Furđufatadagur
Styrkir til verkefna í höfn
Brandarakeppni barna og unglinga
Kór MH heimsćkir okkur
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt tónleika fyrir nema á leikskólanum Lækjarbrekku, grunnskólanema frá Drangsnesi og Hólmavík í Hólmavíkurkirkju í dag kl. 10. Efnisskrá kórsins var afar fjölbreytt með íslenskum og erlendum tónverkum eftir ólíka höfunda. Þau heilluðu okkur alveg upp úr skónum með sínum frábæru tónum og takti. Þetta er í fyrsta sinn sem kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Strandir, en hann er skipaður 87 nemendum á aldrinum 16-20 ára. Hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga og spilaði Jakob Ingi Sverrisson nemandi í Tónskólanum á Hólmavík með kórnum í lokin við frábærar undirtektir viðstaddra. Stjórnandi kórsins í ferðinni og allt frá stofnun hans er Þorgerður Ingólfsdóttir og náði hún vel til krakkanna. Kórinn er á ferðalagi um Dali, Reykhólasveit, Strandir og Snæfellsnes og héldu m.a. frábæra tónleika fyrir alla í Hólmavíkurkirkju í gær. Fararstjórar í ferð kórsins eru rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason og Jóhann Ingólfsson kennari.
Árshátíđ Grunn- og Tónskólans
Um borđ í skólaskipiđ Dröfn
Árshátíđ Grunn- og Tónskólans
Árshátíð Grunn- og Tónskólans á Hólmavík er haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 25. mars kl. 19:30.
Flutt verður leikritið Skólahald í hundrað ár eftir Arnar S. Jónsson þar sem allir bekkir skólans koma fram ásamt hljómsveit hússins. Að því loknu verður fjölskyldudansleikur til kl. 21:30. Nemendasjoppan opin. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna frítt inn fyrir grunnskólanemendur. Allir hjartanlega velkomnir!
Nám ađ loknum grunnskóla
Á þriðjudagskvöldið bjóða skólastjórnendur nemendum 10. bekkjar, foreldrum og forráðamönnum þeirra á kynningu um fyrirkomulag við innritun í framhaldsskólana. Þar fá nemendur bréf frá ráðuneytinu með veflykli og leiðbeiningum og farið verður yfir helstu dagsetningar sem vert er að muna og vefsíðuna www.menntagatt.is
Við verðum í 7. bekkjar stofunni kl. 20:00, heitt á könnunni - allir hjartanlega velkomnir.
8., 9. og 10. bekkur í stćrđfrćđikeppni á Akranesi
Á miðvikudaginn í síðustu viku héldu nokkrir nemendur unglingadeildarinnar ásamt Jóhönnu Ásu stærðfræðikennaranum sínum á árlega keppni þriggja efstu árganga grunnskóla í stærðfræði sem fór fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Mikill fjöldi nemenda úr ellefu skólum tók þátt í keppninni. Verkefnin sem lögð voru fyrir í keppninni komu frá hópi fólks sem tengist Flensborgarskóla í Hafnarfirði og að venju var sams konar keppni háð á sama tíma víðar um land. Úrslit í keppninni verða tilkynnt og viðurkenningar afhentar við athöfn á sal skólans laugardaginn 2. apríl. Norðurál á Grundartanga greiðir allan kostnað við keppnina og gefur verðlaun en að keppni lokinni bauð fjölbrautaskólinn öllum til veislu. Auk þess bauð Fjölbrautarskóli Vesturlands hópnum okkar á kynningu um skólann sem nýtist vel þegar hugað er að námi að loknum grunnskóla.