A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ný veðurvarin dagskrá Hamingjudaga

| 25. júní 2021
Stebbi Gílsa fær sér kökubita
Stebbi Gílsa fær sér kökubita
Vegna verðurspár höfum við breytt ýmsu á dagskrá Hamingjudaga í ár, fært til og aðlagað þannig að við getum haldið í gleðina úti og inni eftir því sem veður leyfir.

Ný dagskrárblöð hafa verið hengd upp á fjölförnum stöðum en auk þess má finna dagskránna á Facebook, Instagram og á heimasíðu Hamingjudaga.

Dagskrá Hamingjudaga 2021

| 18. júní 2021
Dagskrá Hamingjudaga hefur verið birt með fyrirvara um breytingar. Hún birtist á ensku eftir helgina.

Ef þitt framlag vantar á dagskránna er velkomið að hafa samband.

Fylgist vel með á hamingjudagar.is, Facebook síðu Hamingjudaga og instagram Strandabyggd

Atriði frá Tónskólanum á N4 um helgina

| 11. júní 2021

NETnótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla 2021, verður sýnd í þremur þáttum á N4 í júní. Tónlistarskólar sendu inn myndbönd úr skólastarfinu sem N4 fléttuðu saman í skemmtilega þætti.

Myndbönd hvers skóla, í heild sinni, verða birt á vefsíðu KÍ og FB síðu Nótunnar á sama tíma og viðkomandi sjónvarpsþáttur verður sýndur. Þegar allir þættirnir hafa verið sýndir verða svo öll myndböndin einnig aðgengileg í N4 safninu á sjónvarpi símans. 

Þegar myndband Tónskólans á Hólmavík hefur birst verður það einnig aðgengilegt á Youtube síðu skólans.

Þættirnir verða sýndir sunnudagana 13., 20. og 27. júní kl. 20.30 eins og sjá má í þessari stiklu:  https://youtu.be/eJ694Y5zmAo

Ársreikningur 2020 samþykktur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. júní 2021


Í gær var ársreikningur sveitarfélagsins samþykktur á fundi sveitarstjórnar.  Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 44.5 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 36.7 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta nema 828.5 millj. kr. skv. efnahagsreikningi. Veltufé til rekstrar nemur 5,1 millj. kr. og er veltufjárhlutfall 0,54. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 246.4 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 334.6 millj. kr.


Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða. Sveitarstjórn heldur áfram aðgerðum til að efla aðhald í rekstri og bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins til lengri tíma. Verður unnið að þeim breytingum í samráði við Ráðrík ehf, forstöðumenn og starfsmenn sveitarfélagsins.


Ársreikninginn má finna hér

Hver ætti að hljóta menningarverðlaun?

| 08. júní 2021
Fyrrum handhafar menningarverðlauna. Mynd: Jón Jónsson
Fyrrum handhafar menningarverðlauna. Mynd: Jón Jónsson
Frestur til að tilnefna til Lóunnar, menningarverðlauna Strandabyggðar hefur verið framlengdur til hádegis mánudaginn 14. júní.
Tilnefningar berist til tómstundafulltrúa Strandabyggðar til dæmis í tölvupósti tomstundafulltrui@strandabyggd.is
Nánar um málið hér. 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón