Keppendur okkar í undankeppni Söngkeppni Samfés.
Mentor í snjallsímann.
Fjórir kennarar sćkja námskeiđ um Kvíđa barna og ungmenna.
Stundin okkar viđ upptökur í Grunnskólanum á Hólmavík
Svona skráum viđ stigin í Lífshlaupinu!
Lýðheilsustöð ráðleggur börnum og unglingum að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.
Til þess að fá stig í Lífshlaupinu gerir þú eftirfarandi:
- Ferð inn á www.lifshlaupid.is
- Efst hægra megin ferðu í innskráning og skráir inn netfangið: grunnskolinn@holmavik.is og lykilorðið: holmavik
- Þá skoðar þú valmöguleikana á ljósbláa svæðinu vinstra megin og velur ,,skólinn minn"
- Þá smellir þú á bekkinn þinn, smellir á ,,skrá/breyta stigum" og skráir hreyfinguna fyrir hvern dag. Ath. að aðeins er hægt að skrá tíu daga aftur í tímann.
Hér má nálgast nákvæmari leiðbeiningar.
KOMA SVO KRAKKAR :o)
Febrúardagskrá Skólaskjóls
Við vorum að senda frá okkur febrúardagskrá Skólaskjóls sem er eins og sjá má full af skemmtilegheitum, leikjum og spilum. Það eru þau Alda og Steinar Ingi hafa skipulagt dagskrána og halda utan um starfið í Skjólinu með hressum krökkum í 1.-4. bekk sem eru nú tólf þegar þau eru flest. Skólaskjólið hefst að loknum skóladegi kl. 14:00 og snæða krakkarnir léttar veitingar og hressingu í kaffitímanum. Að loknum kaffitíma er stefnt að því að fara út að leika alla daga ef veður leyfir. Það hefur verið líflegt og skemmtilegt að fylgjast með þeim hoppa og skoppa um gangana í janúar í ýmsum furðuklæðum, fataleik, hópleikjum, á dótadaginn og á hinum sívinsæla bíódegi þar sem allir fá popp og djús. Hér má sjá febrúardagskrá Skólaskjóls.
Viđ tökum ţátt í Lífshlaupinu
Á morgun, þann 1. febrúar, hefst Lífshlaupið sem er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Í fyrra lentum við í Grunnskólanum á Hólmavík í 2. sæti í okkar flokki en keppnin virkar þannig að landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.
Lýðheilsustöð ráðleggur börnum og unglingum að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Inn á vef Lífshlaupsins er hægt að velja um þrjár leiðir til að taka þátt í Lífshlaupinu: Ef þú ert 15 ára og yngri getur þú tekið þátt í hvatningarverkefni fyrir grunnskóla. Ef þú ert 16 ára og eldri getur þú tekið þátt í vinnustaðakeppni. Allir geta tekið þátt í einstaklingskeppni þar sem þátttakendur geta skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið. Hægt er að fylgjast með fjölda þátttakenda, fjölda liða og með þeim árangri sem þátttakendur ná í hverju sveitarfélagi fyrir sig með því að smella á Staðan vinstra megin á vef Lífshlaupsins http://lifshlaupid.is/ en þar má einnig nálgast ítarlegri upplýsingar um hvatningarleikinn þar sem grunnskólanemendur eru hvattir til þess að ná að hreyfa sig alla daga meðan á leiknum stendur í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu.
Gleđi og gaman í Reykjaskóla
Í morgun var bjart, kalt og svolítill vindur hjá þeim. Nú njóta þau síðustu stundanna í Hrútafirðinum og það sem liggur fyrir er m.a. hópmyndataka, valfrjáls tími og hárgreiðslukeppni. Að sögn Hafnhildar Guðjörnsdóttur eru allir eru hraustir og hressir og hafa staðið sig gríðarlega vel. Á morgun heldur hópurinn okkar svo heim á leið eftir góða dvöl í Reykjaskóla með nemendum úr Kársnesskóla í Kópavogi, Brekkuskóla á Akureyri og Grunnskólanum á Drangsnesi. Ítarlegari fréttir frá hópnum okkar má lesa með því að smella hér og hér má skoða skemmtilegar myndir.
Skólastarf fellur niđur í dag
Skólastjórar Grunnskólans á Hólmavík.