A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kennsla í Tónskólanum hefst á þriðjudaginn

| 21. ágúst 2021

Stefnt er á að hefja kennslu í Tónskólanum sama dag og Grunnskólinn hefur kennslu, þriðjudaginn 24. ágúst.

 

Hóptímar í tónfræði hefjast miðvikudaginn 25. ágúst (14:30-15:10) og þeir eru skylda fyrir alla tónlistarnemendur sem eru í 4.-10. bekk Grunnskólans.

 

Fyrsta barnakórsæfingin verður haldin miðvikudaginn 25. ágúst (15:15-16:00) og eru öll börn sem eru í 1.-6. bekk Grunnskólans velkomin að koma á þá æfingu. Fyrir aðra æfinguna (viku síðar) þarf að vera búið að skrá börnin í kórinn með því að senda tölvupóst þess efnis á bragi@strandabyggd.is.

 

Yngri og eldri samspilshópar hefja vonandi æfingar í annarri kennsluvikunni.

 

Forráðafólk hefur fengið sendan tölvupóst með hljóðfæra-/söngtímum þeirra barna. Stundatöflur tónlistarskólakennaranna eiga mjög líklega eftir að breytast eitthvað þegar við fáum upplýsingar frá Geislanum og bekkjarkennarar hafa haft tóm til að kynna sér töfluna og benda okkur á mögulega árekstra. Við biðjum forráðafólk sérstaklega að skoða vel hljóðfæratímadagana ef barnið er að læra á hljóðfæri sem það þarf að taka með sér í skólann á viðkomandi degi.


Við bendum einnig á að í fyrstu vikunni munum við gera okkar allra besta til að öll börn nái allavega einum tónlistartíma en vegna þess að fyrsta vikan verður útikennsluvika í Grunnskólanum eru líkur á því að einhver börn missi af tónlistartíma í þessari fyrstu viku vegna einhverra ævintýra utandyra.

 

VIð hlökkum til að vinna með öllum tónlistarnemendunum í vetur og vonumst auðvitað til að tónleikar geti farið fram með nokkuð eðlilegum hætti.

 

Fjallskilaseðill 2021

| 20. ágúst 2021
Fjallskilaseðill í Strandabyggð árið 2021 hefur nú verið samþykktur og birtur. Nálgast má seðilinn undir þessum tengli (ath. leíðrétt útgáfa!)

Fjáreign bænda í sveitarfélaginu hefur dregist saman síðustu árin og jörðum þar sem sauðfjárbúskapur er stundaður fækkar hægt og sígandi. Fjáreign í Strandabyggð hefur til dæmis dregist saman á milli áranna 2019 og 2020, úr 9.123 kindum í 8.824. Leitarmönnum fækkar við þetta, en hvert dagsverk miðast við fjáreign bænda. Eitt dagsverk er reiknað á hvern fjáreiganda, á hverjar 25 byrjaðar kindur.

Bent er á að hægt er að koma með aðkomufé í hólf við skilarétt í vikunni fyrir réttardag þar sem það á við. Hafi menn athugasemdir við fyrirkomulag leita eða rétta, má gjarnan senda skriflegar tillögur að breyttu fyrirkomulagi á skrifstofu Strandabyggðar (netfang: strandabyggd@strandabyggd.is, sími: 451-3510) sem kemur ábendingum á framfæri við Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd sem hefur umsjón með undirbúning og gerð leitarseðilsins. 

Starfsstækifæri í Ozon

| 20. ágúst 2021

Félagsmiðstöðin Ozon auglýsir eftir frístundaleiðbeinanda.
Ozon youth center is looking for youth workers - please be in touch if you are interested.


 


Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna og unglinga í gengum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva er börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára.



Frístundaleiðbeinandi vinnur faglegt starf með börnum og unglingum og skipuleggur hópastarf og verkefni tengdum menningar-, félags- og forvarnarstarfi félagsmiðstöðvarinnar. Unnið er í anda lýðræðis á starfsstaðnum og vinnur markvisst er stefnt að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu. 



 

Umsóknafrestur er til 29. ágúst 2021.
Umsóknir berast á netfangið esther@strandabyggd.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.


Öll kyn eru hvött til að sækja um.



Nánari upplýsingar veitir Esther Ösp Valdimarsdóttir í síma 849-8620 eða á netfanginu esther@strandabyggd.is

...
Meira

Vegglistaverk afhjúpað

| 16. ágúst 2021
José að störfum
José að störfum
Í dag, mánudaginn 16. ágúst, klukkan 15 verður nýtt vegglistaverk afhjúpað á Hólmavík. Verkið er eftir listamanninn J. J. Mancho eða José Javier Mínguez sem búið hefur og starfað á Hólmavík nú í sumar.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur og José um leið kvaddur, tímabundið vonandi, eftir störf sín fyrir sveitarfélagið í sumar en hann hefur jafnframt sinnt verkstjórn Vinnuskólans.

Nánar má fræðast um José og hans störf á vef Strandir.is


Bólusetningar föstudaginn 13. ágúst í Búðardal

| 12. ágúst 2021
Tilkynning frá Heilsugæslu Vesturlands: 

Bólusetningar!

Föstudaginn 13. ágúst verður í boði að fá bólusetningu með bóluefni frá Pfizer fyrir eftirfarandi hópa:
 Seinni bólusetning hjá þeim sem hafa fengið fyrri skammt af Pfizer.
 Örvunarskammtur fyrir þau sem hafa fengið Janssen bólusetningu fyrir a.m.k. 28 dögum. Þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan pfizer örvunarskammt.

Það hafa verið send út boð fyrir þessa hópa til þeirra sem áður hafa fengið bólusetningu í Búðardal eða á Hólmavík. Fólk er vinsamlegast beðið um að mæta á þeim tíma sem boðið segir til um.

Milli kl. 12:00 og 13:00 er óbólusett fólk velkomið og einnig börn á starfssvæði HVE Búðardals og HVE Hólmavíkur sem fædd eru á árunum 2006, 2007, 2008 og börn sem fædd eru 13. ágúst eða fyrr á árinu 2009. Foreldrar sem þiggja bólusetningu fyrir börn sín eru beðnir um að fylgja börnum sínum og þannig veita þeir samþykki fyrir bólusetningunni. Foreldrar munu sitja við hlið barna sinna í bólusetningunni. Boð verða ekki send út vegna barna.

Bólusetning fer fram í sjúkrabílaskýlinu við Heilsugæslustöðina í Búðardal og viljum við minna á grímuskyldu á bólusetningarstað og að allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning hefur verið gefin.

Vegna frekari upplýsinga má hafa samband í síma 432 1450 hjá HVE Búðardal.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón