A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bogfimi í íþróttamiðstöðinni

| 28. maí 2021
Í dag, föstudag, kl 16-18 er opin kynning á bogfimi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, öll velkomin.

Um helgina fer svo fram námskeið í íþróttinni. Nánari upplýsingar og skráning hér: https://www.facebook.com/events/863805147903093

Tilnefningar til Menningarverðlauna

| 27. maí 2021
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir við verðlaunaafendinguna árið 2020
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir við verðlaunaafendinguna árið 2020

---Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegi 14. júní 2021---

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2021.

Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til kl.12:00 mánudaginn 7.júní.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum og veitir verðlaunin á opnun Hamingjudaga.

...
Meira

Gáma- og geymslusvæði og stöðuleyfi

Salbjörg Engilbertsdóttir | 26. maí 2021
Sæl öll
 
Strandabyggð  er að vinna þessa dagana í skipulagi og skráningum á gáma- og geymslusvæði og í sumar verða svæðin og gámarnir merkt betur.  Allir eigendur og leigutakar fengu bréf og samning í mars og viljum við biðja eigendur gáma og leigendur reita á geymslusvæði að skila til okkar samningi fyrir 10. júní á skrifstofu Strandabyggðar.   

Reglur um gáma- og geymslusvæði

Við viljum ennfremur minna fólk á að skila inn umsóknum um stöðuleyfi fyrir muni sem geymdir eru utan þessara skipulögðu svæða, til byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Sækja þarf um stöðuleyfi árlega, sjá frétt um stöðuleyfi frá janúar

Sterkar Strandir

| 21. maí 2021


Sterkar Strandir er verkefni Brothættra byggða í Strandabyggð. Byggðastofnun er umsjónaraðili verkefnisins og fjármunir þeir sem verkefnið hefur yfir að ráða koma frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Verkefnisstjóri og verkefnisstjórn bera ábyrgð á að framkvæmd verkefnisins sé samkvæmt verklagi og reglum sem Byggðastofnun hefur mótað um verkefnið Brothættar byggðir.

Undirbúningur að verkefninu Sterkar Strandir hófst í upphafi árs 2020 með formlegu samstarfi Byggðastofnunar, Strandabyggðar, Vestfjarðastofu og íbúa. Vegna heimsfaraldurs var ekki hægt að hefja verkefnið ‏á þeim tíma sem áætlað var, en það var þó gert með vel sóttu íbúaþingi um miðjan júní 2020. Þar komu fram margar hugmyndir og umræður voru málefnalegar. Á grundvelli þeirrar umræðu var mótuð framtíðarsýn og markmið fyrir verkefnið Sterkar Strandir.

í gegnum verkefnið Sterkar Strandir  hafa komið umtalsverðir fjármunir frá ríkinu til fjölbreyttra frumkvæðis- og samfélagsverkefna í Strandabyggð. Í ágúst 2020 úthlutaði Frumkvæðissjóður Sterkra Stranda 13,57 milljónum. Árið 2020 var stofnaður Öndvegissjóður Brothættar byggða sem var hluti af aðgerðum ríkisstjórnar vegna veirufaraldurs og var í  júlí 2020 úthlutað 8,7 milljónum í verkefni í Strandabyggð. Árið 2021 úthlutaði Frumkvæðissjóður Sterkra Stranda 7 milljónum. Samtals úthlutanir til styrkhafa í Strandabyggð síðan verkefnið hófst er því 29.270.000 kr. –– og eru það úthlutanir af fjármunum ríkisins, í gegnum Brothættar byggðir. Þá eru ótaldar 9,3 milljónir sem sveitarfélagið Standabyggð fékk í styrk úr Húsafriðunarsjóði vegna gerðar tillögu um verndarsvæði í byggð á Hólmavík, en þá umsókn vann verkefnisstjóri Sterkra Stranda. Verkefnisstjóri hefur líka aðstoðað frumkvöðla, og hvatt þá til dáða, við að sækja fjármagn í ýmsa opinbera sjóði til hugðarefna sinna, samfélaginu til góða.

Í styrkveitingum Sterkra Stranda er farið með opinbert ráðstöfunarfé ríkisins og því þarf varla að taka fram að ýtrustu stjórnsýslureglum um vanhæfi er fylgt.

Styrkveitingar verða oft að umræðuefni í Brothættum byggðum og það er alveg eðlilegt. En umræður um styrki mega aldrei verða aðalmálið. Styrkir eru nefnilega lítill hluti verkefnisins – nokkurs konar fræ sem dreift er um byggðina í von um að einhver þeirra verði að ríkulegri uppskeru með tíð og tíma.

Það sem mestu máli skiptir til að verkefnið nái flugi er samhent átak íbúa til að vinna að því af einurð og dug að snúa við þeirri löngu neikvæðu búsetuþróun sem svæðið hefur mátt þola. Samhugur og dugur heimamanna í framkvæmd verkefnisins, með dyggri aðstoð verkefnisstjóra Sterkra Stranda, verkefnisstjórnar, Vestfjarðastofu, Byggðastofnunar og síðast en ekki síst sveitarfélagsins, er kjarni verkefnisins.

Sterkar Strandir eru tækifæri til stefnumótunar og uppbyggingar, til að stofna til nýrra verkefna og efla þau sem fyrir eru. Ég hvet ykkur öll til að nýta tækifærið. Það hefur verið einkar ánægjulegt að hitta frumkvöðla á Ströndum og finna þann mikla drifkraft sem hér býr. Ég hlakka til að hitta fleira öflugt fólk og aðstoða það við að finna hugðarefnum sínum farveg.

Nú þegar hafa verið stofnuð þrjú ný fyrirtæki í Strandabyggð, vegna styrkveitinga úr Sterkum Ströndum. Ég vona að þau dafni vel, og fleiri verði til.

 

Sigurður Líndal

verkefnisstjóri Sterkra Stranda

Framlengdur frestur á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum

| 17. maí 2021


Nú gildir sérstakur íþrótta- og tómstundarstyrkur á sumarnámskeið!

Börn sem koma af tekjulægri heimilum og eru fædd á árunum 2005-2014 geta fengið 45.000 krónur í sérstakan íþrótta- tómstundarstyrk. Kannaðu rétt þinn á https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2021 - en hægt er að fá endurgreitt fyrir iðkun frá september 2020.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá þínu sveitarfélagi eða hér að neðan.

 

You can now use the special leisure activity grant this summer!

If your child is between 6 and 15 years of age, he or she could be entitled to a special activity grant of ISK 45.000. Application deadline is July 31. 2021 and you can get the grant for activities registered after September 2020. You will find further information about the grant below.

https://www.mcc.is/tomstundir-enska/

 

 

Teraz dotacja na zajęcia sportowe i rekreacyjne może zostać wykorzystana również na zajęcia letnie!

Dzieci z rodzin o niższych dochodach, urodzone w latach 2005-2014 mogą otrzymać 45.000 kr. dotacji na zajęcia sportowe i rekreacyjne. Sprawdź czy jesteś uprawniony do skorzystania z dotacji https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs. Okres składania wniosków upływa z dniem 31 lipca 2021. Dotację można przeznaczyć na zwrot za rachunki obejmujące zajęcia od września 2020 roku.

Dokładniejsze informacje uzyskasz w swojej gminie zamieszkania

https://www.mcc.is/tomstundir-polska/

 

 

Með bestu kveðju

 

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir

félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík

Sími: 451-3510

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón