A A A

Valmynd

Söngkeppni Ozon á föstudaginn!

| 18. janúar 2011

Föstudaginn 21. janúar fer fram hin árlega Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon, en hún verður haldin í kjallara Grunnskólanum á Hólmavík. Sjö atriði af öllum stærðum og gerðum munu stíga á stokk. Þriggja manna dómnefnd velur síðan fjögur atriði sem fá keppnisrétt í Vestfjarðariðli landshlutakeppni Samfés sem verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík föstudaginn 28. janúar. Þá fær sigurvegarinn glæsilegan farandgrip til varðveislu í eitt ár.

Húsið opnar kl. 20:00 og allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 500 krónur, krakkar á grunnskólaaldri borga kr. 100 en börn undir fimm ára aldri fá frítt inn. Sjoppa nemendafélagsins verður að sjálfsögðu opin og gargandi stemmning og mikið fjör í húsinu. Hólmvíkingar eru hvattir til að mæta á þessa skemmtilegu uppákomu í menningarlífinu og styðja við bakið á söngvurunum og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Íţróttahátíđ á miđvikudaginn

| 17. janúar 2011
Grunnskólinn á Hólmavík stendur fyrir árlegri íþróttahátíð á miðvikudaginn 19. janúar kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Á hátíðinni skemmta börn og fullorðnir sér saman við íþróttir og leiki, en ekki er um beina keppni að ræða milli einstaklinga eða liða.


Dagskrá
Mæting nemenda og kennara kl. 17:45.

Kl. 18:00. Nemendur ganga inn í salinn með bekknum sínum og umsjónarkennara og setja hátíðina.

  • Stutt ávarp frá nýjum tómstundafulltrúa Strandabyggðar Arnari S. Jónssyni.
  • 1. og 2. bekkur: Klósettleikurinn. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 3. og 4. bekkur: Þrautaboðhlaup. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 5. og 6. bekkur: Brennibolti. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 7. bekkur: Badmintonruna. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 8. og 9. bekkur: Dodgeball. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 10. bekkur: Handbolti. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 10. bekkur: Trjónufótbolti. Nemendur keppa við kennara.


Drykkir og samlokur verða seldar á staðnum á vægu verði og rennur ágóðinn í nemendasjóð (ekki posi á staðnum). Eftir íþróttahátíðina býður grunnskólinn í sund og minnir á að þeir sem eru 10 ára og yngri verða að vera í fylgd með eldri en 16 ára.

Allir eru velkomnir á íþróttahátíðina.

Arnar tómstundafulltrúi hefur umsjón međ Ozon

| 09. janúar 2011

Bjarni Ómar Haraldsson skólastjóri við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík hefur nú látið af störfum sem forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Ozon eftir margra ára farsælt og gott starf þar með krökkunum. Bjarna Ómari er þakkað kærlega fyrir starf hans við félagsmiðstöðina.

Arnar Snæberg Jónsson hefur nú tekið við nýju starfi tómstundafulltrúa Strandabyggðar en í því starfi felst meðal annars umsjón með félagsmiðstöðinni Ozon. Arnar hefur nú fundað með Bjarna Ómari og nemendaráði og fer starf félagsmiðstöðvarinnar í gang í vikunni 10. - 14. janúar og er margt spennandi á dagskránni hjá þeim. Hægt verður að fylgjast með fréttum og tilkynningum á síðu Ozon hér undir valmyndinni vinstra megin á vef skólans.

Arnar er með B.A. gráðu í tómstunda og félagsmálafræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á Sævangi og verið leiðandi í uppbyggingu þess og markaðssetningu. Arnar er í stjórn Menningarráðs Vestfjarða og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið Strandabyggð með setu í nefndum og ráðum. Arnar starfar einnig sem stundakennari í lífsleikni, tónmennt, upplýsingatækni og leikrænni tjáningu við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík.  

  

Arnar Jónsson er boðinn velkominn til starfa.

Fyrsta vika ársins

| 09. janúar 2011
Fyrsta vika ársins fór vel af stað í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík og það var virkilega gaman að hitta nemendur og starfsfólk að loknu jólafríi og ágætt að komast í rútínuna aftur. Vikan endaði reyndar með því að skólastarfið féll niður á föstudaginn vegna aftakaveðurs og rafmagnsleysis sem gekk yfir norðanvert landið. Við vonumst nú til þess að það gerist ekki aftur á næstunni en hvetjum foreldra til þess að hlusta á tilkynningar í morgunútvarpi Rásar2 eða fréttatíma útvarpsins, athuga á vef skólans, síðu Strandabyggðar á Facebook eða hafa samband við okkur símleiðis ef að aðstæður eru þannig að vafi liggur á um hvort að það sé skóli eða ekki.

Nýárskveðjur,
Hildur og Bjarni Ómar.

Skólahald fellur niđur

| 07. janúar 2011
Allt skólastarf í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík fellur niður í dag, föstudaginn 7. janúar, vegna aftakaveðurs sem gengur nú yfir norðanvert landið.

Jólatónar í Kaupfélaginu

| 17. desember 2010

Nemendur í Tónskólanum verða með lifandi jólatóna í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar í dag, föstudag kl. 17:00 en þeir munu einnig leika tónlist þar á sama tíma klukkan 17:00 - 18:00 miðvikudaginn 22. desember og þorláksdag, fimmtudaginn 23 desember. Við hvetjum alla til að kíkja og hlusta og upplifa jólastemmninguna Kaupfélaginu. Sjá dagskrá hér.

Jólakveðjur úr Tónskólanum.

Jólasamvera og jólafrí

| 17. desember 2010
Í dag komu nemendur skólans saman með umsjónarkennurum sínum og áttu notalega samverustund. Nú er jólafríið að fara í hönd með tilheyrandi hátíðarbrag og skemmtilegheitum. Þá er mikilvægt að muna eftir því sem mestu skiptir - að vera saman og njóta þess með bros á vör.

Kennarar og starfsfólk Grunn- og Tónskólans á Hólmavík senda nemendum og fjölskyldum þeirra hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir góðar stundir í vetur. Hittumst svo hress í skólanum á nýju ári þann 4. janúar 2011. Gleðileg jól!                 

Litlu jólin

| 16. desember 2010
Litlu jólin í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík eru haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík í dag 16. desember 2010 kl. 14:00. Nemendur sýna ýmis atriði og að því loknu verður dansað í kringum jólatréð. Allir eru velkomnir á Litlu jólin.

Á morgun, föstudaginn 17. desember, er jólasamvera með umsjónarkennurum kl. 11.

Nánari upplýsingar hér.

Jóladiskó

| 14. desember 2010
Miðvikudagskvöldið 15. desember mun félagsmiðstöðin Ozon halda jóladiskó fyrir nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík. Húsið opnar kl. 19:30 og er skemmtunin fyrir nemendur í 1.-6. bekk frá kl. 19:30-21:00 en fyrir nemendur í 7.-10. bekk frá kl. 19:30-22:30. Aðgangseyrir er 100 kr. á mann og verður nemendasjoppan opin. Óskað er eftir því að forráðamaður fylgi nemendum í 1.-4. bekk á diskóið. Sjáumst hress í jólaskapi!

Vikan fyrir jólafrí

| 12. desember 2010
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir