A A A

Valmynd

Danssýning og sparifatadagur á föstudaginn

| 16. mars 2011

Á föstudaginn er sparifatadagur í skólanum hjá okkur. Þá mega allir mæta í sínu fínasta pússi og njóta þess á skemmtilegum föstudegi.

 

Sama dag er danssýning í Félagsheimilinu kl. 16:00 þar sem allir hópar sem hafa tekið þátt í dansnámskeiði Jóns Péturs sýna og eru allir hjartanlega velkomnir á sýninguna.

 

Æfingar á föstudeginum fyrir sýninguna verða eins og hér segir:
Árgangur 2005, 1., 2., og 3. bekkur = 13:10-13:40
4., 5. og 6. bekkur = 13:50-14:30
7., 8., 9. og 10. bekkur = 14:30-15:10
DANSSÝNING, ALLIR HÓPAR KL: 16:00

Kćrkomnir gestir úr Árneshreppi

| 16. mars 2011
Mynd af vefsíđu strandakrakkanna. Júlíana, Ásta, Kári og Ţórey.
Mynd af vefsíđu strandakrakkanna. Júlíana, Ásta, Kári og Ţórey.
Nú eru fjórir hressir nemendur úr Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi í heimsókn hjá okkur ásamt kennurum sínum þeim Elísu, Rósu og Hrefnu. Það eru þau Þórey í 1. bekk, Kári í 4. bekk, Ásta Þorbjörg í 5. bekk og Júlíana Lind í 8. bekk sem taka þátt í skólastarfinu með okkur, dansnámskeiði, félagsmiðstöð og íþróttaæfingum Geislans þessa vikuna og dvelja í Steinhúsinu. Það er virkilega ánægjulegt að taka á móti þeim og kynnast þessum frábæru krökkum betur. Gaman er að lesa fréttir og skoða myndir frá Finnbogastaðaskóla á vefsíðunni http://strandakrakkar.blog.is/blog

Nú dönsum viđ!

| 11. mars 2011
Dansnámskeiðið Jóns Péturs verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík. Kennt verður í þremur hópum og eru um 60 nemendur búnir að skrá sig frá Hólmavík, Drangsnesi og Árneshreppi.

Hóparnir skipast svona:
Árgangur 2005 (skólahópur Lækjarbrekku), 1., 2. og 3. bekkur kl. 13:10-14:00.
4., 5. og 6. bekkur kl. 14:10-15:00.
7., 8., 9. og 10. bekkur kl. 15:10-16:00.

Verð er 4.000 kr. á nemanda (5 skipti) en 3.500 kr. fyrir systkini. Greitt er á staðnum.
Upplýsingar um dansskólann má finna hér www.dansskoli.is                       

GÓÐA SKEMMTUN!

Söngstundin okkar

| 11. mars 2011
Nú hefur verið ákveðið að söngstundin okkar sé á hverjum föstudegi kl. 11:20 í setustofunni, þar sem textunum sem nemendur hafa valið er varpað upp á vegg og allir syngja með. Það var rosa stuð hjá okkur í dag og þessa vikuna voru það nemendur og kennarar í 1. og 2. bekk sem völdu söngtexta fyrir vikurnar 7.-18. mars sem sjá má hér. Nemendur eru hvattir til þess að æfa lög og texta heima og með kennurum sínum í skólanum.

Nótan - Uppskeruhátíđ tónlistarskóla

| 11. mars 2011

Á morgun, laugardaginn 12. mars, halda skólastjórnendur ásamt Stefáni Steinari og Önnu Sólrúnu tónlistarkennurum og sex nemendum Tónskólans á Nótuna - uppskeruhátíð tónlistarskóla fyrir Vesturland, Vestfirði og V-Húnavatnssýslu í Stykkishólmskirkju. Hátíðin er nú haldin öðru sinni en í fyrra var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og er markmiðið að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að þátttakendur frá öllu landinu, á öllum aldri, búa til efnisdagskrá sem endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms. Það eru þau Gunnur Arndís, Tómas Andri, Ísak Leví, Sara, Dagrún og Stella Guðrún flytja tónlistaratriði frá Tónskólanum á Hólmavík.

 

Hér má sjá myndir og upptökur frá Nótunni 2010.


Hvert stefnir Ísland? Menntamál

| 07. mars 2011

Okkur langar að vekja athygli á þættinum Hvert stefnir Ísland? Menntamál sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu miðvikudagskvöldið kl. 22.15. Þetta er umræðuþáttaröð í umsjón Þórhalls Gunnarssonar, Páls Skúlasonar og Ævars Kjartanssonar. Í þessum þætti er fjallað um menntamál. Hver er framtíðarsýn Íslendinga í menntamálum? Hvaða stefnu viljum við taka til þess að efla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Hvernig styrkjum við skólastarfið og aukum fjölbreytni þess. Hvetjum alla áhugasama til að horfa á þáttinn.

Bolla - bolla!

| 06. mars 2011
Nú er að hefjast ein skemmtilegasta vika ársins, að mati margra, með tilheyrandi skemmtilegheitum á bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Á bolludaginn er nemendum velkomið að taka með sér bollu í nesti. Á sprengidag verða líklega flestir með miklifenglegar átveislur með alskonar meðlæti og á öskudag, miðvikudaginn 9. mars, er starfsdagur hér við skólann og því frí hjá nemendum. Hið vinsæla öskudagsball verður að venju í félagsheimilinu og mun foreldrafélag grunnskólans halda utan um það og auglýsa. GÓÐA SKEMMTUN!

Í 2. sćti í Lífshlaupinu

| 04. mars 2011

Grunnskólinn á Hólmavík tók þátt í hvatningarleik Lífshlaups Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hófst 2. febrúar og stóð í 20 daga. Skólinn lenti hvorki meira né minna en í 2. sæti í sínum flokki en nemendur skráðu hreyfistig sín á vef Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is. Það var 7. bekkur hreyfði sig hlutfallslega mest af bekkjum skólans eða í 18.780 mínútur eða 939 mínútur á dag að meðaltali. Þar fast á eftir komu nemendur í 1. og 2. bekk. Á meðfylgjandi mynd má sjá prósentuskiptingu á hreyfingu nemenda skólans. Íþrótta- og Ólympíusambandið sendi okkur verðlaunaplatta til eignar og var það Laufey Heiða afmælisbarn dagsins sem tók á móti plattanum fyrir hönd 7. bekkjar sem fær að hafa hann inni í stofunni sinni fyrst um sinn. Við þökkum nemendum okkar innilega fyrir skemmtilega keppni og óskum þeim til hamingju með árangurinn.

 

 

 

8.- 10. bekkur á Samfés um helgina

| 04. mars 2011
Í dag halda nemendur í 8.-10. bekkur á Samféshátíðina í Reykjavík undir stjórn Arnars Jónssonar tómstundafulltrúa. Þau byrja á því að fara út að borða seinnipartinn en fara svo á ball í Laugardalshöllinni í kvöld. Á laugardag fara þau á söngvakeppni Samfés, í Laser-Tag í Kópavogi, Go-Kart í Garðabæ, bíóferð, diskókeilu í Öskjuhlíðinni og skauta í Egilshöll. Það verður án efa mikið fjör og rosalega gaman hjá þeim. Þau koma síðan heim um kvöldmatarleytið á sunnudaginn. GÓÐA SKEMMTUN KRAKKAR!

Náttfatadagur á föstudag

| 03. mars 2011
Á föstudaginn ætlum við að gera okkur glaðan dag með því að hafa náttfatadag, þá mega nemendur koma í náttfötum í skólann. Náttfatadagurinn er hluti af skemmtilegum föstudögum fram að páskafríi. SJÁUMST HRESS Í NÁTTFÖTUM!
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir