Rithöfundar í heimsókn
| 12. desember 2010
Gunnar Theodór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir doktorsnemar í bókmenntafræði sem voru gestir í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu, komu í skólann til okkar á föstudaginn. Gunnar Theodór las úr barnabók sinni sem er í smíðum og fannst nemendum það heldur betur spennandi að fá að vera fyrst til að heyra efni bókarinnar sem er sjálfstætt framhald bókarinnar Steindýrin sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna!