A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leitar- og réttardagar 2021

| 11. ágúst 2021

Fjallakskilaseðill fyrir Strandabyggð 2021 er í lokafrágangi. Hér er yfirlit um dagsetningar leitar- og réttardaga. Ef athugasemdir eru sendið þá ábendingar á skrifstofu Strandabyggðar eða hafið samband við Pétur Matthíassson, formann Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar, sem fyrst.

A. 

 

1. Leitarsvæði:  Frá Mórillu að Selá.

Fyrri leit:            Laugardaginn 11. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

2. Leitarsvæði: Frá Selá að Hafnardalsá.

Fyrri leit:            Laugardaginn 28. ágúst

Seinni leit:         Laugardagur 11. september

 

3.-6. Leitarsvæði: Frá Hafnardalsá að Gjörvidal.

Haft er samráð við Reykhólahrepp og þá sem fjárvon eiga, um leit á svæði 3-6.

 

Leitarsvæði 1 og 2 tengjast ekki réttum, heldur er leitað og rekið beint í hús.

B.     

 

1. Leitarsvæði: Ósland

Fyrri leit:            Laugardaginn 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

2. Leitarsvæði: Vatnadalur, Aratungudalur, Hrófbergsfjall að Norðdal og Staðará

&

3. Leitarsvæði: Frá Norðdal að Króksfelli, Háuholtum að Tíðalæk

Fyrri leit:            Laugardaginn 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

Réttað verður í Staðarrétt sunnudaginn 19. september og sunnudaginn 3. október.

 

4. Leitarsvæði: Selárdalur að Króksfelli, Háuholtum að Tíðalæk.

Fyrri leit:            Laugardaginn 11. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

Leitarsvæði 4, tengist ekki réttum, heldur er leitað og rekið beint í hús.


C.

 

1. Leitarsvæði: Frá Arnkötludalsá að Nautadalsá

Fyrri leit:            Föstudaginn 10. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

2. Leitarsvæði: Frá Nautadalsá að Ósá

Fyrri leit:            Föstudagur 10. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

Réttað verður í Skeljavíkurrétt föstudaginn 10. september og laugardaginn 25. september.

 
D.  

 

1. Leitarsvæði: Frá Deild, Kollafjarðarnes – Kirkjuból

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

2. Leitarsvæði: Miðdalur.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

3. Leitarsvæði: Tungudalur að Arnkötludalsá.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

Réttað verður í Kirkjubólsrétt sunnudaginn 19. september og sunnudaginn 3. október


E.    

 

1. Bunguleit – Nónfjallsleit. Leitarsvæði: Frá Deild – Steinadalsheiði

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

2. Fellsleit. Leitarsvæði: Steinadalsheiði, Steinadalur austan ár, Mókollsdalur vestan ár

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

3. Leitarsvæði: Mókollsdalur, Litlidalur og út að landamerkjagirðingu

Fyrri leit:            Laugardaginn 11. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október
Rekið er beint í fjárhús. 

 

Skilarétt í Kollafirði verður sunnudaginn 19. september og sunnudaginn 3. október


F.     

1. Hálsleit. Leitarsvæði: Broddanes- og Broddadalsárlönd út í Stigavík

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

Smalað er beint í hús.

 

2. Hálsleit. Leitarsvæði: Frá Grafarlandi að Stigavík

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

Smalað er beint í hús.

G.   

 

1. Gilleit. Leitarsvæði: Krossárdalur – Hærridalur – Kálfadalur – Mjóidalur

Kleifar út að girðingu. Eyrarfjall, Eyrarhlíð

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

Smalað er beint í hús.

 

2. Gröf. Leitarsvæði: Frá Einfætingsgili, Langavatnshólar að Hvítarhlíðarlandi.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

Réttað er í Bitrufirði sunnudaginn 19. september og laugardaginn 2. október


H.  

 

1. Leitarsvæði: Fram-Bitra.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:          Laugardagur 2. október

Leitarstjóra er heimilt að breyta dagsetningum til samræmis við fjárleitir í Dalabyggð og Hrútafirði.

Sveitarstjórnarfundur 1321 í Strandabyggð

| 06. ágúst 2021

Fundur nr. 1321, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 10. ágúst 2021 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Fjallskilaseðill 2021
  2. Fyrirspurn frá Þorgeiri Pálssyni varðandi þjónustukaup, útboð og styrki, dags. 12. júlí 2021
  3. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu ehf frá 6. ágúst 2021
  4. Fundargerð Fræðslunefndar Strandabyggðar frá 5. ágúst 2021
  5. Samningur við Vestfjarðastofu um stuðning við Þróunarsetrið á Hólmavík á árinu 2021, í tengslum við styrktarflokkinn: Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Jón Jónsson

 

Strandabyggð 6. ágúst 2021

Jón Gísli Jónsson oddviti

Umsóknir opnar fyrir Tónskólanám veturinn 2021-2022

| 02. ágúst 2021
Nú hefur verið opnað aftur fyrir umsóknir fyrir nám í Tónskólanum á Hólmavík veturinn 2021-2022: http://tiny.cc/TonskSkraning2021
 
Nokkur pláss eru enn laus en þeir sem skráðu sig í vor fá forgang í nám í vetur. Umsóknir eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast og skiptir ekki máli hvort um er að ræða barn á grunnskólaaldri eða fullorðinn umsækjanda.

Vakin er athygli á því að þegar umsókn hefur verið samþykkt er nemandinn skráður í Tónskólann allt skólaárið, bæði haustönn og vorönn. Núverandi nemendur þurfa einnig að skila inn umsókn vilji þeir halda áfram tónlistarnámi.
 
Athugið að ekki er víst að hægt verði að koma öllum umsækjendum að á þau hljóðfæri sem þeir sækja um og reglan sem kemur til með að gilda er “fyrstur sækir um, fyrstur fær”. 
 
Boðið verður upp á einkatíma fyrir elsta árgang leikskólans (eingöngu blokkflauta í boði), alla árganga grunnskólanna á Hólmavík og Drangsnesi (athugið mismunandi lágmarksaldur fyrir mismunandi hljóðfæri) og einnig fyrir fullorðna. Allir grunnskólanemendur í 4. bekk og eldri verða einnig í tónfræði einu sinni í viku. Hóptímar verða í boði sem áður fyrir leikskólanemendur.
 
Leikskólabörn fá einn sameiginlegan tíma í viku og einn einkatíma. Börn í 1. og 2. bekk fá tvo 20 mínútna tíma á viku og eldri börn og fullorðnir fá tvo 30 mínútna tíma á viku, ef miðað er við fullt nám.
 
Einnig verður skólakór í boði fyrir nemendur í 2. til 6. bekk, samspil fyrir nemendur í 1. til 4. bekk og rokkband fyrir nemendur í 7.-10. bekk.
 
Hljóðfæra- og söngnámið sem er í boði:
 
Blokkflauta
Fiðla
Gítar
Rafbassi (4.bekkur yngst)
Píanó
Popppíanó (5. bekkur yngst)
Einsöngur (3. bekkur yngst)
Klarinett (3. bekkur yngst)
Saxófónn (4. bekkur yngst)
Trommur (2. bekkur yngst)
Þverflauta (4. bekkur yngst)
 
Kostnaður við námið kemur fram í gjaldskrá Strandabyggðar: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/gjaldskrar/skra/2059/
 
Skráning fer fram hér: http://tiny.cc/TonskSkraning2021
 
Fyrirspurnum má beina til aðstoðartónlistarskólastjóra í tölvupóstfangið bragi (hjá) strandabyggd.is
 
 

Sveitarstjórnarfundur 1320 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. júlí 2021

Fundur nr. 1320, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13.júlí 2021 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Stofnanir Strandabyggðar og sumarfrí framundan

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. júlí 2021
Nú er komið hásumar og flestir á leið í sumarfrí ef þeir eru ekki komnir í frí nú þegar. Það er eins hjá okkur hjá Strandabyggð og viljum við upplýsa um lokanir stofnana í sumar og sumarleyfi starfsmanna.

Skrifstofa Strandabyggðar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19.júlí-3.ágúst
-Byggingarfulltrúi verður í sumarleyfi frá 12. júlí til 30.júlí en verður með viðveru á skrifstofu 23.júlí.
-Félagsmálastjóri verður í sumarleyfi frá 26.júní-23.júlí og verður með viðveru í síma og gegnum tölvupóst frá 26.júlí
-Tómstundafulltrúi verður í sumarleyfi frá 2.júlí og fram í miðjan ágúst
-Skrifstofustjóri verður í sumarleyfi að mestu frá 19.júlí-3.september en skoðar póst reglulega og afgreiðir mál eftir þörfum

Leikskólinn er lokaður vegna sumarleyfa frá 8.júlí-10.ágúst 
Grunnskólinn er lokaður vegna sumarleyfa fram í miðjan ágúst 

aðrar deildir eru opnar í sumar eins og Þjónustumiðstöð s: 865-4806 og Íþróttamiðstöð sem er opin alla daga og tekur á móti gestum í sund og hreyfingu.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón