A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frá sveitarstjórn Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 30. apríl 2021


Á aukafundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í dag 30. apríl var eftirfarandi bókun samþykkt og vill sveitarstjórn koma henni á framfæri til íbúa:

„Fyrrum sveitarstjóra Strandabyggðar, Þorgeiri Pálssyni, var sagt upp störfum þann 20. apríl sl. Þessi ákvörðun var ekki léttvæg en var tekin að vel ígrunduðu máli og átti sér nokkurn aðdraganda. Samstarfsörðugleikar höfðu farið vaxandi eftir því sem leið á kjörtímabilið og samskipti milli sveitarstjóra og kjörinna fulltrúa voru oft erfið og þung. Slíkar aðstæður eru krefjandi fyrir alla aðila og leiða oft í ljós að þeir eiga ekki lengur samleið. Þegar sýn og stefna sveitarstjórnar og sveitarstjóra fara ekki saman fer dýrmætur tími til spillis. Þessir þættir leiddu til þess að sveitarstjórn Strandabyggðar var sammála um að segja sveitarstjóra upp störfum.

 

Sveitarstjórn telur að löglega hafi verið staðið að uppsögninni. Farið var eftir ákvæðum ráðningarsamnings. Þar er kveðið á um þriggja mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest sem sveitarfélagið greiðir, hvort sem um uppsögn af hálfu sveitarfélags eða sveitarstjóra er að ræða.

 

Sveitarstjórn hafnar því alfarið að hafa brotið sveitarstjórnarlög, samþykktir og siðareglur Strandabyggðar eins og ýjað er að í yfirlýsingu frá fyrrum sveitarstjóra.

 

 

Oddviti Strandabyggðar tekur tímabundið við sem framkvæmdastjóri í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn Strandabyggðar mun í framhaldinu skipta með sér verkum og vinna að þeim í samvinnu við skrifstofu sveitarfélagsins og með öðru starfsfólki Strandabyggðar til að minnsta kosti þriggja mánaða.

 

Sveitarstjórn hefur einnig samið við ráðgjafafyrirtækið Ráðrík um að vera til staðar og taka að sér afmörkuð verkefni fyrir sveitarfélagið gerist þess þörf.“

Viðvera sýslumanns

| 30. apríl 2021

Við vekjum athygli á að Jónas Guðmundsson sýslumaður á Vestfjörðum verður til viðtals á sýsluskrifstofunni á Hólmavík þriðjudaginn 4. maí nk. 
Minnt skal á að alltaf má hafa samband við sýslumann eða löglærðan fulltrúa símleiðis eða í tölvupósti.

Sveitarstjórnarfundur 1317 í Strandabyggð 30.4.2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 29. apríl 2021


Sveitarstjórnarfundur 1317 í Strandabyggð

Aukafundur nr. 1317 er haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn föstudaginn 30. apríl 2021 kl 16.00 í Hnyðju.

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Starfsmannamál

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Jón Jónsson

 

Hjólað í vinnuna 2021 hefst 5. maí

| 27. apríl 2021

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2021 hefjist í átjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 5. - 25. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 21. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks

Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram 5.-25. maí nk. Opnað verður fyrir skráningar 21. apríl og hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 25. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi. Þrátt fyrir að enn ríki töluvert sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu þá er aldrei mikilvægara en núa að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu....
Meira

Nýjar fræðslumyndir frá Samgöngustofu

| 27. apríl 2021

Fræðslumynd um rafhlaupahjól
Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Þau tilheyra flokki reiðhjóla og um þau gilda sömu reglur og um reiðhjól að því undanskyldu að þeim má ekki aka á akbraut. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

Fræðslumynd um öryggi barna í bíl
Á hverju ári verða atvik í umferðinni hér á landi þar sem sérstakur öryggisbúnaður kemur í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi öryggi barna í bíl. Öryggi barna er á okkar ábyrgð - það er engin bílferð svo stutt að við getum gefið afslátt af því. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.


Fræðslumynd um ljósabúnað
Ökutæki með ljósin kveikt eru mun sýnilegri í umferðinni, auk þess lýsa þau upp endurskin gangandi og hjólandi vegfarenda. Í þessu myndbandi er farið yfir ýmis atriði varðandi ökuljós og mikilvægi þess að öll ljósin á bílnum séu kveikt. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón