókeilu, leiktæki, GoKart og borða saman áður en þau halda af stað aftur til Hólmavíkur.

Furđulegur hárdagur!

| 02. mars 2012
Eyrún Björt (Argintćta) á furđulegum hárdegi í fyrra.
Eyrún Björt (Argintćta) á furđulegum hárdegi í fyrra.
Í dag var furðulegur hárdagur í skólanum okkar. Starfsfólk og nemendur mættu með hinar ýmsu furðugreiðslur og erfitt var að þekkja suma. Furðulegur hárdegur er hluti af öðruvísi föstudögum fram að páskafrí en þá kryddum við skólastarfið með skemmtilegum viðfangsefnum. Í síðustu viku grilluðu allir nemendur samlokur í setustofunni sem vakti mikla lukku og á næsta föstudag er sparifatadagur.

Dansnámskeiđ hefst á mánudag

| 02. mars 2012
Vikuna 5.-9. mars verður dansnámskeið á Hólmavík. Eins og fyrra kennir Jón Pétur Úlfljótsson frá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Að þessu sinni verður kennt Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík frá mánudegi til föstudags eins og hér segir:

Kl. 13:10-14:00 (7.-10. bekkur)
Kl. 14:10-15:00 (1.-3. bekkur)
Kl. 15:10-16:00 (4.-6. bekkur)

Námskeiðin enda með danssýningu á föstudeginum. Verð er 4.200 kr. á nemanda (5 skipti) en 3.700 kr. fyrir systkini. Nánari upplýsingar veitir Hildur aðstoðarskólastjóri í s. 661-2010 eða í gegnum netfangið hildur@holmavik.is

Tónlist fyrir alla

| 27. febrúar 2012
Í dag 27. febrúar munu tónlistarmennirnir Páll Eyjólfsson gítarleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari flytja efnisskrá í tengslum við verkefnið Tónlist fyrir alla. Þau leika fyrir nemendur í Grunnkólanum á Hólmavík, Grunnskólanum á Drangsnesi og Finnbogastaðaskóla. Dagskráin fer fram í Hólmavíkurkirkju og hefst klukkan 11:10.

Upphaf skólatónleika á Íslandi - Tónlist fyrir alla má rekja aftur til ársins 1994, þegar íslensku þjóðinni barst peningagjöf frá Norðmönnum í tilefni af lýðveldisafmæli Íslands arið 1994 og skyldu þessir fjármunir notaðir til að efla tónlistar- og menningarstarf í grunnskólum á Íslandi. Allt frá árinu 1995 hefur verði staðið fyrir tónleikum á grunnskólum landsins þar sem boðið er upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.

Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.

Skólatónleikar á Íslandi - Tónlist fyrir alla er sjálfstætt starfandi stofnun en rekin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Samspilsvika í Tónskólanum hefst 27. febrúar.

| 26. febrúar 2012
Samspilsvika verður í Tónskólanum vikuna 27. febrúar til 2. mars. Samspilsdagar eru fastur liður í starfsemi skólans og byggir framkvæmdin á aðalnámskrá tónlistarskóla þar sem hvatt er til þess að nemendur eigi kost á samspili af ýmsum toga. Á mánudag verður nemendum afhent skipulag þar sem fram kemur hópskipting og sá tími sem hverjum hóp er ætlaður í vikunni. Þá verður skipulag og hópskipting einnig sent til forráðamanna á Mentor. Athugið að tónfræði fellur niður þessa viku og nemendur mæta eingöngu í samspilstíma sem þeim eru ætlaðir.

 

Gó! Gógó -píur.

| 26. febrúar 2012
Pennarnir ţćr Gunnur Arndís, Sara og Stella Guđrún. Mynd úr einkasafni Söru Jóhannsdóttur.
Pennarnir ţćr Gunnur Arndís, Sara og Stella Guđrún. Mynd úr einkasafni Söru Jóhannsdóttur.
Laugardaginn 3. mars munu Gógó píurnar keppa á Samfés fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík. Keppnin verður sýnd í beinni  á RÚV og hefst kl 13:00. Þau Gunnur Arndís, Brynja Karen, Margrét Vera, Sara og Fannar Freyr ætla að flytja lagið Lýstu skært, en upprunalega nafn lagsins er Way beound the blue. Það er Viðar Guðmundsson sem á heiðurinn af lagavalinu. Fleiri munu koma að atriðinu því Gógó píurnar hafa fjölmennt lið á bak við sig. Stella Guðrún, umboðsmaður Gógó píanna hefur tekið að sé að sauma kjóla á stelpurnar.

Unnur Ingimundardóttir ætlar að farða þær fyrir stóru keppnina og Kristín Lilja Sverrisdóttir sér um hárgreiðslurnar. Arnar Snæberg og Hildur Guðjónsdóttir hafa einnig staðið vel við bakið á stelpunum og haldið utan um atriðið. Laugardaginn 18. febrúar heimsóttu krakkarnir Heiðu Ólafs í útvarpshúsið þar sem hún hjálpaði þeim með atriðið og sviðsframkomu.

Gógó píurnar hafa fjöldann allan af stuðningsmönnum því 30 krakkar úr félagsmiðstöðinni Ozon fara í ferðina. Utan söngkeppninnar er fjölbreytt dagskrá. Farið verður í gokart, lazertag, bíó, skauta  og keilu auk þess sem farið verður á stóra samfés ballið sem haldið verður í Laugardalshöllinni.

Höfundar: Gunnur Arndís, Sara og Stella Guðrún

Íslenskunemar í 10. bekk skólans skrifa nú fréttir, undir leiðsögn Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur íslenskukennara, sem munu birtast á næstunni hér á vef skólans og á www.strandir.is. Hlökkum til að fylgjast með því. Frábært framtak, vel skrifaðar og vandaðar fréttir hjá þeim!

Öskudagsball

| 21. febrúar 2012
Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík heldur upp á gamlar hefðir og býður öllum börnum í Strandabyggð og nágrannasveitum að taka þátt í Öskudagsballi fyrir börnin miðvikudaginn 22. febúar, klukkan 17:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Húsið fyllist af kátum krökkum, héðan og þaðan, og ef að líkum lætur skemmta allir sér konunglega. Foreldrar er hvattir til að koma með krakkana sína og fara í þrautakóng og slá köttinn úr tunnunni. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta furðufatabúninginn.

Góđ gjöf frá Strandabyggđ

| 17. febrúar 2012
Vel upplýst skólabörn í fínu vestunum frá Strandabyggđ.
Vel upplýst skólabörn í fínu vestunum frá Strandabyggđ.
« 1 af 7 »

Nú hefur sveitarfélagið Strandabyggð gefið öllum nemendum Grunnskólans á Hólmavík merkt endurskinsvesti til þess að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Mikilvægi þess að vera vel sýnilegur í umferðinni á jafnt við börn sem og fullorðna, hvort sem fólk er gangandi, hlaupandi eða hjólandi. Við fögnum því að Strandabyggð vilji tryggja að börnin okkar séu vel upplýst á dimmustu mánuðum ársins til að forða slysum. Börnin eru hvött til að nota vestið á leið til og frá skóla og við önnur tækifæri, til dæmis á leið í íþróttir og tómstundastarf.

 

Mikilvægt er að foreldrar og starfsfólk skóla hvetji og veiti því athygli hvort börnin þeirra séu sjáanleg í umferðinni og að foreldrar séu sjálfir til fyrirmyndar og noti endurskinsmerki. Hannes Leifsson yfirlögregluþjónn á Hólmavík kom og ræddi við börnin og fræddi okkur um hvernig hægt er að auka öryggi allra í umferðinni margfalt með því að nota þessi einföldu, léttu og þægilegu öryggistæki sem endurskinsvesti og endurskinsmerki eru. Börn sem eru með endurskin sjást miklu fyrr en ella eða í um 100 metra fjarlægð frá ökutæki. Nemendur fóru strax í vestin sín eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og voru þakklát sveitarfélaginu fyrir umhyggjuna sem þeim hefur verið sýnd með þessari góðu gjöf og í þakkarskyni tóku þau lagið með viðstöddum.

Foreldraviđtöl

| 15. febrúar 2012
Fimmtudaginn 16. febrúar eru foreldraviðtöl í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Foreldrar og forráðamenn hitta umsjónarkennara og ræða námsframvindu og líðan nemenda og hafa allir nemendur farið heim með blöð með tímasetningum hvers viðtals og margir fengið sömu upplýsingar með tölvupósti. Þann dag er frí hjá nemendum.

Bjarni Ómar skólastjóri vill hvetja alla sem óska eftir því að ná á hann um hvaðeina sem snýr að skólastarfinu, að koma við á skrifstofunni þegar hentar.  Einnig er velkomið að hafa samband í gegnum netfangið skolastjorar@holmavik.is eða í síma 451-3129 til að festa tíma. Flestir faggreinakennarar og almennir starfsmenn verða við til á tímanum 8:10-13:00.

Hlökkum til að sjá ykkur, heitt á könnunni og hlýjar móttökur.

Félagsstarf eldri borgara međ ađstöđu í Grunnskólanum á Hólmavík

| 14. febrúar 2012
Nú hefur sveitarfélagið Strandabyggð opnað smíðastofu fyrir eldri borgara á fimmtudögum frá kl. 14:00 - 17:00. Með smíðastofunni er verið að koma á fjölbreyttara félagsstarfi en á opnum íbúafundi með eldri borgurum sem Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps stóð fyrir í haust komu fram óskir þar um. Ingibjörg Sigurðardóttir mun hafa umsjón með smíðastofunni eins og félagsstarfinu sem boðið er uppá á þriðjudögum. Eldri borgarar eru hvattir til að nýta sér þetta nýja félagsstarf sem fer fram í Grunnskólanum í Hólmavík, nýju byggingunni. Allir velkomnir - heitt á könnunni!
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir