A A A

Valmynd

Stóra upplestarkeppnin

| 31. mars 2011
Nemendur í 7. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík á Sauđfjársetrinu í haust.
Nemendur í 7. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík á Sauđfjársetrinu í haust.
Stóra upplestrarkeppnin á Ströndum og Reykhólum var haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík í dag. Átján nemendur frá grunnskólunum á Hólmavík, Reykhólum, Drangsnesi og Borðeyri voru skráðir til leiks og var það Fanney Sif Torfadóttir í Grunnskólanum á Reykhólum sem var í 1. sæti, Eyrún Björt Halldórsdóttir í Grunnskólanum á Hólmavík í 2. sæti og Helga Dögg Lárusdóttir í Grunnskólanum á Borðeyri í 3. sæti. Andri Már Bjarkason, Grunnskólanum á Hólmavík, hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir vandaðan ljóðalestur. Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði og fulltrúi Radda og formaður dómnefndar var Baldur Sigurðsson dósent í íslensku á Menntavísindasviði HÍ en Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir hélt utan um skipulag og framkvæmd keppninnar á þessu svæði. Sparistjóður Strandamanna gaf peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin en allir nemendur fengu viðurkenningarskjal og ljóðabókina Nokkur ljóð eftir Huldu sem viðurkenningu fyrir vandaðan upplestur. Nemendur úr Tónskóla Hólmavíkur fluttu velvalin tónlistaratriði fyrir gesti og foreldrar nemenda í 7. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík sáu um kaffiveitingar að keppni lokinni.

Furđufatadagur

| 31. mars 2011
Matthías Schram, Ásbjörn Nói, Díana Jórunn og Sólrún Ósk á góđri stund í skólanum.
Matthías Schram, Ásbjörn Nói, Díana Jórunn og Sólrún Ósk á góđri stund í skólanum.
Allt í plati - furðufatadagur er á föstudaginn 1. apríl :) Nemendur mega mæta í allskyns furðuklæðnaði til að krydda upp á 1. apríl og skemmtilegan föstudag.

Styrkir til verkefna í höfn

| 30. mars 2011
Það gleður okkur að segja frá því að fyrir áramót settust Hildur, Hrafnhildur Þorsteins og Jóhanna niður og settu saman umsóknir um þrjá styrki til velferðarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu. Nú er ljóst að við höfum fengið úthlutun að upphæð 680.000 kr. fyrir verkefni sem lúta að því að auka fræðslu og skilning allra í samfélaginu okkar um ADHD og verkefni sem auka félags- og samskiptahæfni nemenda. Í ljósi þess að aðeins eru tæplega fimm kennsluvikur eftir af skólaárinu verða verkefnin framkvæmd næsta haust og verða kynnt sérstaklega þegar nær dregur. Við vorum í hópi 36 aðila sem fengu styrk en alls voru 125 umsóknir til umfjöllunar. Þetta eru því sannkallaðar gleðifréttir fyrir okkur öll. Lögð verður áhersla á að verkefnin nýtist nemendum okkar sem fjölskyldum þeirra sem best og stuðlað verður að því að ná samvinnu milli þeirra aðila sem að málaflokknum koma.

Brandarakeppni barna og unglinga

| 29. mars 2011
Þjóðfræðistofa heldur nú í þriðja sinn Húmorsþing helgina 1. - 3. apríl 2011. Að því tilefni verður efnt til brandarakeppni barna og unglinga í samstarfi við Grunnskólann á Hólmavík. Hver keppandi stígur þá á stokk og segir einn vel valinn og þaulæfðan brandara eða fer með smá uppistand. Keppnin fer fram í setustofu Grunnskólans, föstudaginn 1. apríl kl. 15:00. Keppnin verður tekin upp og send í útvarpið en Þjóðfræðistofa er í samstarfi við þáttinn "Leynifélagið" á Rúv í tengslum við það. Þá verða veitt verðlaun fyrir 1. - 3. sæti. Nemendur eru eindregið hvattir til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni.

Kór MH heimsćkir okkur

| 28. mars 2011

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt tónleika fyrir nema á leikskólanum Lækjarbrekku, grunnskólanema frá Drangsnesi og Hólmavík í Hólmavíkurkirkju í dag kl. 10. Efnisskrá kórsins var afar fjölbreytt með íslenskum og erlendum tónverkum eftir ólíka höfunda. Þau heilluðu okkur alveg upp úr skónum með sínum frábæru tónum og takti. Þetta er í fyrsta sinn sem kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Strandir, en hann er skipaður 87 nemendum á aldrinum 16-20 ára. Hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga og spilaði Jakob Ingi Sverrisson nemandi í Tónskólanum á Hólmavík með kórnum í lokin við frábærar undirtektir viðstaddra. Stjórnandi kórsins í ferðinni og allt frá stofnun hans er Þorgerður Ingólfsdóttir og náði hún vel til krakkanna. Kórinn er á ferðalagi um Dali, Reykhólasveit, Strandir og Snæfellsnes og héldu m.a. frábæra tónleika fyrir alla í Hólmavíkurkirkju í gær. Fararstjórar í ferð kórsins eru rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason og Jóhann Ingólfsson kennari.

Árshátíđ Grunn- og Tónskólans

| 28. mars 2011
100 ára skólahald á Hólmavík - árshátíđ Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Myndir JG, strandabyggd.is
100 ára skólahald á Hólmavík - árshátíđ Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Myndir JG, strandabyggd.is
Árshátíð Grunn- og Tónskólans á Hólmavík var haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík á föstudagskvöld. Nemendur og starfsfólk skólans höfðu varið vikunni í að undirbúa og setja upp glæsilega leiksýningu þar sem rakin var 100 ára saga skólahalds á Hólmavík. Arnar S. Jónsson samdi leikritið, um leikstjórn sá Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Stefán Steinar Jónsson sá um tónlistarstjórn. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans léku og sungu og allir komu að sýningunni á einhvern hátt. Að sýningu lokinni var haldinn fjölskyldudansleikur í Félagheimilinu. Öll erum við sammála um að árshátíðin hafi verið sérlega vel heppnuð og gaman var að sjá alla gestina í salnum. Í vor stendur svo til að fagna 100 ára afmælinu enn frekar og bjóða til afmælisveislu. Myndir frá árshátíðarundirbúningnum má sjá hér og von bráðar koma inn myndir frá árshátíðinni sjálfri og síðar er stefnt að því að gefa út leikritið á DVD. Á vefnum Strandir.is má sjá frétt og myndir frá árshátíðinni. Grunn- og Tónskólinn þakkar öllum nemendum sínum og foreldrum þeirra, starfsfólki og öðrum sem lögðu árshátíðinni lið hjartanlega fyrir að gera kvöldið að veruleika.

Um borđ í skólaskipiđ Dröfn

| 23. mars 2011
Í gær fóru nemendur 8., 9. og 10. bekkjar ásamt Láru Guðrúnu umsjónarkennaranum sínum um borð í skólaskipið Dröfn þar sem Gunnar Jóhannsson skipstjóri frá Hólmavík tók á móti þeim. Nemendur lærðu um öryggismál, sjómennsku, trollveiðar og fengu að spreyta sig á að slægja aflann. Einhverjir tóku aflann stoltir með sér heim í soðið og fjölskyldur þeirra nutu góðs af. Fréttaritari strandir.is, Jón Jónsson, náði mynd af mannskapnum þegar haldið var á vit ævintýranna frá Hólmavíkurhöfn, þær myndir má sjá á www.strandir.is einnig tók Lára Guðrún frábærar myndir um borð sem sjá má hér.

Árshátíđ Grunn- og Tónskólans

| 23. mars 2011

Árshátíð Grunn- og Tónskólans á Hólmavík er haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 25. mars kl. 19:30.

Flutt verður leikritið Skólahald í hundrað ár eftir Arnar S. Jónsson þar sem allir bekkir skólans koma fram ásamt hljómsveit hússins. Að því loknu verður fjölskyldudansleikur til kl. 21:30. Nemendasjoppan opin. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna frítt inn fyrir grunnskólanemendur. Allir hjartanlega velkomnir!

Nám ađ loknum grunnskóla

| 21. mars 2011

Á þriðjudagskvöldið bjóða skólastjórnendur nemendum 10. bekkjar, foreldrum og forráðamönnum þeirra á kynningu um fyrirkomulag við innritun í framhaldsskólana. Þar fá nemendur bréf frá ráðuneytinu með veflykli og leiðbeiningum og farið verður yfir helstu dagsetningar sem vert er að muna og vefsíðuna www.menntagatt.is

Við verðum í 7. bekkjar stofunni kl. 20:00, heitt á könnunni - allir hjartanlega velkomnir.

8., 9. og 10. bekkur í stćrđfrćđikeppni á Akranesi

| 21. mars 2011

Á miðvikudaginn í síðustu viku héldu nokkrir nemendur unglingadeildarinnar ásamt Jóhönnu Ásu stærðfræðikennaranum sínum á árlega keppni þriggja efstu árganga grunnskóla í stærðfræði sem fór fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Mikill fjöldi nemenda úr ellefu skólum tók þátt í keppninni. Verkefnin sem lögð voru fyrir í keppninni komu frá hópi fólks sem tengist Flensborgarskóla í Hafnarfirði og að venju var sams konar keppni háð á sama tíma víðar um land. Úrslit í keppninni verða tilkynnt og viðurkenningar afhentar við athöfn á sal skólans laugardaginn 2. apríl. Norðurál á Grundartanga greiðir allan kostnað við keppnina og gefur verðlaun en að keppni lokinni bauð fjölbrautaskólinn öllum til veislu. Auk þess bauð Fjölbrautarskóli Vesturlands hópnum okkar á kynningu um skólann sem nýtist vel þegar hugað er að námi að loknum grunnskóla.

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir