A A A

Valmynd

Foreldrasamstarf - saman gerum viđ góđan skóla betri!

| 03. mars 2011
Stjórnarfundur var haldinn í foreldrafélagi Grunnskólans á Hólmavík 22. febrúar í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Þar var rætt um bolludaginn, öskudaginn, forvarnarstarf, starf bekkjarfulltrúa, jólaföndur og aðild að Heimili og skóla. Fundargerð frá fundinum má sjá hér.

Það er ánægjulegt að fylgjast með störfum stjórnarinnar og bekkjarfulltrúanna í vetur. Haldnir hafa verið fundir foreldra í ýmsum bekkjardeildum, spilasamverur, gönguferð, ferð í fjárhúsin og fleira skemmtilegt. Einnig hefur verið mikil ánægja með foreldrakaffi með skólastjórnendum sem verða endurtekin í bráð. Það hafa margir foreldrar komið með góðar, gagnlegar og uppbyggjandi ábendingar inn í starfið okkar og hefur það sýnt sig að samstarf við foreldra hefur áhrif á velgengni og vellíðan barna í skólanum. Aðild foreldra, jákvæð viðhorf þeirra og hvatning afar mikilvægur liður í skólastarfinu því saman gerum við góðan skóla betri.

Fréttir og myndir úr Reykjaskóla

| 23. febrúar 2011
Borist hafa fréttir frá nemendum 7. bekkjar sem taka nú þátt í glæsilegri dagskrá í skólabúðunum í Reykjaskóla. Þau hafa nú farið í ýmsa leiki, íþróttir og sund, fjöruferðir, fræðst um undraheim auranna og heimsótt Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, farið í nokkra vermannaleiki og þar stendur sem kunnugt er Hákarlaskipið Ófeigur og nýtur verðugrar athygli. Frjálsir tímar í Bjarnaborg eru vel nýttir í borðtennis, billjard, þythokkí, kaplakubba, spil, lestur, spjall eða bara hvíld.

Þau Almar, Andri, Benedikt, Branddís, Elísa, Eyrún, Guðfinnur, Gunnar, Ísak, Kristín, Laufey, Númi, Róbert, Sigfús, Símon, Sunneva, Tómas, Þórir, Steinar og Hrafnhildur senda bestu kveðjur til okkar allra og hafa sett inn myndir sem skoða má hér.

- VIÐ SENDUM ÞEIM OKKAR BESTU KVEÐJUR TIL BAKA, haldið áfram að hafa það frábært og takk fyrir myndirnar :o)

7. bekkur í Reykjaskóla

| 22. febrúar 2011
Í gær héldu nemendur 7. bekkjar af stað í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði ásamt Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur umsjónarkennara og Steinari Inga Gunnarssyni stuðningsfulltrúa. Það skein mikil gleði, spenna og tilhlökkun úr augum nemendanna þegar þau mættu með farangurinn í rútuna í gærmorgun. Þau munu dvelja þar út vikuna og taka þátt í starfinu í skólabúðunum sem beinist í öllum aðalatriðum að sömu markmiðum og starfið í almennum grunnskóla með áherslu á að skapa samstöðu og efla samvinnu milli nemenda og kennara, auka félagslega aðlögun nemenda og þroska sjálfstæði nemenda. Þessa viku eru líka nemendur frá Drangsnesi og Akureyri á Reykjum. Við fréttum að ferðin hafi gengið vel og að gærdagurinn hafi vakið mikla lukku þar sem nemendur komu sér fyrir á herbergjum sínum og kynntust svæðinu. Þau fóru í stöðvaleiki, íþróttir, náttúrufræði, þythokký, borðtennis, tóku þátt í kvöldvöku og fengu hressingu fyrir svefninn.

Sćtabrauđsdagur á föstudaginn

| 21. febrúar 2011
Á föstudaginn ætlum við að gera okkur glaðan dag með því að hafa sætabrauðsdag, þá mega nemendur koma með köku eða annað sætabrauð í nesti í skólann. Sætabrauðsdagurinn er hluti af skemmtilegum föstudögum fram að páskafríi.

Rausnarlegur styrkur til Tónskólans frá Lionsklúbbi Ísafjarđar

| 20. febrúar 2011
Á laugardaginn tóku nemendur Tónskólans á Hólmavík þátt í skemmtun í Félagsheimilinu þar sem Lionsklúbbur Hólmavíkur fagnaði 50 ára afmæli klúbbsins með glæsilegri afmælishátíð. Þær Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Sara Jóhannsdóttir og Stella Guðrún Jóhannsdóttir fluttu nokkur tónlistaratriði fyrir afmælisgesti. Það er gaman frá því að segja að Lionsklúbbur Ísafjarðar færði Tónskóla Hólmavíkur gjafabréf að upphæð kr. 100.000 til styrktar því öflugu tónlistarlífi sem Tónskólinn stendur fyrir á Ströndum. Fyrir hönd Tónskólans þökkum við kærlega fyrir þennan rausnarlega og hverjandi styrk frá Lionsklúbbi Ísafjarðar og sendum Lionsklúbbi Hólmavíkur hamingjuóskir með hálfrar aldar afmælið og óskum þeim farsældar í áframhaldandi starfi.

Líf og fjör í 3. og 4. bekk

| 17. febrúar 2011
« 1 af 3 »
Í síðustu viku skellti 3. og 4. bekkur sér í flokkunarstöð Sorpsamlagsins á Skeiði ásamt umsjónarkennara sínum henni Ingibjörgu Emilsdóttur. Heimsóknin var í tengslum við námsefnið og bókina Komdu og skoðaðu hringrásir þar sem fjallað er um hringrásir í náttúrunni með áherslu á námskrá í náttúrufræði og samfélagsgreinum. Þar er greint frá stöðugum hringrásum efna á jörðinni og undirstrikað mikilvægi þess að umgangast auðlindir jarðar af virðingu. Einar Indriðason tók á móti hópnum og fræddi þau um flokkana og ýmislegt fleira tengt rusli og endurvinnslu. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Þessi hópur fékk líka skemmtilegt og óvenjulegt heimaverkefni sem var að búa til eitthvað úr rusli þar sem þau áttu að endurnýta eitthvað gamalt „drasl" og gera úr því nýjan hlut. Þau máttu ekki kaupa neitt í verkefnið nema nagla eða lím. Myndirnar hér tala sínu máli um útkomuna sem var alveg frábær!

Á hverjum fimmtudegi eru þau í 3. og 4. bekk með útinám þar sem skóladagurinn fer að mestu fram utandyra. Um daginn heimsóttu þau Orkubú Vestfjarða og fengum að skoða Þverárvirkjun. Heimsóknin þótti rosalega spennandi og skemmtileg og ekki spillti fyrir að þau fengu líka að sjá díselvélina sem er geymd hérna inn á Hólmavík, en hún er notuð þegar rafmagnið fer af. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim fjölbreyttu verkefnum sem þau hafa verið að fást við og því skapandi skólastarfi sem fer fram undir leiðsögn Ingibjargar.

Velkomin í foreldraviđtöl!

| 17. febrúar 2011

Á morgun, föstudaginn 18. febrúar, eru foreldraviðtöl í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Foreldrar og forráðamenn koma og hitta umsjónarkennara og tónlistarkennara og fara yfir stöðuna eftir miðönnina. Nemendur hafa nú fengið með sér miða heim með upplýsingum um hvert og eitt viðtal. Þann dag er frí hjá nemendum nema að kennari óski eftir að nemandinn komi með í viðtalið. Hlökkum til að sjá ykkur!

Styttist í Samfés

| 15. febrúar 2011
Nú styttist í að 8.-10. bekkur fari á Samféshátíðina í Reykjavík, en hún fer eins og venjulega fram fyrstu helgina í mars, 4.-6. mars. Nemendaráð og þátttakendur í starfi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon hafa undanfarið komið fram með ýmsar hugmyndir um mögulega afþreyingu utan ballsins og söngkeppninnar. Það er alveg á hreinu að það verður ógurlegt stuð í ferðinni!

Dagskrá og leyfisbréfum til undirskriftar verður dreift til þátttakenda og foreldra í þessari viku. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér í þaula allt sem stendur á leyfisbréfinu þegar það kemur í hús. Sérstaklega ber þar að nefna nýja reglu um klæðaburð á Samfés, en einnig þarf fólk að kynna sér vel hvernig tekið verður á brotum varðandi neyslu á tóbaki, áfengi eða öðrum vímugjöfum. Ef slík brot koma upp fela þau í sér útilokun viðkomandi aðila frá atburðum og skemmtunum það sem eftir lifir ferðarinnar.

Meðal þess sem verður gert utan þess að fara á Samféshátíðina sjálfa er t.d. Laser-Tag í Kópavogi, Go-Kart í Garðabæ, bíóferð, diskókeila í Öskjuhlíðinni og skautar í Egilshöll. Stefnt er að því að leggja af stað frá Hólmavík um kl. 14:00 á föstudeginum og koma síðan heim um kvöldmatarleytið á sunnudegi. Félagsmiðstöðin greiðir ferðina niður um helming, en gera má ráð fyrir að hlutur hvers þátttakanda verði um 10.000 kr. sem er svipað og síðastliðin tvö ár.

Dansnámskeiđ í mars

| 11. febrúar 2011
Það er gaman frá því að segja að fyrirhugað er dansnámskeið fyrir grunnskólanema í mars hjá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Námskeiðið verður auglýst síðar en framkvæmdin er unnin í samvinnu við Arnar tómstundafulltrúa sem skipuleggur nú dansnámskeið fyrir fullorðna á sama tíma. Skipulagið verður unnið í samstarfi við skólann og verð verður sanngjarnt og hóflegt.

Hægt er að kynna sér Dansskóla Jóns Péturs og Köru á vefsíðunni www.dansskoli.is og skoða myndir og upplýsingar á Fésbókarsíðu dansskólans.

Rannsókn - Ungt fólk 2011.

| 11. febrúar 2011
Fimmtudaginn 17. febrúar nk. er fyrirhugað að gera könnun meðal nemenda 5. til 7. bekkjar í samræmi við áherslur menntamálaráðuneytisins og samkvæmt rannsóknaráætlun um hagi og líðan ungs fólks á Íslandi 2011 til 2016. Samhliða verður lögð fyrir könnun meðal nemenda í 8. til 10. bekk um vímuefnaneyslu. Hvort tveggja er beint framhald rannsókna undanfarinna ára og sér Rannsóknir og greining um framkvæmdina í samstarfi við skóla.

Upplýsingabréf um könnina hefur verið sent heim til forráðamanna með tölvupósti.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir