A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Helgistund á jólum í Hólmavíkurkirkju

Salbjörg Engilbertsdóttir | 23. desember 2020


Vegna samkomutakmarkana sem nú gilda verða ekki sungnar messur í kirkjum á Ströndum um þessi jól. Þess í stað verður jólahelgistund streymt frá Hólmavíkurkirkju ef allt gengur upp. Stundin mun birtast á aðfangadagskvöld kl. 18:00  á nýstofnaðri facebooksíðu kirkjunnar og verður aðgengileg áfram og hér er slóðin á síðuna og gott að "líka" við síðuna til að engin tilkynning eða viðburður á vegum kirkjunnar fari fram hjá ykkur. 

Á aðfangadag verða einnig sýndar messur á RÚV kl. 18:00 og 23:30.


Í desember færði Starfsmannafélag Kaupfélags Steingrímsfjarðar Hólmavíkurkirkju höfðinglega gjöf. Um er er ræða búnað, myndavél og tölvu til að streyma viðburðum sem tengjast  kirkjustarfi og tónleikahaldi í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli.

Kirkjan færir starfmannafélaginu hjartans þakkir fyrir hlýhug og velvild  og væntir þess að búnaðurinn muni nýtast vel í kirkju- og menningarstarfi á svæðinu.

Með bestu óskir um gleðileg jól, Sigríður Óladóttir sóknarprestur

Strætóleið 59 ekur samkvæmt föstudagsáætlun á Þorláksmessu

| 22. desember 2020

 

Á Þorláksmessu, miðvikudaginn 23.desember þá mun strætóleið 59 aka samkvæmt föstudagsáætlun. Ekið verður frá Borgarnesi til Hólmavíkur kl. 16:58 og  til baka frá Hólmavík til Borgarness kl. 19:12.

 

Á venjulegum miðvikudögum þá ekur leiðin aðeins milli Búðardals og Borgarness. En vegna þess að ferðin til Hólmavíkur féll niður á sunnudaginn s.l. þá var ákveðið að láta miðvikudagsferðina aka alla leið til og frá Hólmavík.

 

Bus route 59 drives according to Friday schedule on 23rd December

 

On Wednesday 23 December, route 59 will run according to a Friday schedule. The bus will drive from Borgarnes to Hólmavík at 16:58 and back from Hólmavík to Borgarnes at 19:12.

On typical Wednesdays, the route only runs between Búðardalur and Borgarnes. But because the trip to Hólmavík was canceled on last Sunday, it was decided to let the Wednesday trip drive all the way to and from Hólmavík.

Við erum flutt!

| 16. desember 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar.

Skrifstofa Strandabyggðar er flutt í nýtt húsnæði að Hafnarbraut 25.  Við kveðjum Þróunarsetrið með mikið þakklæti í huga, því sú ráðstöfun á sínum tíma að stefa þar saman ólíkum einstaklingum, stofnunum og jafnvel fyrirtækjum, var góð og skapaði mikla og mikilvæga gerjun í okkar samfélagi.  Sú gerjun og nýsköun heldur áfram í Þróunarsetrinu.  Sveitarfélagið mun þó áfram halda alla sína stærri fundi, sveitarstjórnarfundi og aðra viðburði í Þróunarsetrinu og sem leigusali, koma að mótun þess og uppbyggingu í framtíðinni.

En skrifstofan er sem sé flutt og við fögnum þeim áfanga.  Nú verður einfaldara fyrir íbúa að sinna erindum sínum á skrifstofu Strandabyggðar.  Við erum að koma okkur fyrir, taka upp úr kössum og flyta síðustu hlutina, en formleg starfsemi er engu að síður hafin að Hafnarbraut 25

Við bjóðum alla velkomna, að viðhöfðum öllum sóttvarnarreglum að sjálfsögðu.

Kveðja
Starfsmenn á skrifstofu Strandabyggðar

Fulltrúi í Ungmennaráði Samfés

| 15. desember 2020
Unnur Erna Viðarsdóttir
Unnur Erna Viðarsdóttir
Félagsmiðstöðin Ozon leggur mikið upp úr því að vera í virku samstarfi á landsvísu og fjölga þannig möguleikum ungmenna á þátttöku í fjölbreyttu og uppbyggilegu starfi. 

Samfés er einn þeirra vettvanga og þar leggjum við meðal annars áherslu á að bjóða fram í Ungmennaráð Samfés. Í ráðinu sitja lýðræðislega kjörin ungmenni alls staðar að af landinu en félagsmiðstöðvar í hverju kjördæmi kjósa sér sinn fulltrúa. Í liðinni viku var Unnur Erna Viðarsdóttir kjörin fulltrúi Ozon í Ungmennaráð Samfés og mun hún sitja í því næstu tvö árin....
Meira

Við flytjum!

| 14. desember 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í þessari viku er stefnt að því að skrifstofa Strandabyggðar flytji úr Þróunarsetrinu í Hafnarbraut 25.  Þið hafið án efa tekið eftir framkvæmdum þar að undanförnu, en ákveðið var að mála, leggja tölvutengingar og og rafmagn í húsnæðið og gera minniháttar breytingar og lagfæringar.  Gert er ráð fyrir því að flytja á miðvikudag og fimmtudag. 

Við munum upplýsa nánar um þessa flutninga síðar og eins hvernig við sjáum fyrir okkur nýtingu á Þróunarsetrinu í framhaldinu, en það er ljóst að nú skapast færi á að laða að störf án staðsetningar o.s.frv.  Ferðamálastofa hefur þegar tekið á leigu eitt herbergi og eins liggur fyrir að stofnanir sem fyrir eru munu auka við sig að einhverju leyti.

Í þessu felast ný tækifæri og það er einmitt það sem við þurfum núna!

Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri Strandabyggðar
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón