A A A

Valmynd

Breyttur útivistartími barna

| 01. september 2011
Samkvæmt útivistarreglum sem taka gildi 1. september mega börn 12 ára og yngri vera úti til klukkan átta að kvöldi. Unglingar á aldrinum 13 - 16 ára mega vera úti til klukkan tíu. Aldur miðast við fæðingarár. Bregða má út af reglunum fyrir eldri hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og er ætlað að tryggja börnum og unglingum nægan svefn. Í tilkynningu frá lögreglu þar sem minnt er á breyttar útivistarreglur, segir meðal annars: „Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst meðal annars að ganga úr skugga um að þau séu ekki í tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið."

Fjölbreyttar valgreinar í bođi í 8.-10. bekk

| 28. ágúst 2011
Hressir krakkar í 9. bekk
Hressir krakkar í 9. bekk

Fjölbreytt val verður í boði fyrir nemendur 8.-10. bekkjar í vetur en megintilgangur með valgreinum er að stuðla að auknu valfrelsi nemenda til að velja námsgreinar. Í vetur hafa nemendur okkar kost á að velja sig inn í tvær af neðangreindum valgreinum auk kjarnagreinanna:

...
Meira

Danir í heimsókn á Hólmavík

| 28. ágúst 2011
Íslendingarnir á leiđ til Danmerkur haustiđ 2010.
Íslendingarnir á leiđ til Danmerkur haustiđ 2010.
Í upphafi skólans komu til okkar fimmtán drengir frá Danmörku og fimm farastjórar þeirra til að taka þátt í dagskrá sem skipulögð var af skólanum, nemendum í 10. bekk og útskriftarnemendum frá í vor og foreldrum þeirra. Það var Jóhanna Ása Einarsdóttir kennari sem tók við hópnum fyrir hönd skólans og stýrði verkefninu af röggsemi og áhuga með stuttum fyrirvara.

Nemendur okkar hittu Danina í Skagafirði þar sem farið var í klettaklifur og flúðasiglinu. Hér á Hólmavík var farið í reiðtúr með Strandahestum, Galdrasýningin og Sauðfjársetrið heimsótt ásamt því að fara í siglingu og sjóstangveiði með Sundhana frá Drangsnesi um leið og Grímsey var heimsótt. Danirnir gistu allir á hólmvískum heimilum og eiga foreldrar og aðrir gestgjafar miklar þakkir skyldar fyrir að sinna gestgjafahlutverkinu nú af alúð og natni. Það fyrirkomulag að gist sé á einkaheimilum og að fæði sé í boði gestgjafa er ein af þeim forsendum sem tryggja að verkefnið gangi upp fjárhagslega og geti haldið áfram. Danirnir enduðu svo ferðina með því að fara hringinn um Gullfoss og Geysi og tóku þátt í Menningarnótt í Reykjavík.

Með samstarfi sem þessu fá nemendur m.a. tækifæri til að tala tungumálið og skrifa bréf sem skilar sér í námið. Auk þess er alltaf gott að fara út fyrir sitt eigið þægindasvið með því að búa inn á öðrum og læra að taka á móti gestum. Þetta hefur allt verið mjög gefandi og skemmtilegt. Með þessari heimsókn frá Danmörku lauk seinni áfanga í samstarfi skólanna vegna þessa hóps nemenda. Strax í haust munu nemendur í 8. og 9. bekk og foreldrar þeirra hefja undirbúning að næstu heimsókn til Danmerkur sem við endurgjöldum síðan í hlutverki gestgjafa. Nemendur munu því eignast nýja pennavini til að skrifast á við í dönskutímum hjá Árnýju Huld og Bjarna Ómari í vetur þar sem grunnur er lagður að því að nemendur kynnist og eigi í góðum samskiptum þegar þeir hittast að lokum í Danmörku. 

Skólinn hefst ađ nýju eftir sumarleyfi.

| 15. ágúst 2011

Nú eru starfsmenn Grunn- og Tónskólans á Hólmavík að hefja störf að nýju eftir sumarleyfi og í óðaönn að undirbúa skólaárið 2011-2012.

Skólasetning verður í Hólmavíkurkirkju, föstudaginn 19. ágúst nk. kl. 12:00. Eftir skólasetningu fara nemendur í skólann og hitta kennarana sína og fá stundaskrár, skóladagatal, innkaupalista og fleiri gagnleg gögn.

Hefðbundið skólastarf hefst eftir stundaskrá mánudaginn 22. ágúst kl. 8:10.

Hlökkum til að sjá ykkur :)

Sumarleyfi

| 08. júní 2011
Starfsfólk Grunn- og Tónskólans á Hólmavík er komið í sumarleyfi til 9. ágúst nk. Við þökkum fyrir veturinn, gleðilegt sumar.

100 ára afmćlishátíđ skólahalds á Hólmavík

| 03. júní 2011

Sveitarfélagið Strandabyggð hélt upp á 100 ára afmælishátíð skólahalds á Hólmavík miðvikudaginn 1. júní. Þann sama dag fóru fram skólaslit við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík í Hólmavíkurkirkju þar sem lærdómsríkur skólavetur var kvaddur og vori fagnað í 100 sinn á Hólmavík. Áætla má að ríflega 200 manns hafi komið á afmælishátíðina þar sem haldin voru ávörp, leikskólinn Lækjarbrekka og Grunn- og Tónskólinn voru með tónlistaratriði auk þess sem veislugestir sungu saman 100 ára afmælisöng.

 

Steinunn Ingimundardóttir frá Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp afhenti Héraðsbókasafni Strandamanna veglega bókagjöf fyrir hönd fjölskyldu sinnar í tilefni þessara merku tímamóta. Bókagjöfin inniheldur 50 bókatitla á sviði náttúruvísinda og er kærkomin styrkur fyrir nemendur og aðra íbúa í Strandabyggð. Gjöfin er tileinkuð minningu foreldra Steinunnar, Ingimundar Ingimundarsonar og Maríu S. Helgadóttur sem lengi bjuggu á Hólmavík. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir Steinunni Ingimundardóttur og fjölskyldur hlýjar þakkir.

 

Þá sýndi Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi Strandabyggðar skemmtileg myndbönd frá lífi og starfi Grunn- og Tónskólans við mikinn fögnuð viðstaddra. Grunn- og Tónskólinn á Hólmavík setti upp glæsilega leiksýningu fyrr í vetur þar sem saga 100 ára skólahalds á Hólmavík var rakin í frumsömdu handriti eftir Arnar S. Jónsson. Sýningin hefur nú verið gefin út á DVD diskum og rennur andvirði sölunnar til leiklistarstarfs í Grunn- og Tónskólanum. Diskinn verður hægt að nálgast á skrifstofu Strandabyggðar í sumar.

Fréttin er fengin af vef Strandabyggðar.

Skólaslit og hátíđarkaffi

| 31. maí 2011
Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík fara fram í Hólmavíkurkirkju, miðvikudaginn 1. júní nk. kl. 12:00.

Síðar þann dag heldur sveitarstjórn Strandabyggðar hátíðarkaffi í tilefni af skólahaldi á Hólmavík í 100 ár í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 17:00. Vonast er til að sem allra flestir fyrrverandi og núverandi starfsmenn og nemendur skólanna á Hólmavík, leikskólans, grunnskólans og tónskólans, mæti á hátíðina og allir íbúar Strandabyggðar eru hvattir til að láta sjá sig.

Það er gaman að segja frá því að nú hefur árshátíðarleikritið okkar Skólahald í 100 ár eftir Arnar Snæberg Jónsson, sem að allir nemendur skólans tóku þátt í, verið gefið út á eigulegan DVD-disk. Nemendur ganga nú í hús og selja mynddiskinn á 2.500 kr. en allur ágóði rennur beint í leiklistarsjóð skólans. Áhugasamir geta pantað disk í gegnum netfangið skolastjorar@holmavik.is eða s. 451-3430, 661-2010.

Allir eru hjartanlega velkomnir á skólaslitin og hátíðarkaffið. Sjáumst hress.

Vordagur

| 25. maí 2011
Fimmtudaginn 26. maí höldum við okkar árlega vordag. Dagskrá hefst kl. 10:00 og við bjóðum upp á keppni á hjólabraut, andlitsmálun, sápukúlur og krítar, kraftakeppni, töframaðurinn Jón Víðis kemur í boði foreldrafélagsins, spákona, grillaðar pylsur og djús, lögreglar kíkir á hjólin og leiðbeinir um útbúnað, sumartónar og góða skapið.

Vordegi lýkur um kl. 12:40.
Allir eru hjartanlega velkomnir á vordaginn okkar.

Kynningarfundur

| 24. maí 2011
Þriðjudaginn 24. maí mun Bjarni Ómar Haraldsson skólastjóri, í samráði við fulltrúa nemenda í Skólaráði Grunnskólans á Hólmavík , bjóða nemendum í 4. - 9. bekk til kynningarfundar um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skólastarfinu á skólaárinu 2011 - 2012. Kynningin er ætluð nemendum sem verða í 5. - 10. bekk. Fundurinn verður auglýstur í skólanum, á tilkynningatöflum á gangi og á töflum inni í bekkjum. Foreldrar eru einnig hvattir til að minna nemendur á fundinn og hvetja þau til að mæta og ræða við þau um efni hans í kjölfarið.

Fundarstaður: Setustofa Grunnskólans á Hólmavík
Dags: Þriðjudaginn 24. maí
Klukkan: 17:00 - 18:30

Reyklaus 7. bekkur

| 20. maí 2011

Evrópusamkeppni meðal reyklausra 7. og 8. bekkja í skólum landsins er lokið í ár og er þetta í tólfta sinn sem Íslendingar taka þátt í þessu Evrópuverkefni. Í ár tóku 307 bekkir víðsvegar um landið þátt og bárust óvenju mörg vel unnin lokaverkefni. Til að eiga möguleika á fyrstu verðlaunum, þurftu bekkirnir að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. Þriggja manna dómnefnd var skipuð og eftir mikla yfirlegu komst hún að niðurstöðu. 1. sæti; Ferð til Danmerkur hlaut 7. og 8. bekkur Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar 2. sæti; iPod Nano fyrir alla í bekknum hlaut bekkur 72 í Hólabrekkuskóla.

 

Sem kunnugt er tók 7. bekkur þátt og sendi til keppninnar tvær frábærar stuttmyndir sem m.a. voru sýndar á tónlistarhátíðinni Tónaflóð. Lýðheilsustofnun og landlæknisembættið þakka fyrir þátttökuna og ánægjulegt samstarf.

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir