Rannsókn - Ungt fólk 2011.
Upplýsingabréf um könnina hefur verið sent heim til forráðamanna með tölvupósti.
Grunnskólinn á Hólmavík er nú skráður í hvatningarleik Lífshlaupsins en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hvatt alla grunnskóla til þess að taka þátt. Við erum búin að skrá skólann, bekkina og nemendur til leiks og munu nemendur fá kynningu á verkefninu í íþróttum hjá Kolla og hjá umsjónarkennurum sínum.
Hvatningarleikurinn hófst í dag 2. febrúar og stendur til 22. febrúar. Nú geta allir farið inn á www.lifshlaupid.is og skráð stigin sín með því að skrá sig inn undir netfanginu kolliskag@gmail.com og slá inn lykilorðið kolbeinn. Umsjónarkennarar sjá um að setja inn nöfn nemenda sinna og síðan getur hver nemandi skráð hreyfingu sína úr hvaða tölvu sem er með aðstoð kennara eða foreldra.
Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Lýðheilsustöð gaf út í fyrsta skipti árið 2008 ítarlegar ráðleggingar um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag (sjá nánar á þessari síðu til vinstri undir hnappnum Hreyfiráðleggingar).
Vestfjarðariðill í söngkeppni Samfés var haldinn á Hólmavík á föstudagskvöldið að viðstöddu fjölmenni. Keppnin var bæði spennandi og skemmtileg en alls voru flutt 10 vönduð söngatriði. Agnes Sólmundsdóttir frá Þingeyri sigraði keppnina með glæsilegu atriði sem verður fram- lag félagsmiðstöðva á Vestfjörðum í landskeppni Samfés. Fjögur atriði voru frá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík og eiga allir þátttakendur í keppninni þakkir skyldar fyrir frábæra frammistöðu að sögn Ingibjargar Valgeirsdóttur, sveitarstjóra Strandabyggðar, sem var ánægð eftir keppnina.
,,Áhorfendur eiga líka lof skilið en það kom mér skemmtilega á óvart að sjá fólk á öllum aldri fylla Félagsheimilið á Hólmavík. Eftir 10 ára starf með ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu rættist gamall draumur um að sjá og upplifa kynslóðabilið hverfa á viðburðum ætluðum unglingum. Hér tekur öll fjölskyldan og allir íbúar Strandabyggðar þátt í lífi og starfi unglinganna, yngri og eldri systkini, foreldrar, ömmur, afar og aðrir áhugasamir Strandamenn. Bilið sem við höfum of oft séð myndast milli fullorðinni og unglinga á samskonar atburðum er einhvern veginn ekki til staðar hér. Það er til fyrirmyndar".
Það voru ungmenni í félagsmiðstöðinni Ozon undir stjórn Arnars Jónssonar tómstundafulltrúa, sem áttu heiðurinn af undirbúningi og framkvæmd keppninnar í samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar á Vestfjörðum.
Þessi frétt er fengin af vef Strandabyggðar www.strandabyggd.is
Umfjöllun og fleiri myndir frá keppninni má sjá á strandir.is
Allur ágóði af söfnuninni rennur beint til starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon.