A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bolludagur og öskudagur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2021
Tilkynning frá Foreldrafélögum leik- og grunnskólans:

Vegna aðstæðna sem allir þekkja, þá verða ekki seldar rjómabollur í fyrirtæki þetta árið og þykir það okkur miður enda aðalfjáröflun okkar.  Ef fyrirtæki hafa samt áhuga á að veita okkur stuðning má leggja inn á reikninginn 1161-05-250550 kt. 701100-4170.

Á öskudaginn viljum við koma á breytingu í þetta sinn og fá fyrirtæki til að tilkynna hvort börn séu velkomin í fyrirtækin að syngja fyrir nammi eða hvort þau vilji takmarka þann aðgang.  Listinn verður síðan birtur í leik- og grunnskóla.  Einnig er mögulegt að fá foreldrafélagið til að afhenda glaðning til barnannna á öskudagsballinu.  Öskudagsballið verður haldið með takmörkunum í Félagsheimilinu á Hólmavík á öskudag kl. 17 en eingöngu geta foreldrar leikskólabarna fylgt þeim á ballið.

Tilkynningar um opin fyrirtæki eða lokuð berist til Stellu, á facebook, í s. 857-0991 eða á nefangið stellamagnusdottir@gmail.com sem fyrst.

Helstu verkefni

| 10. febrúar 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Við spyrjum oft hvert annað;  hvað er að frétta?  Er ekki nóg að gera?"  Og víst er að það skortir ekki verkefnin.  Forstöðumannaskýrslur hafa lengi verið aðgengilegar á heimasíðu Strandabyggðar og eins hefur sveitarstjóri gjarnan miðlað upplýsingum um sín verkefni í pistlum á heimasíðunni.  Nú eru upplýsingar um þau verkefni líka aðgengilegar á heimasíðunni.

Við viljum hér með undirstrika þetta og hvejta ykkur til að skoða hvaða verkefni eru í gangi hjá starfsfólki Strandabyggðar á hverjum tíma.  Forstöðumannaskýrslur má nálgast hér og skýrslur sveitarstjóra hér.

Við viljum einnig hvetja íbúa til að hika ekki við að hafa samband, senda tölvupóst, hringja eða kíkja við og spjalla, koma þannig á frambæri athugasemdum eða spurningum um það sem kann að vera óljóst.  Það er alltaf best að ræða málin beint.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Nýtt ungmennaráð

| 08. febrúar 2021

Ungmennaþing fór fram í hádeginu 3. febrúar síðastliðinn á Café Riis og á Zoom. Á dagskrá þingsins var kynning á starfi ungmennaráðs, framboð og kosningar auk pizzaveislu.Kosningar fara almennt fram að hausti en töfðust vegna reglubreytinga.


Kosið er í aðalsæti í ráðinu til tveggja ára í senn og því halda Unnur Viðarsdóttir, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir og Valdimar Kolka Eiríksson sætum sínum. Marínó Helgi Sigurðsson og Þorsteinn Óli Viðarsson hlutu einnig kosningu sem aðalmenn.

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur 1314 í Strandabyggð, 09.02.21

| 05. febrúar 2021

 

Sveitarstjórnarfundur 1314 í Strandabyggð

Fundur nr. 1314, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2021 kl 16.00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra
  2. Nefndarfundir
    1. Fræðslunefnd, 04.02.21
    2. Umhverfis- og skipullagsnefnd, 08.02.21
  3. Erindisbréf fræðslunefndar
  4. Nefndarskipan; barnaverndarnefnd
  5. Erindi Grænfánanefndar Grunnskóla
  6. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi
  7. Gjaldskrárbreytingar, reglur:
    1. Gjaldskrá fráveitu
    2. Gjaldskrá vatnsveitu
    3. Gjaldskrá byggingarleyfa ofl
    4. Gjaldskrá fyrir gáma- og geymslusvæði
    5. Reglur um gáma- og geymslusvæði
    6. Reglur um snjómokstur í Strandabyggð
  8. Skógrækt í Steinadal
  9. Smástyrkir
  10. Háafell, beiðni um umsögn vegna sjókvíaeldis, auk fylgigagna
  11. Samband íslenskra sveitarfélaga, boðun á XXXVI landsþing
  12. Fjórðungssamband Vestfirðinga, samgöngunefnd, fundargerðir frá 11.11 20 og 16.12.20 – til kynningar
  13. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 893 og 894 frá 16.12.20 og 29.01.21– til kynningar
  14. Hafnarsamband Íslands – fundargerð 431 frá 22.01.21– til kynningar

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

 

Lífshlaupið hafið

| 03. febrúar 2021
Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst í dag. Skráning fer fram á lifshlaupid.is
Einstaklingar, skólar og vinnustaðir geta tekið þátt og hvetjum við alla til að nýta sér þetta tækifæri til að skrásetja hreyfingu sína og hvetja samferðafólk sitt til dáða.
Heyrst hefur að Grunn- og tónstkóli Hólmavíkur sé skráður til leiks sem og starfsfólk ráðhússins og vonandi bætast fleiri við. Ekki er gerður greinamunur á hreyfingu en heimilisstörf, sveitastörf og snjómokstur gilda ekki síður en kraftlyftingar.
Megi hreyfiglaðasti vinnustaðurinn sigra!
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón