A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Reglur um meðferð og birtingu skjala og fundargagna í Strandabyggð

| 16. apríl 2021
Kæri íbúar Strandabyggðar,

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl s.l., reglur sem lúta að meðferð og birtingu fundargagna í Strandabyggð.  Með þessu vill sveitarfélagið auka aðgengi íbúa að gögnum sem tekin eru til meðferðar á sveitarstjórnarfundum og öðrum fundum á vegum sveitarfélagsins og sem eru um leið grunnur að ákvörðunum sveitarfélagsins. 

Reglurnar eru eftirfarandi, en þær má líka nálgast hér á pdf formi.

1.
Tilgangur og gildissvið

Reglur þessar gilda um opinbera birtingu á hvers konar skjölum sem notuð eru af og í þágu sveitarfélagsins, þar með taldar; fundargerðir nefnda og sveitarstjórnar, minnisblöð starfsmanna sveitarfélagsins og minnisblöð sem sveitarfélagið móttekur vegna erinda, verkefna, samninga eða af öðru tilefni.  Þessi skilgreining nær til A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins....
Meira

Nýjar reglugerðir vegna covid

| 14. apríl 2021


Hér er hægt að finna umfjöllun Heilbrigðisráðuneytisins um nýjar reglugerðir.

Reglugerðirnar og minnisblað sóttvarnalæknis er svo að finna í lok umfjöllunarinnar.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/04/13/COVID-19-Tilslakanir-a-samkomutakmorkunum-og-i-skolastarfi-fra-16.-april/

Valkostagreining- sameiningar sveitarfélaga

| 12. apríl 2021

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og þið hafið sjálfsagt heyrt um, hefur Strandabyggð fengið styrk úr Jöfnunarsjóði til að framkvæma svokallaða valkostagreiningu.  Þessi vinna er í tengslum við hugsanlega sameiningu sveitarféælaga, sem er framundan og hefur mikið verið rædd undanfarna mánuði.

Valkostagreiningu er ætlað að draga upp myndir af þeim sameiningarkostum sem sveitarfélagið gæti viljað skoða frekar og eru þá kostir og gallar við hverja sameingarvalkosti tíundaðir.  Strandabyggð hefur ráðið ráðgjafafyrirtækið RR Ráðgjöf til að vinna þetta verkefni með okkur.  Fyrir helgina var haldinn fyrsti fundur okkar með RR Ráðgjöf og sátu þann fjarfund fulltrúar í sveitarstjórn, forstöðumenn og nefndarmenn í Strandabyggð. 

Þar kom m.a. fram, að „markmið verkefnisins er að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri Strandabyggðar ef til sameiningar sveitarfélagsins kemur. Í því felst jafnframt að greina sameiningarvalkosti.  Afurð verkefnisins verður minnisblað sem lýsir niðurstöðum verkefnisins og auðveldar sveitarstjórn Strandabyggðar að meta hvort og þá við hvaða sveitarfélög skuli hefja  sameiningarviðræður“.

Við bindum miklar vonir við þetta verkefni sem ætti að hjálpa okkur að vega og meta hvernig við sjáum Strandabyggð þróast með sameiningu við önnur sveitarfélög.  Það er líka mikilvægt að þetta verkefni og sú vinna og umræða sem því tengist, hjálpi okkur að skilja sérstöðu Strandabyggðar; hvað það raunverulega er sem við höfum fram að færa, hvað okkur vantar o.s.frv. 

Framundan eru vinnufundur og íbúafundir sem við greinum nánar frá síðar sem og framgangi verkefnisins, sem við reiknum með að ljúki í haust. 

 

Kveðja

Þorgeir Pálsson

sveitarstjóri Strandabyggðar

Sveitarstjórnarfundur 1316 í Strandabyggð, 13.04.21

| 09. apríl 2021

 

Sveitarstjórnarfundur 1316 í Strandabyggð

Fundur nr. 1316, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13. apríl 2021 kl 16.00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Ákvörðun sveitarstjórnar um að nýta heimildi til fjarfunda.
  2. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra
  3. Nefndarfundir
    1. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 21.03.21
    2. Fræðslunefnd, 08.04.21
  4. Reglur um birtingu fundargagna í Strandabyggð
  5. Endurskoðun samnings um embætti byggingar- og skipulagsfulltrúa
  6. Erindi frá Kaldrananeshreppi, afmörkun sveitarfélaga
  7. Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda – fundur 05.02.21 – til kynningar
  8. Svæðisskipulagsnefnd – fundur 23.03.21 – til kynningar
  9. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla – til kynningar
  10. Vestfjarðastofa, stjórnarfundur nr. 34, frá 24.2.21 – til kynningar
  11. Ályktun stjórnar Vestfjarðastofu um samgöngumál – 15.03.21 – til kynningar
  12. Samgöngunefnd Fjórðungssambandsins – 01.03.21 – til kynningar
  13. Strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum – 5. fundur svæðisráðs, 03.03.21 – til kynningar
  14. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 896, frá 26.03.21 – til kynningar
  15. Hafnarsamband Íslands – Ársreikningur  2020 – til kynningar
  16. Hafnarsamband Íslands – fundur nr. 433 frá 19.03.21– til kynningar.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

 

Framtíðar byggingarland í Strandabyggð?

| 06. apríl 2021
« 1 af 2 »
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú stendur yfir endurskoðun á aðalskipulagi Strandabyggðar og er það fyrirtækið Landmótun sem vinnur það með okkur.  Eitt þeirra fjölmörgu verkefna sem þessi endurskoðun kallar á, er að skilgreina nýtt byggingarsvæði fyrir íbúðarhúsnæði.  Brandskjól hefur verið lengi í umræðunni sem framtíðar byggingarsvæði, enda frábært svæði, í beinni tengingu við borgirnar og ómetanlegt útsýni út fjörðinn.

Nú er verið að kanna jarðveginn, dýpt niður á fast ofl. og þess vegna kunna einhverjir íbúar að hafa séð gröfu þar að verki í dag.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri Strandabyggðar
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón