A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarbörn í Strandabyggð

| 21. apríl 2021
Það verður nóg um að vera fyrir börn í Strandabyggð í sumar.

Fyrir unglinga verður Vinnuskóli, hálfan daginn í tvær vikur fyrir þau yngstu og allt upp í fullan vinnudag allt sumarið. Auk þess verða æfingar á vegum Geislans.

Í júní verður fjölbreytt sumarstarf í boði fyrir yngri börn á grunnskólaaldri. Félagsmiðstöðin Ozon, Ungmennafélagið Geislinn, Skíðafélag Strandamanna, Náttúrubarnaskólinn og Leikfélag Hólmavíkur standa saman að því að bjóða upp á fjölbreyttan og skemmtilegan samfelldan dag frá 8:30-16 dagana 7.-25. júní. Börn geta skráð sig viku í senn, á hálfan eða heilan dag eða jafnvel bara í ákveðna þætti dagskrárinnar. Toppleiðbeinendur verða á öllum námskeiðshlutum og njóta aðstoðar stuðningsfulltrúa og vinnuskólanemenda eftir atvikum.

Gjaldtaka verður á sumum námskeiðanna en alltaf er niðurgreitt að hluta fyrir börn foreldra með lögheimili á svæðinu. Við minnum á frístundastyrk sem hægt er að sækja um hjá félagsþjónustunni.

Öll börn geta skráð sig áfram í hádegismat á þessum tíma og greitt sama gjald og fyrir skólamáltíðir.

Nánar um dagskrá og skráningu þegar nær dregur.


Sveitarstjóra í Strandabyggð sagt upp störfum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. apríl 2021

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sagt Þorgeiri Pálssyni sveitarstjóra upp störfum. Ólík sýn á stjórnun og málefni sveitarfélagsins hefur orðið þess valdandi að leiðir sveitarstjórans og sveitarstjórnar liggja ekki lengur saman. Samstaða er í sveitarstjórn um ákvörðunina. Ekki er óskað eftir því að Þorgeir vinni uppsagnarfrest sinn sem eru þrír mánuðir og hefur hann þegar látið af störfum. Sveitarstjórn hyggst taka sér nokkra daga til að ákveða næstu skref. Skrifstofa Strandabyggðar tekur við erindum og málum og sveitarstjórn mun verða starfsfólki til aðstoðar við úrlausn mála.

Sveitarstjórn þakkar Þorgeiri fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í nýjum verkefnum.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar

Hátíðarbærinn Hólmavík

| 20. apríl 2021
Mynd frá Bókavík 2020
Mynd frá Bókavík 2020
Bjartsýni, menning og hátíðargleði einkenna samfélagið á Ströndum. Því var gripið til þess ráðs, þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og sóttvarnaraðgerðir, að gera Hólmavík að hátíðarbæ.

Það þýðir að allt árið 2021 verður að minnsta kosti ein hátíð haldin í mánuði. Hátíðirnar eru fjölbreyttar að stærð, gerð og tilefni en hafa allar þann sameiginlega tilgang að auka fjölbreytni og skapa tilefni fyrir íbúa og velunnara Strandabyggðar til að gera sér glaðan dag. Ekki hafa allar dagsetningar verið ákveðnar og hafa skal í huga að við aðlögum okkur að samkomutakmörkunum hverju sinni....
Meira

Sterkar Strandir - styrkveitingar 2021

| 19. apríl 2021
Kær íbúar Strandabyggðar,

Nýlega var úthlutað rúmum 7 milljónum úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda. Hægt er að lesa nánar um þetta hér á https://strandir.is/

Mjög margir sóttu um að þessu sinni og ljóst að ekki fengu allir styrk.  það þýðir þó ekki að þau verkefni sem ekki fengu styrk að þessu sinni, séu ekki frambærileg.  Það er mikilvægt að þeir einstaklingar sem fengu neitun í þetta skiptið, haldi áfram með sínar hugmyndir, fái upplýsingar um hvað þurfi að bæta og hvernig, þannig að góðar hugmyndir haldi áfram að þróast meðal íbúa.

Ég hvet hlutaðeigandi til að hafa samband við verkefnastjóra Brothættra byggða, Sigurð Líndal sigurdurl@vestfirdir.is  og halda ótrauð áfram.  Það er eitt að fá hugmynd, annað að vinna henni framgang. Sagan segir að það hafi t.d. tekið Magnús Scheving rúm 10 ár að ná virkilegu flugi og athygli með Latabæ, en það tókst.  Þetta ferli kallar á úthald, andlegt og fjárhagslegt, gott bakland, faglegan stuðning, en umfram allt; trú á sjálfan sig og verkefnið! 

Kveðja
Þorgeir Pálsson,
sveitarstjóri í Strandabyggð

Ungmennaþing

| 19. apríl 2021
Frá síðasta ungmennaþingi
Frá síðasta ungmennaþingi
Í dag kl 17 fer fram annað ungmennaþing ársins.

Óli Örn verður gestur þingsins en hann kynnir fyrir okkur fjölmarga möguleika til að fá styrki fyrir ungmennaverkefni í gegn um Erasmus+. Meðal annars er hægt að fara í ungmennaskipti þar sem hópar ungmenna skiptast á að heimsækja hvern annan og vinna að sameiginlegum markmiðum. Tækifærin eru ótalmörg!

Viðburðurinn verður í félagsmiðstöðinni Ozon en líka á Zoom, nánar um viðburðinn á Facebook
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón