A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1320 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. júlí 2021

Fundur nr. 1320, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13.júlí 2021 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Stofnanir Strandabyggðar og sumarfrí framundan

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. júlí 2021
Nú er komið hásumar og flestir á leið í sumarfrí ef þeir eru ekki komnir í frí nú þegar. Það er eins hjá okkur hjá Strandabyggð og viljum við upplýsa um lokanir stofnana í sumar og sumarleyfi starfsmanna.

Skrifstofa Strandabyggðar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19.júlí-3.ágúst
-Byggingarfulltrúi verður í sumarleyfi frá 12. júlí til 30.júlí en verður með viðveru á skrifstofu 23.júlí.
-Félagsmálastjóri verður í sumarleyfi frá 26.júní-23.júlí og verður með viðveru í síma og gegnum tölvupóst frá 26.júlí
-Tómstundafulltrúi verður í sumarleyfi frá 2.júlí og fram í miðjan ágúst
-Skrifstofustjóri verður í sumarleyfi að mestu frá 19.júlí-3.september en skoðar póst reglulega og afgreiðir mál eftir þörfum

Leikskólinn er lokaður vegna sumarleyfa frá 8.júlí-10.ágúst 
Grunnskólinn er lokaður vegna sumarleyfa fram í miðjan ágúst 

aðrar deildir eru opnar í sumar eins og Þjónustumiðstöð s: 865-4806 og Íþróttamiðstöð sem er opin alla daga og tekur á móti gestum í sund og hreyfingu.

Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. júlí 2021

Helgina 9.-11. júlí verður Náttúrubarnahátíð á Ströndum haldin með pompi og prakt í fimmta skiptið á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem gestir, börn og fullorðnir, fá kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun.


Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni. „Hátíðin hefst á föstudegi og fer að mestu fram utandyra, svo við hefjum hana á því að framkvæma veðurgaldur, til að tryggja gott veður um helgina,“ segir Dagrún.

...
Meira

Vantar þig aðstoð við garðvinnu?

| 02. júlí 2021
Vinnuskóli Strandabyggðar vinnur nú hörðum höndum að því að fegra og bæta umhverfi okkar með fjölbreyttum hætti. Eldri borgarar og öryrkjar geta fengið aðstoð við garðyrkjustörfin frá þessum vaska flokki óski þeir þess.

Ef þig vantar hjálp er þér velkomið að hafa samband við skrifstofu Strandabyggðar með því að hringja í síma 451-3510 eða senda tölvupóst á skrifstofa@strandabyggd.is. Við getum tekið við beiðnum um aðstoð til og með 13. júlí.

Menningarverðlaun Strandabyggðar

| 30. júní 2021
Svavar Knútur og Dagrún Ósk Mynd: Esther Ösp
Svavar Knútur og Dagrún Ósk Mynd: Esther Ösp
Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, voru afhent föstudaginn 25. júní, í upphafi Hamingjudaga. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd velur verðlaunahafa í kjölfar tilnefninga frá íbúum en Hafþór Ragnar Þórhallsson er skapari Lóunnar.

Glimrandi mæting var á viðburðinn enda var listasýning Rutar Bjarnadóttur opnuð af samam tilefni.

Svavar Knútur Kristinsson hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til menningarmála á svæðinu. Svavar Knútur er reglulegur gestur hjá okkur. Hann heldur tónleika, fræðslur og viðburði ásamt því að heimsækja okkar yngsta og elsta fólk. Þess utan er hann einn upphafsmanna Vetrarsólar og ötull stuðningsmaður annarra hátíða á svæðinu, einkum Hörmungardaga. Svavar stefnir jafnframt að því að undirbúa starfsemi og nýtingu á gamla vatstankinum, hrafninum til heiðurs.

Arnkatla lista- og menningarfélag hlaut Lóuna fyrir eftirtektarvert menningarframtak. Dagrún Ósk Jónsdóttir, tók á móti verðlaununum fyrir hönd samtakana en hún er formaður þeirra. Arnkatla var stofnuð í október 2019 og hefur síðan séð um ljósmyndaklúbb, komið upp einu útilistaverki og skipulagt heila skúlptúraslóð. Jafnframt hélt Arnkatla þrjár hátíðir síðastliðinn vetur; Vetrarsól á Ströndum, Hörmungardaga og Húmorsþing ásamt því að standa að fjölda annarra viðburða.

Við kunnum verðlaunahöfum bestu þakkir fyrir sitt framlag til menningarmála á svæðinu.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón