A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kveðja frá sveitarstjóra

| 12. október 2018
 

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Það er kominn nýr mánuður og það sem átti að gerast í september, flyst nú yfir í október. Tíminn leið hratt, því starfið er skemmtilegt og það er endalaust eitthvað nýtt sem kemur upp.  Þetta er lærdómsferli, langt en áhugavert.  Ég komst þó ekki eins oft út úr húsi eins og ég ætlaði.

 

Landsþing Sambands sveitarfélaga var haldið í september.  Þar var mikið rætt um sameiningar sveitarfélaga og þá staðreynd að sveitarfélögum hefur fækkað mikið á undanförnum árum.  Þau eru nú 72, en voru mest 229 að ég held.  Þar kom einnig fram að 60% sveitarstjórnarmanna halda ekki áfram eftir eitt kjörtímabil.  Sex af hverjum tíu hætta eftir eitt kjörtímabil og snúa sér að einhverju öðru.  Þar horfum við ekki bara á eftir góðu fólki úr sveitarstjórnum, heldur líka fer þarna talsverð þekking á innviðum sveitarfélagsins.  Hvoru tveggja getur verið slæmt,  sérstaklega fyrir lítil sveitarfélög.

 

Einnig er slæmt að horfa á eftir fagþekkingu og við höfum því miður gert það á liðnum árum.  Okkur sárvantar núna rafvirkja, pípulagningarmann og kennara (bæði skólastig) svo dæmi séu tekin. Ef þið vitið um einhverja; hvetjið þá til að koma hingað!  Hér er gott að vera og eitt er það t.d. sem ég held að við gleymum oft að nefna þegar rætt er um lífsgæðin hér, en það er heilbrigðisþjónustan og aðgengi hérna að læknum og hjúkrunarfólki. Það er ómetanlegt að hafa þessa þjónustu hér og jafn sterka og raun ber vitni.  Segjum hiklaust frá þessu.  Verum stolt af okkar sveitarfélagi og því sem það hefur upp á að bjóða.

 

Af hitaveitumálum er það að segja, að við höfum hafið formlegar viðræður við landeigendur í Hveravík um hugsanlegan samning varðandi nýtingu heita vatnsins sem þar er.  Málefni atvinnulífsins hafa líka verið áberandi á mínum borði í september.

 

Eitt af því sem ég er að átta mig á núna er hversu stórt sveitarfélagið okkar er landfræðilega, eða 1.906 ferkílómetrar, sem ná yfir í Djúp, að Reykhólum og inn í Bitru.  Þetta er okkar sveitarfélag og við eigum að hafa hag þess ávallt í huga.  Ég hvet okkur öll til að líta í kring um okkur þegar við erum á ferðinni í Strandabyggð, njóta náttúru og fallegs landslags, en nýta tímann líka til að svipast um eftir einhverju sem betur mætti fara.  Taka áberandi rusl, láta vita ef eitthvað er að o.s.frv.

 

Verum stolt af sveitarfélaginu okkar Strandabyggð.

 

Haustkveðja

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri

Auglýsing um skipulagsmál í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. október 2018

 

Auglýsing um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 - 2022

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 11. september  2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 – 2022  samkvæmt 2. mgr.  36.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi sem felur ekki í sér stórvægilegar breytingar á landnotkun.  Breytingin felst í því að hluta verslunarreitar V2 er breytt í athafnasvæði, þar sem fyrirhuguð er þjónusta fyrir bifreiðar og báta.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.  Uppdráttur er sýnir breytinguna er til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík og  hér á heimasíðu Strandabyggðar,  www.strandabyggd.is

 

Hólmavík 14. september 2018.

 

Gísli Gunnlaugsson

skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga eða skýringa á samþykktri breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa í síma 456-3902, gsm síma 892-3952 eða á netfangið gisli@tvest.is  til 31. október n.k.

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1281 - 09.10. 2018

Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. október 2018

Sveitarstjórnarfundur 1281 í Strandabyggð

Fundur nr. 1281 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. október Kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Kaup á eftirlitsmyndavélum í íþróttamiðstöð og á hafnarsvæði
  2. Staða íþróttamiðstöðvarinnar
  3. Erindi v. tónlistarnáms  fjarri heimabyggð frá Hrafnhildi Skúladóttur 4.10.2018
  4. Skipun nýrra fulltrúa í fræðslunefnd
  5. Fundargerð Fræðslunefndar frá 4.10.2018
  6. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, 4.10.2018
  7. Fundargerð Umhverfis-,og skipulagsnefndar 08.10.2018
  8. Staðfestingu á breytingum prókúruhafa

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Laus störf á Leikskólanum Lækjarbrekku

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. október 2018
Tvær stöður eru lausar til umsóknar í Leikskólanum Lækjarbrekku.  ...
Meira

Íþróttamiðstöðin í Strandabyggð

| 22. september 2018

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Nú reynir á samstöðu og skilning.  Eins og þið hafið sjálfsagt mörg hver séð, hafa komið upp vandamál í rekstri sundlaugarinnar.  Gufubaðinu hefur verið lokað vegna rakaskemmda í veggjum inn í búningsklefum, einnig eru rakaskemmdir úr sturtuklefum og út í ganginn að búningsklefum, barnalaugin er lokuð þar sem klæðningin í þeirri laug er ónýt og þarf að skipta þar um. Síðan gerist það nýlega að sandsía sprakk og við það datt annar heiti potturinn út.  Að auki stöndum við frammi fyrir verulegum endurbótum á lagnakerfi laugarinnar, þar sem skipta þarf um lagnir og annan búnað sem er kominn á tíma.  Það vantar nýjan dúk yfir laugina, lagfæra þarf gangstétt umhverfis laugina og svona mætti halda árfam. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir þeirri staðreynd að verulegra úrbóta er nú þörf. Við vinnum ásamt byggingarfulltrúa Strandabyggðar að því að ná yfirsýn yfir alla þessa þætti svo hægt sé að skapa heildarmynd af umgangi og kostnaði við viðgerðir og endurbætur. 

 

Það er á sama tíma ljóst, að við verðum að forgangsraða og sú forgangstöðun mun aldrei falla öllum í geð.  Það er eðli þess að forgangsraða og það á vel við í þessu, að sá á kvölina sem á völina.  En við verðum að forgangsraða og við kölllum hér með eftir skilningi íbúa á því ástandi sem nú er komið upp.  Við ætlum að koma heita pottinum í lag fyrst, barnalauginni fyrir vorið, nýr dúkur yfir laugina verður keyptur fyrir veturinn o.s.frv.  Gufubaðið er því miður neðarlega á þessum forgangslista og þarf að bíða um sinn. 

 

Þetta er ekki endilega skemmtilegasti pistill sem þið lesið, en það jákvæða er þó þetta;  við vinnum nú að því að móta áætlun um að ráðast í endurbætur á íþróttamiðstöðinni.  Markmið okkar er að hér sé góð aðstaða og umhverfi til íþróttaiðkunnar, slökunar og almennrar vellíðunar, þannig að okkur og þeim sem heimskækja Strandabyggð geti liðið vel þegar þeir nýta sér þjónustu íþróttamiðstöðvarinnar.

 

Kveðja

Þorgeir Pálsson.

Sveitarstjóri

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón