Reglur um meðferð og birtingu skjala og fundargagna í Strandabyggð
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl s.l., reglur sem lúta að meðferð og birtingu fundargagna í Strandabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið auka aðgengi íbúa að gögnum sem tekin eru til meðferðar á sveitarstjórnarfundum og öðrum fundum á vegum sveitarfélagsins og sem eru um leið grunnur að ákvörðunum sveitarfélagsins.
Reglurnar eru eftirfarandi, en þær má líka nálgast hér á pdf formi.
1. Tilgangur og gildissvið
Reglur þessar gilda um opinbera birtingu á hvers konar skjölum sem notuð eru af og í þágu sveitarfélagsins, þar með taldar; fundargerðir nefnda og sveitarstjórnar, minnisblöð starfsmanna sveitarfélagsins og minnisblöð sem sveitarfélagið móttekur vegna erinda, verkefna, samninga eða af öðru tilefni. Þessi skilgreining nær til A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins....
Meira