A A A

Valmynd

Skákdagur Íslands

| 25. janúar 2012
Skákdagur Íslands 25. janúar 2012.
Skákdagur Íslands 25. janúar 2012.

Skákdagur Íslands verður haldinn í fyrsta sinn á morgun, fimmtudaginn 26. janúar. Skákdagurinn er haldinn til heiðurs Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga, en Friðrik verður 77 ára þennan dag og tekur virkan þátt í hátíðahöldum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands. Til að heiðra Friðrik mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, halda móttöku á Bessastöðum. Á meðal annarra gesta verða þau börn sem í febrúar tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti barna og mun Friðrik tefla við Nansý Davíðsdóttur, 10 ára, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari barna, fyrst stúlkna á Íslandi. Að Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademía Reykjavíkur, Skákskóli Íslands og taflfélög um allt land, í samvinnu við skóla, íþróttafélög, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Markmiðið er að heiðra Friðrik Ólafsson, fyrir einstakt framlag til samfélags okkar í heild og skákarinnar sérstaklega, jafnframt því að sýna þá grósku sem er í íslensku skáklífi um allt land.

Við munum halda Skákdag Íslands hátíðlegan hér í Grunnskólanum á Hólmavík og bjóða upp á stutta kennslu í skák í öllum bekkjardeildum í samvinnu við nemendur í 8. bekk. Síðar mun Jón Kristinsson, stórbóndi á Klúku og fyrrverandi skákmeistari m.a. Skákmeistari Reykjavíkur 1973 (nánar um það hér) heimsækja skólann og bjóða nemendum í fjöltefli. Jón ætlaði að koma til okkar á morgun en vegna veðurs var ákveðið að fresta heimsókninni í bili. Jón færði skólanum bókagjöf sem nýtist vel til þess að fræða nemendur um skáklistina eða sem geta nýst sem verðlaun eða viðurkenning í skákstarfi innan skólans. Þess má geta að í starfsmannahópnum okkar er fyrrverandi skákmeistari Grunnskólans á Hólmavík en það er hann Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson.

Hollt og gott nesti - lykill ađ vellíđan nemenda

| 23. janúar 2012
Gómsćtir og girnilegir ávextir eru tilvaldir í nesti!
Gómsćtir og girnilegir ávextir eru tilvaldir í nesti!

Vitað er að holl næring skiptir miklu máli fyrir árangur og vellíðan barna og ungmenna í leik og starfi. Mörg börn hafa lítinn tíma til að borða á morgnana áður en þau fara í skólann, eða eru jafnvel lystarlaus og koma engu niður. Morgunverðurinn er þó almennt talinn til mikilvægustu máltíða dagsins og börn sem ekki nærast vel að morgni dags skortir oft úthald og einbeitingu í amstri skóladagsins. Hollt og gott nesti er mikilvægt því flestir eru aftur orðnir svangir þegar líður á morguninn.


Í umhverfissáttmála skólans, sem er liður í Grænfánaverkefninu, er lögð áhersla á hollt og gott nesti. Mikilvægt er að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og prófa reglulega eitthvað nýtt – gjarnan í samráði við börnin. Flestur matur er hollur ef gætt er að hæfilegum skammtastærðum, samsetningu máltíða og fjölbreyttu fæðuvali. Öllum nemendum gefst kostur á að fá léttmjólk að drekka í nestistíma og hafa aðgang að grillum og örbylgjuofni í matarhléi. Á vef Lýðheilsustöðvar má sjá ýmsar hugmyndir og lesa um þessi mál.

6. og 7. bekkur í Reykjaskóla

| 20. janúar 2012
Ţessar ungu snótir dvöldu í skólabúđunum í fyrra. Eyrún, Kristín, Branddís og Sunneva.
Ţessar ungu snótir dvöldu í skólabúđunum í fyrra. Eyrún, Kristín, Branddís og Sunneva.
Næstu vikuna, dagana 23.-27. janúar, fara nemendur 6. og 7. bekkjar í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Nemendum grunnskóla víðsvegar að af landinu gefst kostur á að dvelja í skólabúðunum, vikutíma í senn við nám, leik og störf. Starfið beinast að sömu markmiðum og starfið í almennum grunnskólum. Í skólabúðunm er lögð sérstök áhersla á að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda, að auka félagslega aðlögun nemenda, að þroska sjálfstæði nemenda, að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni, að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta, að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu og að auka athyglisgáfu nemenda.

Mikil tilhlökkun og gleði var í hópnum í dag og er það Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir sem fer með hópinn á mánudaginn. Viðfangsefni eins og bátsferðir, heimsókn á Byggðasafnið, að dvelja á heimavistinni, þátttaka í íþróttum, náttúrufræðiathugunum, fjármálafræðslu og síðast en ekki síst kvöldvökunum er krökkunum mikið tilhlökkunarefni.


Tilraunir í 3. bekk - hringrás vatns

| 19. janúar 2012
Díana Jórunn og Júlíana Steinunn í 3. bekk.
Díana Jórunn og Júlíana Steinunn í 3. bekk.
Tilraunir í kennslu er frábær aðferð til að prófa veruleikann í þeim tilgangi að skýra einhverja þætti hans. í 3. bekk fengu börnin á dögunum að fá að sjá og upplifa á áþreifanlegan hátt hvernig hringrás vatns getur verið. Hvernig vatn umbreytist í ís, bráðnar við hita og gufar svo upp og rennur niður sem vatn. Þær Kristjana og Árný Huld fengu Borgar tónlistarkennara í lið við sig sem sýndi tilraunina við mikla undrun og hrifningu viðstaddra. Hér má sjá skemmtilegar og lærdómsríkar myndir frá ferlinu.

Veriđ velkomin á íţróttahátíđina!

| 14. janúar 2012
Hressir krakkar í 9. og 10. bekk
Hressir krakkar í 9. og 10. bekk

Miðvikudaginn 18. janúar höldum við okkar árlegu íþróttahátíð. Við hitum upp fyrir stemmninguna með því að brjóta skólastarfið upp frá kl. 11:20 og fram að matarhlé þar sem verður farið í leiki t.d. húlla, dansa og limbó á ganginum undir stjórn Kolbeins íþróttakennara. Eftir matarhlé stóð til að fara út að renna en þar sem aðstæður eru ekki góðar til þess munum við halda áfram á langa gangi þar sem keppt verður í nokkrum þrautum eins og armbeygjukeppni, keppni að sitja upp við vegg og fleira.


Íþróttahátíðin sjálf hefst svo stundvíslega kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Nemendur stilla sér upp í anddyri í röðum sinna bekkja og ganga svo inn í salinn ásamt umsjónarkennurum. Dagskráin verður síðan á þessa leið:

1.-3. bekkur fara í Latabæjarleikinn
4.-6. bekkur fara í Kýló
7.-8. bekkur fer í Capture the flag
9.-10. bekkur fer í handbolta við foreldra
10. bekkur keppir við kennara í fótbolta

Í lokin munu allir standa upp og læra dans sem 9.-10. bekkur mun kenna viðstöddum.


Ef veður leyfir er tilvalið að skella sér í sund að hátíð lokinni eða gæða sér á grillaðri samloku og svaladrykk sem nemendafélag skólans býður til sölu á vægu verði (samloka 300 kr, Svali 100 kr.) í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar.


Sjáumst hress á íþróttahátíð :o)

Do Lord međ GóGó-píunum í 1. sćti Söngkeppni Ozon.

| 14. janúar 2012
Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon fór fram á fimmtudagskvöldið 12. janúar sl. Þar kepptu sex stórfín atriði um að komast í Vestfjarðakeppni fyrir Söngkeppni Samfés sem eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi. Þrjú atriði fara frá okkur í Vestfjarðakeppnina sem haldin verður þann 27. janúar í Súðavík en þrjátíu atriði komast áfram í lokakeppni Söngkeppni Samfés að undangengnum forkeppnum í hverjum landshluta. Stóra keppnin er svo haldin í Reykjavík fyrstu helgina í mars.

Það var Elísa Mjöll Sigurðardóttir sem söng lagið Með þér sem lenti í 3. sæti, Brynja Karen Daníelsdóttir sem söng lagið The Story sem hafnaði í 2. sæti en það var hópurinn GóGó-píurnar, Brynja Karen Daníelsdóttir, Fannar Freyr Snorrason, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir og Sara Jóhannsdóttir sem hreppti 1. sætið með einlægum flutningi á laginu Do Lord. Hér má sjá og heyra flutning vinningslagsins.

Við óskum þeim innilega til hamingju frammistöðuna, gangi ykkur vel í Vestfjarðakeppninni!

Góđ heimsókn og Menntaţing á Ströndum

| 14. janúar 2012
Margrét Pála Ólafsdóttir
Margrét Pála Ólafsdóttir

Á fimmtudaginn heimsótti Margrét Pála Ólafsdóttir starfsmannahóp Grunn- og Tónskólans. Margrét Pála er leikskólakennari að mennt en hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands árið 1981, lauk framhaldsnámi í stjórnun frá sama skóla árið 1996 og árið 2000 lauk hún meistaragráðu í uppeldis og menntafræði frá Kennaraháskóla Íslands. Margrét Pála stofnaði árið 2000 fyrirtækið Hjallastefnuna ehf. sem rekur nú 12 leik- og grunnskóla á grunni þjónustusamninga við sveitarfélög. Margrét Pála hlaut árið 1997 Jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs og ráðherra jafnréttismála fyrir Hjallastefnunna og hefur síðan hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frumkvöðlastarf sitt í skólamálum. Margrét Pála náði vel til starfsmanna og var sem vítamínsprauta inn í starfið. Síðar þann dag flutti Margrét Pála erindi á Menntaþingi á Ströndum sem fram fór í Félagsheimilinu á Hólmavík.

 

Þar tilkynnti menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir að farið yrði í að gera fýsileikakönnun vegna stofnunar framhaldsdeildar á Hólmavík. Er það mikið fagnaðarefni þar sem um hagsmunamál er að ræða fyrir sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppi. Er framhaldsdeild á Hólmavík meðal 7 verkefna í sóknaráætlun Vestfjarða árið 2012. Á þinginu kom fram að sveitarfélagið Strandabyggð er að ljúka við endurbætur á neðstu hæðinni á Þróunarsetrinu þar sem framhaldsdeild getur hafið starfsemi sína.

Söngkeppninni frestađ til fimmtudags

| 10. janúar 2012
Söngkeppni Félagsmiðstöðvarinnar Ozon sem vera átti í kvöld, þriðjudagskvöldið 10. janúar, hefur verið frestað til fimmtudags 12. janúar. Ástæðan er leiðindaveður sem nú geysar á Ströndum og um landið allt, en víða er þungfært eða ófært bæði vegna veðurs og snjóalaga. Einnig fellur niður opið hús hjá eldri deild Félagsmiðstöðvarinnar.

Keppnin á fimmtudag fer fram á sama stað og áður var auglýst, í Grunnskólanum á Hólmavík, og hefst kl. 20:00. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir!

Menntaţing á Ströndum - 12. janúar

| 09. janúar 2012
Katrín Jakobsdóttir afhenti ungum Strandamönnum verđlaun fyrir myndbandagerđ í haust - ljósm. Jón Jónsson
Katrín Jakobsdóttir afhenti ungum Strandamönnum verđlaun fyrir myndbandagerđ í haust - ljósm. Jón Jónsson
Menntaþing verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 12. janúar 2012. Þingið hefst kl. 16:30, en þar verður fjallað um mikilvægi þroska og menntunar fólks á öllum aldursstigum. Þingið er liður í 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík. Afmælinu hefur m.a. verið fagnað með glæsilegri leiksýningu Grunn- og Tónskólans á Hólmavík þar sem nemendur og kennarar rifjuðu upp 100 ára sögu skólahaldsins í leikgerð Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Þá hélt sveitarfélagið veglega afmælishátíð s.l. vor þar sem öllum íbúum og nágrannasveitarfélögum var boðið í afmælisfögnuð í Félagsheimilinu á Hólmavík. Á Menntaþingi verður horft til framtíðar og hvert er stefnt í skólahaldi á Ströndum.
...
Meira

Umsóknarfrestur vegna Skólaskjóls er til 10. janúar

| 09. janúar 2012
Vakin er athygli foreldra og forráðamanna nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík á að skráningarfrestur í Skólaskjól fyrir vorönnina 2012 er til 10. janúar. Þjónustan hefur verið aukin verulega þar sem starfið hefur verið þróað og endurskipulagt og verður nú boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Upplýsingar um starfsemi Skólaskjóls og skráningareyðublað hafa borist til foreldra/forráðamanna í tölvupósti auk þess sem nemendur fengu gögnin afhent á síðasta skóladegi ársins 2011. Skrá þarf hversu mikið nemendur munu nýta Skólaskjól fram á vor.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir