A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Úrslit í Hrekkjavökulistakeppni Frístundar 2021

| 04. nóvember 2021
Vinnings
Vinnings
« 1 af 14 »

Í október 2021 hélt Frístundin í Grunnskólanum á Hólmavík listakeppni með hrekkjavökuþema. Um var að ræða þrjá aldurshópa: 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-10. bekk. Einnig var haldin sérstök keppni fyrir fullorðna. Þökk sé einstöku gjafmildi fyrirtækja og einstaklinga gátum við boðið upp á mjög spennandi verðlaun og börnin voru öll mjög spennt að taka þátt og eiga mögulega á svo glæsilegum verðlaunum. Í ár var metþátttaka í keppninni (mjög líklega vegna frábærs stuðnings og hvatningu frá hinum frábæra listakennara Grunnskólans) og við sáum mikinn frumleika, sköpunargleði og góða samsetningarhæfileika. Það er óhætt að segja að skólasamfélagið okkar er mjög ríkt af hæfileikaríku fólki, frá þeim yngstu til hinna elstu!

Það voru í boði þrenn verðlaun fyrir hvern aldursflokk (tvenn fyrir fullorðna) og við viljum taka það fram að við áttum töluvert erfitt með að velja vinningshafa. Allir sem tóku þátt eru sannarlega sigurvegarar.


Verðlaunahafarnir eru eftirfarandi - og myndirnar þeirra sjást hér hægra megin.


Frístundin vill sérstaklega þakka Café Riis, Strandagaldri, Írisi Björgu, Ásdísi Bragadóttur, Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur og Gámaþjónustu Hólmavíkur fyrir að gefa frábæra vinninga og aðstoða okkur við að framkvæma þennan spennandi atburð fyrir börnin okkar.

 

Á næsta ári vonumst við til að geta bætt við flokki leikskólabarna!


Verðlaun í listakeppni Hrekkjavöku 2021


1.-3. Bekkur 


1.    Guðrún Ösp 

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Gjafabréf fyrir heitt súkkulaði fyrir tvo frá Galdrasýningu á Ströndum 

    Ullarvettlingar frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur


2.    Sunna Miriam

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Galdrastafur frá Galdrasýningu á Ströndum

   

3.    Halldór Logi

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Krípí-krúttlegur draugur frá Ásdísi Bragadóttur


4.-6. Bekkur


1.    Birna Dröfn

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Gjafabréf fyrir heitt súkkulaði fyrir tvo frá Galdrasýningu á Ströndum 

    Ullarvettlingar frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur


2.    Kormákur Elí 

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Galdrastafur frá Galdrasýningu á Ströndum

   

3.    Amira Linda

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Krípí-kruttleg vampíra frá Ásdísi Bragadóttur


7.-10. Bekkur


1.    Þórey Dögg

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Gjafabréf fyrir heitt súkkulaði fyrir tvo frá Galdrasýningu á Ströndum 

    Ullarvettlingar frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur


2.    Unnur Erna

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Galdrastafur frá Galdrasýningu á Ströndum

   

3.    Stefán Þór

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Krípí-kruttleg beinagrind frá Ásdísi Bragadóttur


Aukaverðlaun 1: Ólöf Katrín

Ökuskóli 1 og 2 fyrir némanda í 10. bekk frá Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur


Aukaverðlaun 2: Ómar Elías

Krúttlegur bangsi frá Ásdísi Bragadóttur


Fullorðinskeppni


1.    Hjördís Inga Hjörleifsdóttir

    Gjafabréf fyrir 7.500kr á Café Riis frá Gámaþjónustu Hólmavíkur

2.    Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir

    Gjafabréf fyrir 7.500kr á Café Riis frá Gámaþjónustu Hólmavíkur 

Ungmennaþing og kosningar í ungmennaráð

| 02. nóvember 2021
Í dag, þriðjudaginn 2. nóvember, fer fram ungmennaþing. Þingið verður haldið í Hnyðju kl. 17:00 og er meginefnið kosningar til ungmennaráðs. Þau sem geta boðið sig fram og/eða kosið eru ungmenni á aldrinum 13-25 ára sem eiga lögheimili í Strandabyggð.
Þau sem stunda nám og vinnu annar staðar en eiga engu að síður heima í Strandabyggð geta einnig boðið sig fram. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þau sem ekki geta komið geta óskað eftir að taka þátt í gegn um streymi.

Ungmennaráð getur fjallað um öll þau mál sem tengjast ungmennum í Strandabyggð á einn eða annan hátt. Ungmennaráð er ein fastanefnda sveitarfélagsins ásamt því að fulltrúar eru áheyrnarfulltrúar í öðrum fastanefndum. Seta í ungmennaráði veitir því ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnumótun og ákvarðanartöku í sveitarfélaginu. Greitt er fyrir setu í ungmennaráði.

Nánar um viðburðinn hér: https://www.facebook.com/events/368624104944249

Húsnæði óskast fyrir skammtímavistun á Hólmavík

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 28. október 2021
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir húsnæði fyrir skammtímavistun á Hólmavík frá áramótum. Húsnæðið þarf að henta vel einstaklingum með líkamlega fötlun og vera minnst þriggja herbergja. Upplýsingar gefur Soffía Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri í síma 842-2511 eða í tölvpósti, felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Hrekkjavík

| 25. október 2021
Dagská Hrekkjavíkur
Dagská Hrekkjavíkur
Hrekkjavík er haldin í tilefni af Allraheilagrarmessu um komandi helgi. Félagsmiðstöðin Ozon hefur veg og vanda að hátíðinni og býður öllum íbúum í draugahús og á búningaball á föstudag þar sem aðgangseyrir er litlar 500 kr.

Á laugardag kl 19 verða öll götuljós bæjarins slökkt og fólk hvatt til að fara í draugalega gönguferð. Vonast er til að sem flestir skreyti húsin sín með hryllilegum hætti og að víða finnist eitthvað sem geti hrætt gesti og gangandi. Þeir sem skreyta húsin sín bjóða þó hættunni heim því það gæti þýtt að börn eða óvættir berji á dyr og óski eftir því að fá góðgæti. 

Loks er vert að minna á yfirstandandi listaverkekeppni sem frístundin í grunnskólanum stendur fyrir.

Munið eftir #hrekkjavík

Gögn frá íbúafundi um sameiningarvalkosti Strandabyggðar

| 22. október 2021
Niðurstöður af röðuninni á valkostunum
Niðurstöður af röðuninni á valkostunum

Fyrr í mánuðinum var haldinn vel sóttur íbúafundur í Strandabyggð til að leita eftir sjónarmiðum íbúa og kynna vinnu við greiningu valkosta í sambandi við hugsanlega sameiningu sveitarfélagsins við önnur. Spurt var hvort Strandabyggð ætti að hefja sameiningarviðræður og hver ættu að vera áhersluatriði Strandabyggðar í slíkum viðræðum. 

 
Það var RR-ráðgjöf sem tók að sér vinnu við valkostagreininguna og kynntu þeir niðurstöður sínar. Einnig kom Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar Múlaþings og fyrrum sveitarstjóri Djúpavogshrepps á íbúafundinn og sagði frá reynslu Djúpavogshrepps við uppbyggingu og reynslu sveitarfélagsins af sameiningarviðræðum á Austurlandi og sameiningu í nýtt Múlaþing. 

 

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist um niðurstöður skoðunarkönnunar á fundinum, um hvernig þátttakendur röðuðu þeim valkostum sem voru í boði. 33 tóku þátt í þeirri röðun, en um það bil helmingi fleiri voru á fundinum í eigin persónu eða fylgdust með í streymi. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi varðandi að fundarmenn vildu hefja sameiningarviðræður við nálæg sveitarfélög, en skiptar skoðanir um hversu stórtæk hún ætti að vera. 

 

Eins er ekki búið að fá afstöðu nágrannasveitarfélaga til málsins, en á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar var samþykkt að senda öllum sveitarfélaginum sem nefnd voru til sögu í valkostagreiningu erindi og spyrjast fyrir um afstöðu þeirra til að hefja viðræður við Strandabyggð um sameiningu. Slíkt bréf hefur þegar verið sent til Reykhólahrepps, Dalabyggðar, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Húnaþings vestra. 

Tenglar:
Glærur sem kynntar voru á fundinum
Samantekt á niðurstöðum fundarins 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón