A A A

Valmynd

Rithöfundar í heimsókn

| 12. desember 2010
Gunnar Theodór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir doktorsnemar í bókmenntafræði sem voru gestir í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu, komu í skólann til okkar á föstudaginn. Gunnar Theodór las úr barnabók sinni sem er í smíðum og fannst nemendum það heldur betur spennandi að fá að vera fyrst til að heyra efni bókarinnar sem er sjálfstætt framhald bókarinnar Steindýrin sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna!

Jólaföndur á mánudaginn

| 11. desember 2010

Jólaföndur foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður mánudaginn 13. desember kl. 18 - 20. Við hvetjum alla nemendur, foreldra, systkini og ömmu og afa til að koma í notalega jólastemmningu þar sem við hlustum saman á jólalög, föndrum og borðum vöfflur.


Tilbúnir föndurpakkar verða seldir á staðnum ásamt bakkelsi á vægu verði og því gott að vera með fé til reiðu í það.
Einnig er gott að koma með nál og tvinna, tölur, perlur og smádót, skæri, skraut á jólakort, borða og þess háttar.

Sjáumst hress í föndurstuði!
Jólakveðja, foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík

Lífćđin - útvarp Hólmavík FM 97,5

| 08. desember 2010
Nú er fjölmiðlavika Grunnskólans á Hólmavík hafin og fór útsending Lífæðarinnar - útvarp Hólmavík FM 97,5 í loftið í morgun. Fjölbreytt dagskrá er framundan næstu vikuna þar sem nemendur sjá um eigin útvarpsþætti með aðstoð starfsmanna skólans. Við hvetjum alla til að hlutsta á FM 97,5 og hringja inn í s. 451-3429. 

DAGSKRÁ ÚTVARPSINS

Enn er einhverjir dagskrártímar lausir á Lífæðinni - útvarp Hólmavík FM 97,5 og eru allir sem áhuga hafa á því að taka þátt í dagskránni beðnir um að hafa samband á netfangið skolastjorar@holmavik.is eða í s. 451-3129.

Jólatónleikar Tónskólans

| 07. desember 2010
Jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík fara fram núna í vikunni. Eins og undanfarin ár eru þeir tvískiptir og fara fyrri tónleikarnir fram miðvikudaginn 8. desember en þeir seinni fimmtudaginn 9. desember. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 19:30 og fara þeir fram í Hólmavíkurkirkju. Allir íbúar Strandabyggðar og nágrannasveitarfélaga eru boðnir hjartanlega velkomnir á tónleikana þar sem nemendur Tónskólans sýna snilli sína við söng og hljóðfæraslátt með stuðningi kennara sinna þeirra Viðars , Barböru , Önnu Sólrúnar , Stefáns og Bjarna Ómars.

Kveikt á jólatrénu viđ skólann

| 07. desember 2010
Í dag, þriðjudaginn 7. desember, kl. 18:00 fer fram hátíðlega athöfn við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík þegar gestir frá vinabænum Hule afhenda jólatréð sem þeir færa okkur árlega. Ljósin á trénu verða tendruð og  barna- og unglingakór Hólmavíkurkirkju mun syngja. Einnig verður almennur söngur við undirleik gítarnemenda í Tónskólanum og flutt verða stutt ávörp. Foreldrar og nemendur eru hvattir til að mæta, gleðjast og gæða sér á heitu súkkulaði og piparkökum og taka á móti þessari góðu gjöf.

Desemberdagskrá

| 03. desember 2010
Desemberdagskrá Grunn- og Tónskólans á Hólmavík hefur verið gefin út. Jólamánuðurinn er að fara í hönd með tilheyrandi hátíðarbrag og skemmtilegheitum. Þá er mikilvægt að muna eftir því sem mestu skiptir - að vera saman og njóta þess með bros á vör. Síðustu vikur skólaársins er skólastarfið að einhverju leiti brotið upp og fléttað saman við þá viðburði og uppákomur sem tengjast jólum og jólaundirbúningi.

Smellið hér til að sjá desemberdagskrána. Athugið þó að dagskráin er ekki tæmandi því það gæti eitthvað bæst við.

Ađalfundur foreldrafélagsins

| 03. desember 2010
Miðvikudaginn 1. desember sl. var aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík. Ætlunin var að efla starfsemi félagsins til muna, kjósa nýja stjórn og leggja fram tillögu að mjög viðamiklum lagabreytingum. Fundurinn hófst á áhugaverðu og fróðlegt erindi með sérkennslufræðingnum Guðjóni Ólafssyni Góð börn - það gerist ekki að sjálfu sér. Eftir það voru ítalskættaðar veitingar í boði Foreldrafélagsins og þá tók aðalfundurinn við....
Meira

Skrítinn hárdagur!

| 02. desember 2010
Föstudaginn 26. nóvember sl. var skrítinn hárdagur í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Nemendur og starfsfólk mættu í skólann með ýmsar hárútfærslur, úfið og ógreitt hár, litað, skreytt, fléttað á margvíslegan hátt. Sumir voru nær óþekkjanlegir og nú eru komnar margar skemmtilegar myndir í skólamyndir.

Skrítinn hárdagur er hluti af öðruvísi föstudögum fram að jólum en næsta föstudag, þann 3. desember, er íþróttafatadagur þar sem nemendur og starfsfólk er hvatt til að mæta í sportlegum klæðnaði.

Grein um mikilvćgi samstarfs heimilis og skóla.

| 25. nóvember 2010
Það er okkur sem störfum hjá Heimili og skóla mikilvægt að vita til þess að stjórnendur og foreldrar við Grunnskólann á Hólmavík eru að vinna hörðum höndum að því að efla samstarf heimilis og skóla. Heimili og skóli - landssamtök foreldra vinna sífellt að vitundarvakningu meðal foreldra um hvernig foreldrar geta haft áhrif á skólasamfélagið. Í þeim tilgangi hafa samtökin gefið út sérstakar handbækur fyrir foreldrafélög og hafa haldið úti fræðslu og námskeiðum um aðkomu foreldra að stjórnun skóla.  Einnig gefa samtökin út vefritið Samstíga sem sent er til allra foreldrafélaga og skóla í landinu....
Meira

Eldvarnardagurinn

| 24. nóvember 2010
Eldvarnaátak Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur yfir frá 19. nóvember til 27. nóvember. Slökkviliðsmenn í Strandabyggð heimsóttu Grunnskólann á Hólmavík í dag og fræddu nemendur í 1.-4. bekk um eldsvoða og eldvarnir. Nemendur fengu í hendur myndskreytta sögu um slökkviálfana Loga og Glóð, bókamerki og veggspjald sem fer á vegg í skólastofunum til minningar um heimsóknina og til áminningar um mikilvægi eldvarna.

Okkur brá síðan heldur betur í brún þegar viðvörunarbjöllur vegna elds fóru af stað upp úr kl. 11. Nemendur og starfsfólk rýmdu skólahúsnæðið í snarti og héldu út á skólalóð. Þar fóru nemendur í raðir eftir bekkjum með kennurum sínum en að loknu nafnakalli og talningu kom í ljós að einn nemanda vantaði í hópinn en þá var slökkviliðið sem betur fer komið á staðinn og héldu inn í bygginguna í leit að nemandanum með þeim árangri að hann fannst fljótt og örugglega. Sem betur fer var þetta bara eldvarnaræfing en að lokinni æfingu komu nemendur og starfsfólk saman á sal skólans og fóru yfir tæknileg atriði og síðar fór slökkviliðsstjórinn yfir daginn með Bjarna skólastjóra með það í huga að laga það sem betur mætti fara.

Myndir frá deginum eru komnar hér inn undir skólamyndir.

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir