A A A

Valmynd

Félagsmiđstöđ unga fólksins

| 09. febrúar 2011
Í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. febrúar, er haldin "Félagsmiðstöð unga fólksins" í setustofu Grunnskólans. Hugmyndin bakvið þessa opnun er sú að þarna fái yngstu börnin, í 1. - 4. bekk, tækifæri til að láta ljós sitt skína, kynnist félagsmiðstöðvarstarfinu lítillega og geri sér glaðan dag í leiðinni ásamt foreldrum sínum.

Félagsmiðstöð unga fólksins er í rauninni hefðbundin opnun á Félagsmiðstöðinni Ozon, fyrir aldurshóp sem ekki hefur tekið þátt í starfi miðstöðvarinnar áður. Farið verður í leiki, sungið og sprellað og horft á teiknimyndir. Ekki þarf að borga neinn aðgangseyri. Ozon-sjoppan verður að sjálfsögðu opin, en þar er hægt að kaupa sælgæti og gos á vægu verði. Passlegt er að mæta með um 4-500 kr. í nammi- og gospening (einnig er hægt að kaupa Svala í sjoppunni).

Ţjóđlegt kvöld hjá Ozon

| 08. febrúar 2011
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 8. febrúar, frá kl. 19:30-21:00 verður félagsmiðstöðin Ozon opin fyrir 5.-7. bekk. Auglýst hefur verið innan skólans svokallað "Þjóðlegt kvöld" sem Nemendaráð hefur skipulagt í þaula. Í því felst að ekkert rafmagn verður notað, hvorki til að tengja græjur eða kveikja ljós og svo er stefnan að sem flestir mæti í lopapeysum, ullarbrókum eða öðrum gamaldags klæðnaði.

Þá verður kveikt á kertum, smakkað á súrmat og öðrum kræsingum, spilað á gömlu góðu spilin og e.t.v. verður gripið í þjóðsögur eða Skólaljóðin. 

Grunnskólinn á Hólmavík í Lífshlaupinu.

| 02. febrúar 2011

Grunnskólinn á Hólmavík er nú skráður í hvatningarleik Lífshlaupsins en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hvatt alla grunnskóla til þess að taka þátt. Við erum búin að skrá skólann, bekkina og nemendur til leiks og munu nemendur fá kynningu á verkefninu í íþróttum hjá Kolla og hjá umsjónarkennurum sínum.

Hvatningarleikurinn hófst í dag 2. febrúar og stendur til 22. febrúar. Nú geta allir farið inn á www.lifshlaupid.is og skráð stigin sín með því að skrá sig inn undir netfanginu kolliskag@gmail.com og slá inn lykilorðið kolbeinn. Umsjónarkennarar sjá um að setja inn nöfn nemenda sinna og síðan getur hver nemandi skráð hreyfingu sína úr hvaða tölvu sem er með aðstoð kennara eða foreldra.

Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Lýðheilsustöð gaf út í fyrsta skipti árið 2008 ítarlegar ráðleggingar um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag (sjá nánar á þessari síðu til vinstri undir hnappnum Hreyfiráðleggingar).

...
Meira

Vönduđ frammistađa keppenda - áhorfendur á öllum aldri fylltu Félagsheimiliđ

| 30. janúar 2011
Sigurvegarinn Agnes Sólmundsdóttir frá Ţingeyri. Mynd Jón Jónsson.
Sigurvegarinn Agnes Sólmundsdóttir frá Ţingeyri. Mynd Jón Jónsson.

Vestfjarðariðill í söngkeppni Samfés var haldinn á Hólmavík á föstudagskvöldið að viðstöddu fjölmenni. Keppnin var bæði spennandi og skemmtileg en alls voru flutt 10 vönduð söngatriði. Agnes Sólmundsdóttir frá Þingeyri sigraði keppnina með glæsilegu atriði sem verður fram- lag félagsmiðstöðva á Vestfjörðum í landskeppni Samfés. Fjögur atriði voru frá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík og eiga allir þátttakendur í keppninni þakkir skyldar fyrir frábæra frammistöðu að sögn Ingibjargar Valgeirsdóttur, sveitarstjóra Strandabyggðar, sem var ánægð eftir keppnina.

,,Áhorfendur eiga líka lof skilið en það kom mér skemmtilega á óvart að sjá fólk á öllum aldri fylla Félagsheimilið á Hólmavík. Eftir 10 ára starf með ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu rættist gamall draumur um að sjá og upplifa kynslóðabilið hverfa á viðburðum ætluðum unglingum. Hér tekur öll fjölskyldan og allir íbúar Strandabyggðar þátt í lífi og starfi unglinganna, yngri og eldri systkini, foreldrar, ömmur, afar og aðrir áhugasamir Strandamenn.  Bilið sem við höfum of oft séð myndast milli fullorðinni og unglinga á samskonar atburðum er einhvern veginn ekki til staðar hér. Það er til fyrirmyndar".

Það voru ungmenni í félagsmiðstöðinni Ozon undir stjórn Arnars Jónssonar tómstundafulltrúa, sem áttu heiðurinn af undirbúningi og framkvæmd keppninnar í samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar á Vestfjörðum.

Þessi frétt er fengin af vef Strandabyggðar www.strandabyggd.is
Umfjöllun og fleiri myndir frá keppninni má sjá á strandir.is

Söngstund međ dönsku ívafi :)

| 30. janúar 2011
Á hverjum föstudegi er sameiginleg söngstund allra nemenda okkar og starfsfólks þar sem sungin eru hin ýmsu lög okkur til gagns og gamans. Síðastliðinn föstudag fluttu nemendur í 8.-10. bekk fyrir okkur danskt lagið eftir Kim Larsen og vörpuðu textanum upp á vegg til þess að við hin gætum sungið með við fögnuð viðstaddra. Þau hafa verið að vinna með Kim Larsen í dönsku hjá Láru Guðrúnu dönskukennara og voru m.a. með útvarpsþátt um kappann á Lífæðinni - útvarp Hólmavík í desember. 

5 ára nemendur Lćkjarbrekku í skólaheimsókn.

| 30. janúar 2011
Í vikunni kom 5 ára hópur nemenda á leikskólanum Lækjarbrekku í heimsókn í 1. og 2. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík. Nemendur okkar tóku vel á móti þeim enda frábærar fyrirmyndir þar á ferð sem kynntu þeim starfshætti grunnskólans. Hópurinn vann með Kisuhópi í stærðfræði. Þau koma til með að heimsækja Grunnskólann reglulega fram að vori, eða rúmlega tuttugu sinnum, í fylgd Hlífar Hrólfsdóttur hópstóra þeirra á Lækjarbrekku. Það var gaman að fá þessa áhugasömu nemendur til okkar sem voru svo stillt og prúð.



Fleiri myndir hér.

Landshlutakeppni á föstudaginn

| 26. janúar 2011
Föstudaginn 28. janúar, klukkan 20:00, fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík úrslitakeppni í Vestfjarðarriðli söngkeppni Samfés. Þar munu 10 söngatriði frá Hólmavík, Ísafirði, Flateyri og Bolungarvík keppa um að komast í lokakeppni sem fram fer í Laugardagshöllinni, laugardaginn 5. mars. Eitt atriði verður valið um kvöldið af þriggja manna dómnefnd til að keppa í lokakeppninni, en þrjú efstu sætin fá vegleg verðlaun. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir 1.-10. bekk, en 1000 krónur fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir börn yngri en 5 ára. Sjoppa félagsmiðstöðvarinnar verður að sjálfsögðu á staðnum.  

Fjögur söngatriði koma frá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík. Það eru þær Brynja Karen Daníelsdóttir sem sigraði söngkeppni Ozon síðasta föstudag með lagið Svo smá, Andrea Messíana Heimisdóttir með frumsamda lagið og textann Leyndarmál, Sara Jóhannsdóttir með lagið Án þín og Gunnhildur Thelma Rósmundsdóttir sem mun flytja lagið Lítill drengur. Fjölmargir hljóðfæraleikarar úr hópi Ozon-krakka koma fram í atriðunum. Strandamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta og hvetja sitt fólk til dáða á föstudaginn.

Það eru tómstundafulltrúi Strandabyggðar og unglingarnir í félagsmiðstöðinni Ozon sem sjá um framkvæmd og skipulagningu keppninnar sem er einn stærsti viðburður fyrir unglinga á Vestfjörðum. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir og hvattir til að taka þátt í skemmtilegri stemmingu. Að keppni lokinni verður haldið diskótek fyrir 8.-10. bekk. Þar stjórna þeir DJ Danni og DJ Darri tökkum og rafmixi. Miðaverð á dansleikinn er krónur 500.

Flöskusöfnun á miđvikudaginn!

| 26. janúar 2011
Félagsmiðstöðin Ozon stendur fyrir flöskusöfnun meðal íbúa á Hólmavík miðvikudagskvöldið 26. janúar. Söfnunin hefst klukkan 20:00 og stendur fram eftir kvöldi. Söfnunin er eflaust kærkomið tækifæri fyrir marga til að losa sig við birgðir sem safnast hafa upp um jól og áramót.


Allur ágóði af söfnuninni rennur beint til starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon.

Frábćr íţróttahátíđ!

| 21. janúar 2011
Hin árlega íþróttahátíð skólans fór vel fram í Íþróttamiðstöðinni á miðvikudaginn. Nemendur, starfsfólk og foreldrar skemmtu sér vel í leikjum og keppnum undir dyggri stjórn Kolbeins Skagfjörð íþróttakennara sem hélt utan um skipulag og framkvæmd hátíðarinnar. Fyrr um daginn fóru allir út að renna fyrir neðan Hólmavíkurkirkju en á hátíðinni fór fram hinn skemmtilegi klósettleikur, badmintonruna, boðhlaup, dodgeball, handbolti og trjónufótbolti. Að því loknu skelltu fjölmargir sér í sund eftir góðan og skemmtilegan íþróttadag.

Jón Jónsson fréttaritari á strandir.is tók skemmtilegar myndir af hátíðinni sem sjá má hér.

Ný önn í Tónskólanum

| 21. janúar 2011

Nú er vorönnin að hefjast í Tónskólanum og þá gefst tækifæri til að skrá sig í eða úr Tónskólanum eða gera breytingar á tímum. Best er að hafa samband beint við tónlistarkennarana sjálfa, upplýsingar um símanúmer og netföng starfsmanna eru aðgengileg hér.

Einnig viljum við vekja athygli á breytingu á nýrri gjaldskrá fyrir Grunn- og Tónskólann var samþykkt á sveitarstjórnarfundi 18. janúar 2011. Breytingarnar taka gildi 1. febrúar 2011 og verða birtar á heimasíðu Strandabyggðar seinna í dag.

Ef einhverjar spurningar vakna er ykkur velkomið að hafa samband.


Góða helgi,
Hildur og Bjarni Ómar

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir