A A A

Valmynd

Athygli - já takk

| 21. september 2011
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps
Nú stendur yfir evrópsk vitundarvika um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD).  Þeir sem eru með ADHD eru með frávik í þeim hluta heilans sem stjórnar athygli og virkni. Það þýðir að taugaboð í þeim hluta heilans eru trufluð (taugaþroskaröskun) og því eiga þeir í erfiðleikum með að einbeita sér, eru eirðarlausir og lenda oft í vandræðum. Orsakir ADHD eru af líffræðilegum toga og hafa ekkert að gera með slakt uppeldi foreldra eða lélegar kennsluaðferðir.


Ekki er til lækning við ADHD enda ekki skilgreint sem sjúkdómur. Þetta er krónískt ástand sem fylgir einsatklingi frá barnsaldri, en það er  oftast greint innan 7 ára aldurs, til fullorðinsára. Mikilvægt er að skilja að barn sem er með ADHD velur ekki sjálft að vera til vandræða - og er í sjálfu sér ekki til vandræða heldur veldur frávikið hegðun þess. Því miður verða börn með ADHD oft útskúfuð félagslega vegna hegðunar sinnar. Þó er hægt að kenna barni með ADHD ýmislegt til að hjálpa því að falla félagslega inn í hópa. Flest þessi börn eru á lyfjum, fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf og stuðning til að eiga við hegðun barnsins og oft eru gerðar einstaklingsmiðaðar stundaskrár í skóla til að barninu gefist kostur á að læra á sínum hraða og samkvæmt sinni getu sem getur verið mismunandi frá degi til dags. Einnig er stuðst við hegðunarmótandi aðferðir.


Það skal tekið skýrt fram að ADHD er algerlega óháð greind. Börn með ADHD geta vel lært. Þau þurfa umfram allt á skilningi, stuðningi, umhyggju og þolinmæði þeirra að halda sem vinna með þeim. Foreldrar barna, sem eru í bekk með börnum sem glíma við ADHD, þurfa að upplýsa börn sín um hvað það sé að vera með ADHD og hvað það felur í sér. Börn eru að upplagi fordómalaus og við foreldrar þurfum að vera þeim fyrirmynd og meðvituð um okkar eigin fordóma.

Foreldrar barna með ADHD þurfa einnig á skilningi annarra að halda og stuðningi því að það er ekki alltaf auðvelt að glíma við barn með ADHD. Góðu fréttirnar eru þær að almenningur er orðinn mjög meðvitaður um hvað það felur í sér að eiga barn með ADHD og því hafa fordómar samfélagsins minnkað til muna. Þetta hjálpar foreldrum barnanna mikið fyrir utan hvað það skiptir einstaklinginn sjálfan miklu máli sem glímir við röskunina.

Stöndum saman og sýnum skilning, það skilar alltaf bestum árangri.

 

Hildur Jakobína Gísladóttir

félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps

Krakkarnir okkar í Landanum!

| 19. september 2011
Á fleygiferđ í brautinni - ljósm. Ingimundur Pálsson
Á fleygiferđ í brautinni - ljósm. Ingimundur Pálsson
Í sjónvarpsþættinum Landanum sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu á sunnudaginn var rætt við unga og sprellfjöruga iðkendur í Mótorkrossfélagi Geislans sem hefur aðsetur sitt á mótorkrossbrautinni rétt utan við Hólmavík. Mikil vinna hefur verið lögð í uppbyggingu brautarinnar undanfarin ár, en hún ber nafnið Skeljavíkurbraut og er lögleg 1.400 metra löng keppnis- og æfingabraut fyrir fyrir minni hjól eða fyrir hjól með allt að 85cc tvígengis- eða 125 fjórgengisvélum. 

Strandabyggð hefur stutt við uppbyggingu brautarinnar í gegnum tíðina með styrkjum, en mestöll vinna við uppbyggingu hefur verið unnin af sjálfboðaliðum.  Unga fólkið okkar kom að vanda vel fyrir í þættinum og var Ströndum til sóma.

Hægt er að horfa á umfjöllunina með því að smella hér.
 
Frétt fengin af vefnum www.strandabyggd.is

Hvetjum börnin og fylgjumst međ!

| 16. september 2011
Rannsóknir sýna að áhrif foreldra á námsárangur barna er mun meiri en almennt hefur verið talið. Niðurstöður sýna að áhrif þeirra á námsárangur 7-9 ára barna er sex sinnum meiri en áhrif skólans. Stuðningur foreldra felst fyrst og fremst í þeim gildum og viðhorfum sem ríkja á heimili barnsins til menntunar og skólastarfs. Það er umræðan við eldhúsborðið, væntingar foreldranna, hvatning og örvun sem vekur áhuga barnsins og er undirstaða námsárangurs og farsæls skólastarfs.

Grunnskólar leita því allra leiða til að gefa foreldrum aukna hlutdeild í skólastarfinu og líta á þá sem mikilvæga samstarfsaðila á jafnréttisgrundvelli. Aðgangur foreldra að Mentor er einn liður í þessu samstarfi og hér má sjá stutta kynningu á aðgangi foreldra að Mentor.

Samrćmd könnunarpróf

| 16. september 2011

Samræmd könnunarpróf verða haldin í öllum grunnskólum landsins í næstu viku eins og hér segir:

Í 10. bekk:
Íslenska mánudagur 19. sept. kl. 09:00 - 12:00
Enska þriðjudagur 20. sept. kl. 09:00 - 12:00
Stærðfræði miðvikudagur 21. sept. kl. 09:00 - 12:00

Í 4. og 7. bekk:
Íslenska fimmtudagur 22. september kl. 09:00-11:20 og 11:40 (20 mín hlé)
Stærðfræði föstudagur 23. september kl. 09:00-11:20 og 11:40 (20 mín hlé)

 

Hér má lesa allt um uppbyggingu og framkvæmd prófanna.
http://www.namsmat.is/vefur/samr_prof/grunnskolar/framkvamd/framkvamd_47010_2011.pdf

 

Kæru nemendur. Passið uppá að hvílast vel og óttast ekki prófin. Þið gerið ykkar besta og vandið ykkur. Gangi ykkur öllum vel :)

Göngum í skólann

| 13. september 2011

Nú höfum við ákveðið að taka þátt annað árið í röð í verkefninu Göngum í skólann en meginmarkmið þess er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Á morgun, miðvikudaginn 14. september munum við fara af stað og verður verkefnið með mjög svipuðu sniði og síðastliðinn vetur. Nemendur ganga eða hjóla í skólann og setja laufblað á bekkjartréð sitt. Þeir sem ganga eða hjóla setja græn laufblöð á trén, þeir sem koma á bíl setja brún laufblöð á trén. Þeir sem ferðast með skólabíl verður boðið uppá það að fara út hjá gömlu sjoppunni og labba þaðan í skólann og fá þá grænt laufblað. Einnig verður hægt að ganga af sér í frímínútum. Hér má sjá frekari upplýsingar um verkefnið.

Kynningarfundum bekkja FRESTAĐ

| 11. september 2011

Foreldrar - vinsamlega athugið!

Kynningarfundum allra bekkja hefur verið frestað um tvær vikur. Kynningarfundirnir fara fram dagana 26. og 27. september nk. Auglýsing með nákvæmum tímasetningum verður send út síðar í vikunni.

Með von um að sjá sem flesta á kynningum í þar næstu viku.

Leiksýningin Gýpugarnagaul

| 08. september 2011

Foreldrafélög leikskóla og grunnskóla hér á Hólmavík ætla að bjóða nemendum okkar í 1.-6. bekk á leiksýninguna Gýpugarnagaul í félagsheimilinu mánudaginn 12. september kl. 9. Nemendur fara með kennurum og stuðningsfulltrúum í félagsheimilið og koma með þeim aftur til baka í skólann og ljúka hefðbundnum mánudagsskóladegi.


Möguleikhúsið er á ferð um Vestfirði og sýnir Gýpugarnagaul sem fjallar um söngkonu sem ef til vill er líka álfkona, og tónlistarmaður, sem kannski er tröll, vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar til þeirra stormar glorhungruð furðupersóna í leit að risa með gullhár, ásamt vini sínum litla snjótittlingnum. Það má með sanni segja að hún setji rólyndislega tilveru þeirra á annan endann með hamaganginum í sér, en spurningin er hvort þeim tekst að hafa hemil á öllum gýpuganginum.

Ungmenni syngja fyrir eldri kynslóđina

| 08. september 2011
Andrea og Guđbjartur á góđri stund.
Andrea og Guđbjartur á góđri stund.
Það er gaman að segja frá því að nemendur í 4., 5. og 6. bekk Grunnskólans á Hólmavík hafa að undanförnu verið að æfa lög og söngva með umsjónarkennurum sínum þeim Kolbeini Skagfjörð og Ingibjörgu Emilsdóttur og ætla í dag að sækja dvalargesti sjúkrahússins á Hólmavík heim og syngja fyrir þá og með þeim. Alla fimmtudaga er útidagur hjá þeim þar sem þau vinna verkefni utandyra og í grenndarsamfélagi okkar með markvissum hætti.

Starfsdagur ţann 9. september

| 06. september 2011

Athugið að á föstudaginn nk. 9. september er starfsdagur hér í Grunn- og Tónskólanum. Kennarar skólans munu sækja haustþing Kennarasambands Vestfjarða á Núpi í Dýrafirði og hluti af stuðningsteymi okkar fer í fræðsluferð til Reykjavíkur. Þann dag er frí hjá nemendum skólans.

Nöfn á rými og stofur skólans

| 06. september 2011
Upp hefur komið sú skemmtilega hugmynd að velja nöfn á rými og stofur skólans. Vilji er til þess að velja nöfn tengd náttúrunni, kennileitum og örnefnum á og við Hólmavík. Umsjónarkennarar vinna með sinn hóp og munu kalla eftir hugmyndum sem fara svo í sameiginlegan hugmyndapott skólans. Gaman væri ef nemendur myndu ræða þetta við foreldra, forráðamenn, ömmur, afa, frænkur og frænda heima og fá hjá þeim hugmyndir að nöfnum. Öllum áhugasömum er velkomið að senda inn hugmyndir á netfangið hildur@holmavik.is Nöfnin verða svo kynnt hér þegar þar að kemur.

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir